Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 1 9. JÚLÍ2004 Sport DV Einn stærsti leikur sumarsins fer fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í kvöld þegar liðið í öðru sæti Landsbankadeildarinnar, FH, tekur á móti toppliði Fylkis. Síðast þegar Fylkismaðurinn Björgólfur Takefusa spilaði í Krikanum skoraði hann þrennu en það var fyrir Þrótt í fyrra. Það hefur engum leik- manni nema Björgólfi tekist síðan Daninn Tommy Nielsen fór að spila í vörn Hafnarfjarðarliðsins. Ekki leiðinlegt aö setja brjú kvikindi aftur Leikurinn í kvöld verður þriðja tilraun FH til þess að komast á toppinn en þeim hefur mistekist að ná toppsætinu í síðustu tveimur umferðum. Það er því mikið undir fyrir bæði lið en Fylkir nær fimm stiga forystu á Hafnarfjarðarliðið nái þeir að landa stigunum þremur sem eru í boði. Það verður áhugavert að fylgjast með baráttu Björgólfs og Tommy í Krikanum í kvöld en miðað við frammistöðu Björgólfs þar í fyrra má fastlega reikna með því að hann verði í gjörgæslu hjá Dananum sterka í kvöld. „Það er virkilega fín stemning fýrir leiknum hjá okkur Fylkis- mönnum en þetta verður mjög erfitt," sagði Björgólfur í samtali við DV Sport í gær. „Það eru allir leikir erfiðir en við klárum mjög erfitt prógramm eftir að þessum leik lýkur en þá erum við búnir að spila úti gegn ÍA, KR og FH. Það væri ekki leiðinlegt að sigra og skilja FH- ingana eftir fimm stigum á eftir okkur.“ Eins og áður segir fór Björgólfur á kostum með Þrótturum í Krikanum í fyrra er þeir unnu FH, 4-1. Hann skoraði þrjú mörk og lék á alls oddi. „Þetta er mjög skemmtilegur völlur og við Þróttararnir vorum að spila vel þarna í fyrra. Það væri ekkert leiðinlegt að endurtaka leikinn og setja þrjú kvikindi þarna aftur. Það verður aftur á móti ekkert auðvelt enda FH-ingarnir með hörkulið," sagði Björgólfur sem fannst ekkert leiðinlegt að rifja upp leikinn í fyrra. Eins og áður segir þá hefur enginn leikmaður nema Björgólfur náð að setja þrennu á FH síðan Tommy Nielsen byrjaði að stjórna vörninni. Hvernig er að spila gegn Dananum sterka? „Það eru allir varnarmenn erfiðir en miserfiðir. Það er Björgólfur um Tommy... „Hann skilur leikinn mjög vel og stýrir vörninni með glans. Tommy er fastur fyrir en ekkert „dirty". Hann er bara virkilega góður spilari. erfitt að glíma við FH-vörnina því Tommy stýrir henni eins og hershöfðingi. Ég lendi nú ekki oft í klónum á honum þar sem hann „sweepar“ mikið. Hann dekkar ekki mikið en ég lendi meira í Sverri. Það „sweepa“ fáir eins vel og Tommy gerir. Það er rosalega erfitt að hafa hann þarna á bak við og þurfa að komast fram hjá honum líka,“ sagði Björgólfur um Tommy og FH-vörnina en hvaða tilfinningu hefur hann fyrir þessum leik? „Mín tilfinning er mjög góð. Það er góð stemning í hópnum og það eru allir klárir í verkefnið. Þetta er mikill stórleikur en það er samt ekkert stress í mönnum. Ef við spilum okkar leik þá ættum við að geta náð þrem stigum." Björgólfur hefur jafiiað sig af meiðslum og verður með í leiknum sem og Húsvíkingurinn Guðni Rúnar Helgason sem hefur verið ffá í nokkrar vikur vegna meiðsla. „Við verðum að fá þrjú stig í þessum leik til þess að ná Fylki. Þetta verður verulega erfiður leikur og kemur á þeim tíma sem álagið er hvað mest á okkur. Þetta er klárlega sex stiga leikur fyrir okkur og hann verður að vinnast," sagði danska vamartrölhð Tommy Nielsen sem man vel eftir því er Björgólfur kom og skoraði þrjú mörk gegn þeim síðast í Krikanum. „Já, ég man vel eftir þessum leik og að hann lék út á kantinum í þeim leik en ekki upp á toppi eins og hann gerir núna. önnur ástæða fyrir því að ég man svona vel eftir leiknum er að ég hef aldrei tekið þátt í leik þar sem við áttum eins mörg færi án þess að skora. Það var svo með ólíkindum að við skyldum tapa leiknum 4-1. Menn trúðu vart því sem hafði gerst eftir leikinn," sagði Tommy, sem skoraði eina mark FH í leiknum úr vítaspyrnu." Tommy og félagar réðu vel við Björgólf í fyrri leik FH og Fylkis í sumar en Tommy gerir sér vel grein fyrir því að það þarf að hafa góðar gætur á Björgólfi. „Hann er mjög hættulegur leikmaður. Ef hann á góðan dag en við ekki þá munum við lenda í basli en ef það er öfugt þá verður þetta ekki mikið vandamál. Þetta snýst allt um dagsformið," sagði Tommy sem er ekki í vafa um mikilvægi leiksins í kvöld. „Ég held að ef við vinnum ekki í kvöld að þá eigum við ekki mikla möguleika á að vinna deildina. Við verðum S Tommy um Björgólf.. „Snjall leikmaður og alltaf hættulegur. Má aldrei líta af honum. Skilur leikinn ákaflega vel og býr til góð tæki- færi fyrir félaga sína í Fylkisliðinu." væntanlega í toppbar- áttunni en ég tel að við getum ekki unnið deildina ef við töpum þessum leik. Ef við vinnum aftur á móti þá eigum við bullandi möguleika á að fara alla leið. Þetta er sex stiga leikur því það er allt undir hjá okkur," sagði Tommy Nielsen. henry@dv.is ,Það eru allir leikir erfiðir en við klárum mjög erfitt prógramm eftir að þessum leik lýkur en þá erum við búnir að spila úti gegn ÍA, KR og FH. Það væri ekki leiðinlegt að sigra og skilja FH-ingana eftir fimm stigum á eftir okkur. Q% Fimm töp FH í röð FH-ingar taka á móti toppliði Lands- bankadeildar karla í kvöld og hafa tækifæri til að komast á toppinn þriðju umferðina íröð. FH-ingar eiga svo sannarlega harma að hafiia gegn Árbæingum endahafa Fylkismenn unniðþáfimm sinnum í röð í deildinni og markatalan í þeim leikjum er 2-llFylkiívil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.