Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Blaðsíða 24
24 MÁNUDACUR 7 9. JÚLl2004 Fókus DV Slowblow Slowblow ★ ★★"i Smekkleysa Það er engu líkara en að þeir Dagur Kári Pétursson og Orri Jónsson sem skipa Slowblow séu að passa sig á Plötudómar að ofþreyta örugglega ekki aðdáendur sína. Þrjár plötur á 10 árum og álíka margir tónleikar og þar af leiðandi alltaf stórviðburður þegar þeir hreyfa sig. Þessi nýja plata þeirra er í einu orði sagt ffábær. Þetta er ein af þessum plötum sem manni finnst vera fuUkomnar, hver tónn í þessum 10 lögum er nákvæmlega eins og hann á að vera. Þetta er að mestu lo-fi rólegheitarokk með smá þjóðlagakeim, upp- hugsað og útsett af smekk- vísi (aldrei ofhlaðið) og kryddað með flottum smá- atriðum (saumavélataktur- inn í Within Tolerance, blístrið í lokalaginu etc.). Hljómurinn er líka ótrúlega flottur. Langbesta íslenska platan á árinu til þessa. Trausti Júlíusson Það er mikil gróska í óháða hipp-hopp geiranum og nokkrar frábærar útgáf- ur starfandi sem dæla út fínu efni með reglulegu millibili. Þar á meðal má nefna Lex, Stones Throw og útgáfuna sem gefur út plöt- una sem hér er tii umfjöll- unar. Definitive Jux. 3:16- The 9th Edition er gerð af rapparanum Murs sem er búinn að vera nokkuð lengi starfandi á vesturströnd Bandaríkjanna og pródús- ernum 9th Wonder sem á að baki nokkra neðan- jarðarsmelli og sem Jay-Z fékk til að gera fyrir sig lag- ið Threat á Black Album. Samstarf þeirra veldur ekki vonbrigðum. Taktarnir eru frísklegir og hvunndags- rímurnar hjá Murs eru skemmilegt mótvægi við rembinginn í frægustu rappstjörnunum. Trausti Júlíusson “1.(7) OutKast- Roses 2. (~) Terror Squad - Lean Back 3. (2) Scissor Sisters - Laura 4. (7) Block Party - Little Thoughts 5. (4J TheHives- Walk Idiot Walk 6. (-)Ý Shystie - One Wish "7.(10) The Concretes - You Can't Hurry Love 8. (3) Lloyd Banks - On Fire 9. (91 TheDelays- Stay Where You Are anna í The Hives. Hún heitir Tyrannosaurus Hives og hefur fengið ágætar viðtökur gagnrýnenda. Trau aði þessa vel klæddu og vinnusömu sveit. Tónleikaútgáfa með The Rapt- ure Þó að sænska hljómsveitin The Hives hafi starfað síðan 1993 þá var leið hennar á toppinn mjög hröð þegar menn fóru loks að veita henni einhverja athygli að ráði fyrir tveim- ur árum. Þá kom platan Your New Favourite Band út hjá Poptones út- gáfunni í Bretlandi og á augnabliki var The Hives orðin heitasta nýja rokksveitin í heiminum... Your New Favourite Band var safn af lögum af fyrstu tveimur Hives-plötunum, Barely Legal (1997) og Veni, Vidi, Vicious (2000). í dag kemur út þriðja eiginlega Hives- platan, Tyrannosaurus Hives. Hún er þeirra fyrsta plata með nýju efni í fjögur ár og fyrsta platan eftir að þeir urðu frægir og margir spenntir að heyra hvernig þeim hefur tekist upp. „Við vitum allt um „þriðju plötu álögin“,“ segir gítarleikarinn Nichol- aus Arson í nýlegu viðtali. „Þriðja platan er oft vafasöm. Það er þá sem Mjómsveitir missa það. Við vissum þetta þegar við byrjuðum á plöt- unni. Við sögðum alltaf að við myndum bara gera þrjár plötur og hætta svo til þess að verða ekki lé- legir. En við erum reyndar mjög hrifnir af nýju Hives plötunni." Trommuleikarinn Chris Dangerous bætir við: „Og hver veit nema við bil- umst algerlega og gerum fjórðu plöt- una“... Meðlimir The Hives eru ekki ein- ir um að vera ánægðir með Tyrann- osaurus Hives. Platan hefur fengið fína dóma í flestum helstu tónlistar- miðlunum. Það er eitt atriði sem kannski skilur á milli The Hives og margra annarra rokksveita sem hef- ur skotið upp á stjörnuhimininn. Þeir eru sérstaklega vinnusamir. Þeir' spila ekki bara á tónleikum og taka upp plötur. Þeir eru líka sjálfir um- boðsmenn sveitarinnar, sjá um lingu, samningsger peningamál og skipuleggja fundi og viðtöl. Þeir ákváðu á einum fundin- um að þeir ætíuðu að leggja mjög hart að sér til þess að tryggja að þriðja plata þeirra