Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ2004 Síðast en ekki síst DV „Ég er alltaf á línuskautum," seg- ir Guðflnnur í Bflasölu Guðfinns þegar hann er spurður hverju það sæti að bflasalinn ferðist um á línu- skautum. „Það eru alltof fáir sem stunda þessa íþrótt. Hún er einföld og hættulítil og svo eru í Reykjavflc og nágrenni frábærir staðir til að stunda hana.“ Fer frúin þá að hlæja á línuskautum í staðinn fyrir á betri bfl? „Frúin getur hlegið endalaust á línuskautum," svarar Guðfinnur hlæjandi. „Ég skil satt að segja af hverju fleiri eru á línuskautum. Menn eru að Ha? ekki spyrja mig af hverju ég komi ekki í golfið og ég svara alltaf eins: „Því miður, ég er alltof ungur." Svo segi Veðrið Frúin hlær á línuskautum G07T hjá Toshiki Toma, presti inn- flytjenda, að standa vörð um réttindi þeirra og vekja almenning til um- hugsunar um aðstæður innflytjenda á Islandi. ég eins og Churchfll þegar hann var spurður hvers vegna hann stundaði ekki golf: „Ég vorkenni þessum vesl- ings mönnum með vonlaus verkfæri að koma allt of stórri kúlu ofan í allt of litlar holur." Hann hafði alltaf svör á reiðum höndum, kallinn. Nei, ég er ekkert fyrir golf og seinast þeg- ar ég spilaði golf endaði ég með því að grípa í kúluna og þruma henni í holuna. Ég þarf að vera orðinn mjög gamall þegar ég fer að stunda golfið. Ég hef oft gert að því gaman að það eru þrenn ellimörk karlmannsins; Hann gleymir að renna upp renni- lásnum á buxunum, hann gleymir að renna honum niður, sem er verra, og svo fer hann að spila gólf.“ Guðfinnur bílasaii Fer flestar sínar ferðir á llnuskautum. Rétta myndin Kárahnjúkavirkjun stendur og fellur með þessum fótum. Lárétt: 1 klyftir, 4 byrj- uðu, 7 löður, 8 eyktam- ark, 10 næðing, 12 stúlka, 13 kát, 14 mjög, 15 tré, 16 óánægja, 18 deila, 21 stundar,22 hugur,23 umrót. Lóðrétt:1 stía,2t(ðum, 3 atferli, 4 djarfar, 5 ösl- uðu,6 planta,9 heimsku, 11 skaraut, 16 hrúga, 17 eyri, 19 væta, 20 hagnað. Lausn á krossgátu •Weoz'eiXei'llJZl 'so>j 91 'ue>|s i l 'nöajj 6'un 9 'nQ9 s 'je>|>)ej6nq y 'iQjajiuejj £ 'yo z 'oj>í l :u3íqoi '>isej ez 'gas zz 'ies\Q\ iz 'ejX>| 8 L 'JJn>| 9 l '>|!S SL 'Jeje yi 'jjsj £ l 'jæiu z i 'isnö o l 'ewg 8 'Qnejj / 'njgq p '}0|>j i :uaJ?n • Þungavigtarmenn í Sjálfstæðis- flokknum kvarta hástöíúm undan því hversu slök málsvörn flokksins hefur verið í fjölmiðl- um vegna þjóðarat- kvæðagreiðslunnar. Ráðherrar flokksins sjáist hvergi í vörn- inni, og það séu helst vikapiltar flokksfor- ystunnar á borð við Jón Steinar Gunn- laugsson og Hannes Hólmstein Gissurar- son auk léttadrengja úr þingflokknum eins og Sigurðar Kára Kristjánssonar sem séu Síðast en ekki síst málsvarar Davíðs Oddssonar. Segja sjálfstæðismenn að það sé til marks um fullkominn skort á jarðtengingu hjá Dav- íð Oddssyni og Kjart- ani Gunnarssyni, framkvæmda- stjóra flokksins, að á mesta erfið- leikaskeiði flokksins um áratugi sé flest starfsfólk Valhallar, miðstöðvar flokksins í Reykjavík, í sumarfríi fram í ágúst... • Flokksmenn