Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Blaðsíða 18
78 MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ2004 Sport jyv Þórey Edda Elísdóttir bætti íslands- og Norðurlandamet sitt um 6 sentimetra á ÞRÓUN ÍSLANDSMETSINS Þórey Edda Elísdóttir FH stökk 4,60 metra í stangarstökkskeppni, sem fram fór í Madríd á Spáni á laugardagskvöldið og bætti Norðurlanda- og íslandsmet sitt, sem hún setti í júní, um 6 sentimetra. Þórey Edda varð í öðru sæti á mótinu á eftir heimsmethafanum Svetlönu Feofanovu, sem stökk 4,80 og gerði tilraun til að stökkva 4,90 metra og setja nýtt heimsmet. Þórey Edda fór yfir 4,60 í annarri tilraun. Pólska stúlkan Monika Pyrek stökk einnig yfir 4,60 en þurfti þrjár tilraunir. Eldra Norður- íandamet Þóreyjar Eddu var 4,54 metrar en það setti hún á móti í Kassel í Þýskalandi 11. júní. Þórey Edda hefur þar með bætt íslands- og Norðurlandamet Völu Flosadóttur um tíu sentimetra á rúmum mánuði og er því greinilega komin í mjög gott form fyrir ólympíuleikana sem fara fram í Aþenu í næsta mánuði. Góð þróun hjá Þóreyju Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með þróun mála hjá Þóreyju Eddu upp á síðkastið og það að hún er farin að standast spennuna sem fylgir stóru mótunum. Þórey Edda setti metið á laugardaginn á einu af stigamótum Alþjóðafrjálsfþrótta- sambandsins þar sem hún glímdi við alla bestu stangarstökkvara heims og hún stenst pressuna með glæsibrag og kemst á pall. Annað sem kemur hér inn í myndina er sá stöðugleiki sem Þórey Edda er farin að búa yfir en aðeins Qórum dögum áður en hún bætti Norðurlandametið hafði hún stokkið 4,50 á móti í Salamanca á Spáni og sigrað með glæsibrag. Á því móti gaf hún ákveðin skilaboð um það sem koma skyldi enda var hún mjög nálægt því að fara yfir 4,60 sem hún síðan bætti úr á mótinu í Madrid í fyrrakvöld. Þórey Edda endaði eins og áður sagði í öðru sæti á mótinu og þetta var í þriðja sinn í þeim fimm stigamótum sem eru að baki þar sem hún kemst á verðlaunapall. Hún er því komin með annan fótinn inn á úrslitamótið í haust. Úr skugga Völu Þórey Edda var í mörg ár í skugga Völu Flosadóttur en með framgöngu sinni í sumar er engin spurning hver er íslenska stangarstökksdrottn- ingin. Það tók Völu aðeins fjóra daga að taka af henni fyrsta íslandsmetið fyrir sex árum síðan en með þessum frábæra árangri í sumar er ólíklegt að einhver annar en hún sjálf bæti metið í næstu framtíð. Næst á dagskrá hjá Þóreyju Eddu er meistaramótið hér heima og þar fær landinn tækifæri til að fylgjast með okkar fremsta frjálsíþrótta- manni í dag spreyta sig. ooj@dvJs Hefur bætt sig um 15cm(sumar Þórey Edda Ellsdóttir hefur tvlbætt Islands- og Noröur- landamet sitt I stangarstökki I sumar og jafnframt bætt sinn besta órangur um 15 sentimetra. Þórey stökk 4,60 metra á stigamóti Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandsins sem fram fór I Madrid um helgina. hjá Þóreyju stigamóti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins en mótið fór fram í Madrid. Þórey Edda fékk silfurverðlaun og aðeins heimsmethafinn Svetlana Feofanova stökk hærra. 4,60 Norðurlandame fslandsmetið í stangarstökki kvenna hefur fallið sjö sinnum á síðustu sex árum þar af tvisvar sinnum í sumar eftir að það stóð óhaggað í tæp fjögur ár. Þórey Edda Elísdóttir náði í fyrsta sinn að bæta eigið fslandsmet en þetta er í þriðja sinn á hennar ferli sem hún setur nýtt (slandsmet. Þróun fslandsmets kvenna í stangarstökki frá 1996: 4,17 Vala (28.9.1996) 4,18 Þórey Edda (28.5.1998) 4,20 Vala (1.6.1998) 4,31 Vala (9.6.1998) 4,36 Vala (13.6.1998) 4,50* Vala (25.9.2000) 4,54* ÞóreyEdda (11.6.2004) 4,60* Þórey Edda (17.7.2004) Einnig Norðurlandamet. Kezman fagnar markinu Mateja Kezman opnaöi markareikning sinn fyrir Chelsea á laugardaginn þegar hann skoraði gegn Ozford eftir undirbúning Eiðs Smára Guðjohnsen. Ólíkt gengi úrvalsdeildarliðanna í æfingaleikjum um helgina Arsenal skoraði tíu en Chelsea eitt Jose Mourinho stýrði Chelsea í fyrsta sinn á laugardaginn þegar félagið sótti 2. deildarlið Oxford heim í vináttuleik. Ekki er hægt að segja að frumsýning Portúgalans hafi verið með einhverjum glæsibrag því eftir mikinn barning þá endaði leikurinn með jafntefli, 1-1. Eiður Smári Guðjohnsen var í framlínu Chelsea ásamt hinum nýkeypta Mateja Kezman og náðu þeir vel saman. Eiður Smári lagði upp markið fyrir Kezman og þeir voru hvor um sig nokkrum sinnum nálægt því að skora í leiknum. Fjölmarga leikmenn vantaði í lið Chelsea og hafði Mourinho sagt fyrir leikinn að hann liti á hann sem 21. æfingu liðsins á undir- búningstímabilinu. Hann sagði eftir leikinn að úrslitin skiptu ekki máli. „Leikmenn mínir voru þreyttir áður en leikurinn byrjaði en þeir lögðu sig fram og ég er ánægður með það. Það skipti öllu máli að fá alvöruleik og það tókst,“ sagði Mourinho. Markaveisla hjá Arsenal Arsenal lenti ekki í sömu vandræðunum og Chelsea gegn utandeildarliðinu Barnet. Arsenal lék einnig án þeirra leikmanna sem spiluðu á EM en það kom þó ekki í veg fyrir að þeir færu með sigur af hólmi, 10-1. Leikurinn byrjaði þó ekki gæfulega fyrir ensku meistarana því Barnet komst yfir á 12. mínútu með marki frá Graham sem skaut framhjá spænska markverðinum Manuel Almunia sem lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal. Það stóð þó ekki lengi því spænski framherjinn Jose Antonio Reyes skoraði þrennu í fyrri hálfleik, Dennis Bergkamp skoraði eitt og Hollendingurinn Robin van Persie, sem var einnig að leika sinn fyrsta leik fýrir Arsenal, skoraði einnig eitt mark áður en flautað var til hálfleiks. í síðari hálfleik bætti Bergkamp einu marki við, Francis Jeffers, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik, skoraði þrennu á tíu mínútum og varamaðurinn Quincy skoraði tíunda og síðasta markið. Ólafur Ingi Skúlason spilaði síðustu tuttugu mínúturnar hjá Arsenal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.