Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1884, Qupperneq 58
íl.júnf. Enskir menn margir og aðrir Norðnrálfumenn í Alex-
andríu myrtir af innlendum skríl þar.
23. Erindreki Breta og hinna stórveldanna setjast á ráðstefnn i
Miklagarði um mál Egipta. Skildu við svo búið eptir 3-4 vikur.
11. júlí. Skipalið Breta eyðir með skotum vamarvirkjum borgar-
innar Alexandríu á Egiptalandi. Arabi, frumkvöðull og foring1
uppreistarinnar, flýr þaðan með lið sett. Borgin brann mestöll-
12. Ný þvingunarlög handa írum.
13. sept. Wolseley, hershöfðingi Breta, vinnur höfuðsigur á Arab1
við Tel-el-Kebir.
15. Cairo gengur á vald Bretum orustulaust.
23. Borgin Damiette á Egiptalandi gengur á vald Bretum. I'aV
með er uppreistinni lokið.
1. des. Ný þingsköp fyrir neðri deild þingsins, mest gegn mála"
lengingum íra.
3. Arabi rekinn í útlegð æfilangt, að tilhlutun Breta.
13. Fimmtíu-ára-þingmennsku-afmæli Gladstones.
16. Derby lávarður gengur í ráðaneyti Gladstones. Gladstone sehn'
af hendi fjánnálastjórn við Childers.
Frnkkland.
10. janúar. þing hefst. Stóð til 9. ág., og aptur frá 9. nóv. til
29. des.
19. Bankahrun mikið í París og Lyon, fyrir óráðvendni forstöðu-
manna með fram.
26. Gambetta og sessunautar hans í ráðaneytinu segja af sjcr
völdum, fyrir ósigur á þingi (282: 227).
30. Freycinet gjörist formaður fyrir nýju ráðaneyti.
28. marz. Ný alþýðuskólalög (skólagönguskylda, leikmannakennsla,
ókeypis).
27. apríi. Riviére sjóliðsforingi tekur herskildi Hanoi, höfuðborgina
í Tonkin í Austur-Indíalöndum.
1A. júlí. þjóðhátíð. Vígt hið nýja ráðhús í París.
29. Freycinet og fielagar hans í ráðaneytinu segja af sier völdum,
vegna ósigurs á þmgi.
7. ágúst. Duclerc gjörist formaður fyrir nýju ráðaneyti.
28. okt. Landshöfðingjaskipti í Túnis, sem nú talið algcngið und>v
Frakka.
Þýzkaland.
4. janúar. Konungsbrjef til prússneskra emhættismanna um drott-
invald konungs og að þeir eigi að styðja stjórnarstefnu lianSj
9. Ríkisþingið sett. Stóð til 30. s. m., og aptur frá 27. apríl t'1
19. júní, og frá 30. nóv. til ársloka.
lö.júm'. Ríkisþingið hrindir með miklum atkvæðamun tóbaksein-
okunarfrumvarpi Bismarcks.
3. sept. Járnbrautarslys nálægt Hugstetten í Baden; varð 5°
manns að bana.
27. okt. þingkosningar á Prússlandi. Frelsisvinir ósigur.
28. ndo. Stóð einna hæst óminnilegur vatnavöxtnr í Rin og öðrum
stórám á þýzkalandi.
(5l)