eru líka rasandi yfir því hvernig Davíð Oddsson þykir taka hvert feilsporið á fætur öðru. Síðasta dæmi um það séu árásir hans og Jóns Steinars Gunn- laugssonar lögfræð- ingsá Eirflc Tómas- son lagaprófessor vegna þess eins að hann hafi sagt fræði- legt álit sitt á nýja fjölmiðlafrum- varpinu. Sú árás hafi verið dæmd til að kalla á hörð viðbrögð þar sem Eiríkur hafi verið einn af burðarás- um flokksins og sé af harðri Fram- sóknarætt úr hinu gamla kjördæmi Halldórs Asgrímssonar. En faðir Eiríks er Tómas Ámason af Hánefs- staðaætt sem eitt sinn var fjármála- ráðherra fyrir flokkinn og nýtur eins og Eiríkur mikillar virðingar innan hans. Eiríkur hefur þar að auki verið ásamt Jóni Sveinssyni helsti lög- fræðilegi ráðunautur flokksins í gegnum árin. Davíð hafi því mátt vita að árásir hans á Eirflc myndu ganga fram af harðasta flokkskjarn- anum. Dr. Singh hetur ferðast um ullun heim Aldrei hitt ókurteisara fólk en íslendinga „íslendingar eru ókurteisasta fólk sem við höfum hitt," segir Dr. Jogis- hwar Singh, stjórnarformaður ING bankans í Sviss, sem er búinn að vera 9 daga á íslandi og ferðast um landið vítt og breitt ásamt konu sinni Lia Singh og syninum Amrit. Dr. Singh hefur ferðast til tæplega hundrað landa um ævina og aldrei fyrr hefur hann kynnst annarri eins ókurteisi og frá íslendingum. „Land- ið er ólýsanlega fallegt og fullkom- lega réttlætanlegt að koma hingað til þess að skoða einstaka fegurð nátt- úrunnar. En við reynum að forðast mannlífið og samskipti við íslend- inga. Við höfum hitt tvo kurteisa ísl- endinga og annar var ættaður frá Indónesíu," segir Dr. Singh og hlær. „Ég skil ekki hvers vegna fólk sem er fordómafullt gagnvart túristum er að bjóða fólki heim. Ég held að þetta fólk ætti að einbeita sér að einhverju öðru og hætta að vinna við að mark- aðssetja landið. Svo finnst okkur ekkert vera gert ráð fýrir ferðamönn- um úti í náttúrunni þar sem hvergi eru rusladallar. Maður var kominn með troðfulla poka af rusli þegar maður kom á hótelið að lokinni dagsferð. Það er hvergi rusladalla að finna," segir Dr. Singh sem var búinn að gera ráð fyrir háu verðlagi hér. „Já, það var búið að vara mig við verðlaginu hér, það er allt svona tvö- falt dýrara hér en heima. Hér eru hamborgarar á verði lúxusmáltíðar annars staðar. Það kom því ekki á óvart. Hins vegar hélt maður að hót- elin væru á alþjóðlegtnn mæli- kvarða. Við vorum á Hótel Holti sem er nú ekkert sérstakt hótel, alla vega ekki í neinu samræmi við stjörnu- gjöfina. Bara svona allt í lagi hótel," segir Dr. Singh sem augljóslega er miklum gæðum vanur. „Við flutmm svo yfir á Radisson hótelið sem kall- ar sig fjögurra stjörnu hótel en myndi flokkast undir það að vera tveggja stjörnu hótel annars staðar í heiminum. Ég veit ekki eftir hverju þeir fara þegar þeir stjörnuskreyta hótelin sín hér á íslandi," segir dr. Singh sem er á leiðinni upp að Hall- grímskirkju með frúnni og syninum. freyr@dv.is M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.