Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Blaðsíða 13
DV Fréttir MÁNUDAGUR 19. JÚU2004 13 í dag kemur út bókin „Kárahnjúkar með og á móti“ eftir Ómar Ragnarsson. Þar er fjallað um ýmsa þætti virkjunarinnar og rök færð með og á móti. Meðal annars kemur fram að virkjunin muni valda mestu óafturkræfu, neikvæðu umhverfisáhrifum sem um getur vegna einnar framkvæmdar. f dag kemur út hjá JPV útgáfunni bókin „Kárahnjúkar með og á móti“ eftir Ómar Ragnarsson. Þar veltir höfundur upp þeirri spurningu hvort virkjunin sé þjóðþrifamál eða þjóðarharm- leikur. Ómar skiptir bókinni upp þannig að á víxl er rætt um kosti og galla ýmissa þátta varðandi virkjunina auk þess sem ítarlega er farið í sög- una að baki framkvæmdunum og greint er frá svipuðum virkjunum í öðrum heimshlutum. í lokin dregur Ómar saman helstu rök með og á móti og birtast þau orðrétt hér á síð- unni. f kaflanum „Skömmin mun uppi um þúsundir ára“ segir m.a. að virkjunaráformin hafi ekki komist á dagskrá fyrir síðustu kosningar vegna þess að eitt stærsta efnahags- lega fíkniefiiapartí í sögu þjóðarinn- ar var að hefjast. „Síðustu kosningar snerust um það hvernig ætti að eyða hinum skjótfengna gróða og því komst Kárahnjúkavirkjun ekki að í kosningabaráttunni," segir í kaflan- um. „Og öllum líður svo vel í þenslu- vímunni, það er svo gaman. Þeir sem reyna að andæfa eru kallaðir vinstrisinnaðir öfgamenn. En þá er horft framhjá því að erlendis eru það ekkert síður harðir hægrimenn sem hafa farið fremstir í því að berjast Rökin með • Kárahnjúkavirkjun erstærsta fram- kvæmd Islandssögunnar og mesta þjóðþrifamál hérá landi um þessar mundir. • Hún bætir við útflutningstekjur, tryggir uppbyggingu á Austurlandi og hagvöxt sem er undirstaða gróandi þjóðlífs og leggur nauðsynlegan grundvöll að getu þjóðarbúsins til að standa undir góðu velferðarkerfi og framförum á öllum sviðum. • Hún er liöur íæskilegri þróun skyn- samlegrar og sáttavænlegrar landnýt- ingar I samræmi viö eðlilegar þarfir nú- tímaþjóðfélags. • Með henni leggja Islendingar skerfaf mörkum til að minnka áhrifafút- blæstri gróðurhúsalofttegunda. • Hún kemur ekki I veg fyrir stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls. Lands- virkjun og Alcoa hafa lýstyfir vilja til að stuðla að stofnun hans og Alcoa hefur boðið myndarlegt fjárframlag I því skyni. Virkjunin getur þannig veriö for- senda uppbyggingar þjóögarðsins og dæmi um það hvernig virkjanir og þjóðgarðar geta farið velsaman. • Velhefur tekist til með upphaf fram- kvæmda og framundan ermikið fram- kvæmdaskeið með fullkomnustu tækni. Héðan afer allt tal um að hætta við hana fráleitt og skaðlegt þvl það myndi skaða það traust sem nauðsynlegt er að þjóðin hafi f samningum og sam- skiptum við útlendinga. • Flestum ftnnst að málið sé til lykta leitt. Er ekki tlmabært að hætta deilum um hana og sameinast um að þessi framkvæmd heppnist sem best. fyrir nýrri sýn í nýtingu landgæða og þegar skoðanakönnun um Kára- hnjúkavirkjun sumarið 2002 var brotin til mergj- ar sást að stærsti pólitíski hópur- inn sem var á móti hvað höfðatölu snerti var í Sjálfstæðis- flokknum." Óafturkræf áhrif í kaflanum „Úreltar hug- myndir um nýt- ingu“ kemur fram að Kára- hnjúkavirkjun hefur í för með sér mestu gróðureyðingu sem ein framkvæmd hefur valdið í sögu þjóðarinnar. Síðar í kaflanum segir meðal annars: „Kárahnjúkavirkjun mun verða sú framkvæmd íslands- sögunnar sem hefur í för með sér mestu óafturkræfu, neikvæðu um- hverfisáhrif sem um getur og á eftir að stórskaða fjárhagslega þá verð- mætu ímynd íslands sem ekki verð- ur mæld í þyngdar- eða orkueining- um.