yrði góð. „Það er bein tenging á milli þess að vera duglegur í vinnu og vera góður í ein- hverju,“ segir Pelle Almqvist söngv- Iggy, Devo og Kraftwerk Tónlistin á Tyrannosaurus Hives sver sig í ætt við tónlistina á fyrri plötunum. Þetta eru hressilegir rokkslagarar og áhrifín frá Rolling Stones, Iggy Pop og breska pönkinu eru enn á sínum stað. En það eru líka breytingar þó smávægilegar séu. Sum laganna sækja í nýbylgjusveitir eins og Devo (önnur frábær sveit með smekk fyrir hljómsveitarbún- ingum) og XTC. The Hives segjast sjálfir reyndar hafa verið undir áhrif- um frá Kraftwerk á plötunni. Chris Dangerous tjáir sig um það. „Ef þú forritar takt á trommuheila þá verð- ur útkoman ekkert mjög spennandi, en ef þú spilar á trommurnar eins og þú væri trommuheili en heldur samt mannlega þættinum inni þá er það áhugavert." Og jú. Þó að það sé ekk- ert sem lfkist Kraftwerk á Tyrann- osaurus Rex, þá eru sumir taktarnir svolítið vélrænir... _ TónleikarNewYork r . T' pönk-fönksveitarinnar t The Rapture á Airwaves ( r' fyrir tveimur árum eru svo rómaðir að það er lygasögu líkast. Nú geta þeir sem efast tékkað á bandinu sjálfir því að út er komin DVD- plata með sveitínni sem inni- heldur efni frá þremur tónleik- ,um í Bowery Ballroom í New York í desember í fyrra. Mynd- böndin þeirra fylgja með. Arthur „Killer" Kane alíur Arthur „Killer“ Kane bassa- leikari hinnar margffægu New York glam-rokk sveitar New York Dolls dó úr hvít- blæði í síðustu viku. Sveitin hafði mikil áhrif m.a. bæði á \ ★ i J&, Kiss og Ramones. i- Arthur er fjórði með- ' hmurinn sem fellur frá, tromm- arinn Billy Murcia sukkaði sig í hel 1971, en gítarleikarinn Johnny Thunders og trommar- inn Jerry Nolan dóu 1991, sá fyrri úr of stórum skammti af heróíni, sá seinni úr hjartaáfahi. Bowie á toppnum Samkvæmt upplýsingum frá Billboard er Ðavid Bowie sá tón- listarmaður sem hefur halað inn mestum peningum með tón- leikahaldi á árinu. 722.158 áhorf- endur hafa séð hann á 82 _ tónleikum og veltan f*- komin upp í ríflega 45 tajl milljónir dollara. Hann er samt í pásu núna af heilsufarsástæðum. Næstir á Ustanum eru Bette Midler, Simon & Garfunkel, Shania Twain, Prince, Rod Stewart og Metalhca. Villtustu tónleik- ar sögunnar? Tónleikar psychobiUy-pönk- sveitarinnar The Cramps á Napa State geðveikra- spítalanum í júní 1978 »T: eru nýkomnir út á DVD, en þefr hafa lengi verið fáanlegir í mislélegum bootíeg-útgáfum. Meðlimir Cramps voru orðnir leiðir á gáfu- mönnunum sem mættu á pönk- tónleika í New York og ákváðu að spUa fyrir hömlulausari áhorf- endur. Þetta eru einhveijir viUt- ustu tónleikar sögunnar. Van Hunt slær í gegn meö fyrstu plötu sinni Arftaki Prince? Van Hunt Er búinn ad stimpla sig rækilegn inn á poppkortid. Tónlistarmaðurinn Van Hunt er nýbúinn að gefa út sína fyrstu plötu setn heitir einfald- lega \’an Hunt. Þessi 27 ára Atíanta-búi þylcir hafa búið tU ótrúlega þroskað og vel heppnað byijendaverk. Van Hunt er alinn upp í Ohio hjá föður sinum sem stóð víst i ýmsu misjöfnu, var málari þegar þanniglá á honum, en líka dólg- ur og bóhern. Pabbinn hafði rrúkinn áhuga á tónlist og Yan litli ólst þess vegna upp við eðal-soui, fönk og r&b. Tónlistaráhrifin hafa greinUega síast inn þ\i að tónlistin á plötunni hans er einmitt sambland af soul. poppi. r&b og fönki. Honutn hefur verið líkt \ið menn eins og Slv Stone, Curtis Mayfield, D Angelo og Prince. Van b\Tjaði að spila á gítar og semja lög strax á unglingsánmum og hefur unnið með \nisum tónfistarmönnum undanfarin ár (þ.á.m. Dionne Farris og Joi), en í f\Tra fannst honum kominn tfrni tii að stíga sjálfur fram í sviðsljósið. Þá gerði hann santning við Capítol og platan kom svo út í vor. Alicia Keys er mikill aðdáandi og segir að liann sé „einn af ótrúlegustu og hæfiieikaríkustu tónlisttu- mönnunum" sem hún þekkir. 3 / 9 ' flfj ii-Jm m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.