“ Siv Friðleifsdóttir Þeirri spurningu er varpað fram hvort ráðherrann hafi ekki skilið muninn á óaft- urkræfum og aftur- kræfum áhrifum Níðstöng um okkur sjálf í bókinni er fjallað ítarlega um framu'ðarsýnina á virkjunarsvæðinu en ljóst er að mikill jökulframburður mun safnast saman á næstu fjögur hundruð árum í miðlunarlónið og víðar sem gera mun virkjunina gagnslausa. „En hvernig sem allt velfist er ljóst að eftir fáar aldir stendur virkjunin eftir gagnlaus eða framleiðir brot af orkunni sem hún framleiddi í upphafi og svæðið fyrir innan hana verður rjúkandi jökul- leirur, ömurlegasta og stærsta minnismerki sem nokkur kynslóð íslendinga hefur reist um sjálfa sig.“ Og síðan er spurt: „Er það svona níð- stöng um okkur sjálf sem við viljum Mótmæli Margar mót- mælagöngur voru haldnar gegn Kárahnjúkavirkjun þegar málið var Imeðför- um Alþingis. enda okkar en við tókum við því þótt raunin sé þveröfug til lengri tíma hfið og það kallað landvinningur sem í raun er afsal á landi," segir í bókinni. að standi við fótskör Vatnajökuls í stað þeirrar lágmyndar hjalla, gljúfra og fossa sem staðið hef- ur á þessum fótstalli og sagt sögu jökuls- ins á einstæðan hátt til þessa.“ Skildi Siv ekki af- leiðingarnar? Töluvert er ijallað um aðkomu Siv Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra að málinu og úrskurð hennar um að virkjunin skyldi byggð. Þeirri spurningu er varpað fram hvort ráðherrann hafi ekki skilið muninn á óafturkræfum og aft- urkræfum áhrifum eða bara kosið að þræta fyrir hann. „Með úrskurði um- hverfisráðherra er varpað ljóma lýtaað- gerðar á skurðaðgerð- ina, sagt að við skilum landinu í betra ásigkomu- lagi til afk- om- Vigdís hefði hafnað frumvarpinu Eins og raunar hefur kom- ið fram í DV hefði Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti íslands beitt synjunarvaldi sínu gegn frumvarpinu ef hún hefði verið áfram í embætti. „Skilaboðin eru skýr. Það liggur ljóst fýrir að Vigdís hefði ekki undirritað frumvarp um Kárahnjúkavirkjun hefði það ver- ið lagt fyrir hana sem forseta. Það hefur hún nú staðfest." Og síðar í sama kafla er rætt um að virkjunin er ekki einsdæmi um óaft- urkræfa eyðileggingu á landi. „Rauðhólarnir við Reykjavík voru eyðilagðir fyrir tímabundinn ávinn- ing. Einnig einstaklega fallegir gígar á Hellisheiði. Virkjanir við Sog, Þjórsá og Tungná eru hinsveg- ar að mestu leyti afturkræfar. „En Kárahnjúkavirkj - un veldur lang- mestu og hroða- legustu eyði- leggingu á landi sem menn munu minnast í framtíð- inni.“ Rökin á móti • Kárahnjúkavirkjun er mesta um- hverfishneyksli Evrópu á slðari timum. Hún á eftir að skaða Imynd lands og þjóðar og valda óbætanlegu tjóni á svæði sem gæti orðið stærsti, frægasti og sérstakasti þjóðgarður Evróþu. • Hún felur Isér mesta afsal og missi lands og landgæða I fslandssögunni og þegar til lengri tíma er litið, og með henni sýnir ein kynslóð Islend- inga öðrum kynslóðum meiri vald- nlðslu en dæmi eru um. • Óllklegt er að nokkur önnur vest- ræn þjóð myndi leyfa svona virkjun I landi sinu. • Dæmi erlendis frá sýna að án virkj- unar fengist meiri ávinningur með miklu minni tilkostnaöi til uppbygg- ingar atvinnu og fjölþættrar menn- ingar. Framkvæmdir hafa ekki minnk- að atvinnuleysi íþeim mæli sem að var stefnt. Græðgi og skammgróða- hugsun ráða för og spáð er samdrætti að framkvæmdum loknum. • Virkjunin verður óbætanlegt skemmdarverk á Vatnajökli, dýrmæt- asta náttúruundri Islands, og um- hverfi hans. • Umhverfisröskun er aðeins orðin agnarbrot afþvl sem siðar verður og enn er hægt að hætta við virkjunina og fresta gangsetningu álvers.Alcoa er vantþvl að aðdragandi álvers taki tfu ár. Nóga hagkvæma og umhverfís- vænni orku er að finna annars staðar. • Minna tapast en græðist þótt hætt sé við. Eða ætlum við að láta sem ekk- ert sé og haga okkur líkt og Neró, sem sagt er að hafi spilað á fiðlu meðan Róm brann?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.