Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2004, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 19. JÚLÍ2004 Fréttir DV Quarashi frumsýnir Nýtt tónlistarmyndband frá hipp hopp hljómsveit- inni Quarashi verður frum- sýnt á Popptíví í kvöld en myndbandið er við lagið Stun Gun sem hefur hljóm- að á öldum ljósvakans und- anfarið. Quarashi hefur vakið athygli fyrir tónlistar- myndbönd sín og segja þeir sem séð hafa að Stun Gun myndbandið sé þar enginn eftirbátur. Um leikstjórnina sá Gaukur Úlfarsson en hann hefur einnig leikið á bassagítar með hljómsveit- inni um árabil. Þema myndbandsins er einhvers konar spéspegill nokkurra íþróttagreina og koma meðal annars banvæn vopn við sögu. Nauðgari í verslunum Lögreglan í Madison, Wisconsin f Bandaríkj- unum hefur ákært mann sem grunaður er um að hafa ffamið allt að 12 nauðgunarglæpi gegn starfsfólki verslunarmið- stöðvar frá árinu 1999 og um að hafa framið kyn- ferðisglæpi gegn börn- um sem hann á að hafa tekið upp á myndband. Grunur beindist að James D. Perry, 34 ára, eftir að hann gerði til- raun til að nema á brott stúlku af hóteli í febrúar. Stuttu síðar fannst barnaklám heima hjá honum, þar sem fimm börn komu við sögu. Hann er ákærður fyrir nauðgunarmál er framin voru á bílastæðum versl- unarmiðstöðva, tilraunir til mannráns og fyrir kynferðismisnotkun á börnum. Trillurveiða meira í ár Samanlagður afli smá- báta í þorski, ýsu og stein- bít var 2.000 tonnum meiri um síðustu mánaðamót en á sama tíma í fyrra. Ríflega 54 þúsund tonn af téðum tegundum voru komin á land fyrir tilstilli smábáta. Hins vegar minnkaði afli sóknardagabáta í þorski um þúsund tonn, eða 19 prósentustig. Þetta kemur ffam á heimasíðunni smá- bátar.is. Júlíus Sólnes, fyrrum umhverfisráðherra, og Gunnar Sólnes hæstaréttarlögmaður keyptu þúsund tonna togara í samstarfi við Magna Jóhannsson skipstjóra og Ægi Örn Valgeirsson, fyrrverandi Herra íslands. Togarinn kostaði aðeins 5 milljónir króna en er nú kominn með veiðileyfi innan ESB og orðinn 110 milljóna króna virði. Feguröarkónp og ráOherra græöa 110 milliónir ó togara það sýni veiðireynslu og sighr undir pólsku flaggi. Sólnes í vanda Sólnesbræður lentu í nokkrum vanda eftir að þeir keyptu skipið. Báða skortu reynslu til þess að gera út togara og þeir ákváðu því að fá fleiri til liðsinnis. Úr varð að Magni Jóhannsson, þauheyndur skipstjóri og útgerðarmaður firá Vestmanna- eyjum, gekk inn í fyrirtækið ásamt Ægi Erni Valgeirssyni, vélstjóra og fyrrum herra Island, og fleiri smærri hluthöfum. Magni er skipstjóri og útgerðarmaður togarans Breka VE og hann tók að sér að gera skipið klárt til veiða. Samhliða var unnið að því að koma skipinu undir pólsk- an fána og þar með inni í Evrópusambandið. Þetta gekk aUt saman upp á eUeftu stundu og fyrir rúmri viku sigldi Patricia tU Vest- mannaeyja þar sem tekin voru um borð fiskikör, veiðarfæri og ís. Frá Eyjum var skipinu siglt áleiðis í Barensthaf með íslenskan skipstjóra en að öðru leyti pólska áhöfn og í skut blakti pólski fáninn. Skipið sem kostaði sem nemur jeppaverði var orðið 120 miUjóna króna virði. „Hann er farinn tíl veiða," sagði Gunnar Sólnes við DV glaður í bragði. Magni Jó hannsson útgerðar- maður sagði samtali við DV fyrir helgi að veiðar Patriciu við Bjarnaerey í Barentshafi gengju gríðarlega vel. „Þeir eru að rótfiska og það hefst varla undan að vinna. Aflinn er aUt að 10 tonnum á klukkustund,“ sagði Magni. Happaskip Togarinn Vigri var á meðal fyrstu íslensku skuttogaranna, smíðaður árið 1972. Skipið var happaskip og árum saman malaði það guU fyrir eigendur sínar, Ögurvík hf. Þegar Ögurvikurbræður tóku þátt í frysti- togaravæðingunni var smíðaður nýr Vigri en sá gamli var seldur Skag- firðingum og hét þá Skagfirðingur SK. Skipið hélt áfram að vera afla- sælt en síðar var það selt út- gerðarmönnum í Ólafsvík og varð þá að flutningaskip- inu Bravó. Ætlun- in að flytja fersk- an fisk frá Þor- lákshöfn tU Fleetwood en fljótlega lenti útgerðin í þrot og Bravó hafn- aði á uppboði þar sem Sólnes- bræður griðu guUgæsina. rt@dv.is Júlíus Sólnes Umhverfísrdðherrann fyrrverandi þekkir vel til málahjdESt Su þekking færir honum og félogum hansyfir 700 milljónir króna efhann kýs að úrelda skipið. Júlíus Sólnes, verkfræðingur og fyrrverandi umhverfisráðherra, datt í lukkupottinn á dögunum þegar hann keypti þúsund tonna togara á uppboði fyrir nokkru á fimm milljónir ásamt bróður sínum, Gunnari Sólnes hæstaréttarlögmanni. Skipið er nú í það minnst 120 milljóna króna virði eftir að bræðrum tókst að fá veiðileyfi fyrir skipið í lögsögu Evrópusambandsins. Togarinn sem bræðurnir keyptu er einn af fyrstu togurum Islandinga og hét lengst af Vigri RE og var smíðaður í PóUandi fyrir Ögur- vík hf. Þegar bræðurnir keyptu skipið á uppboði hét það Bravó SH og hafði verið í fiskflutning- um mUli íslands og Bretlands. Útgerð þess var frá SnæfeUs- bæ en eigendurnir misstu hana í þrot. Eftir að Sólnes- bræðurnir keyptu skipið breyttu þeir um nafn Herra ísland Ægir Örn Valgeirs- son, vélstjóri og fegurðarkóngur, kom til liðs við Sólnesbræður eftir að .þeir keyptu skipið á uppboði. Nú er Patrica komin til veiða við Bjarnarey og rótfiskar. og heitir það nú Patricia III. Jafn- framt stofnuðu þeir útgerð- arfélag í PóUandi og nefndu það Piscator. Markmiðið var að koma skipinu á pólskan kvóta og þar með undir Evrópu- sambandið. Júlíus Sólnes gjör- /- i þekkir reglur Evrópu- sambandsins og víst þykir að hann hafi séð í því mikla' hagnaðarvon að koma skipinu inni í fisk- veiðikerfi þess. HeimUdir DV herma að Júlíus hafi þá ekki síst horft tU þess að úreldingareglur Evrópusam- bandsins Gullgæsin Á meðan Paricia hét Vigriog var/eigu Ögurvlkurbræðra maiaðiskip- ið gull. Skipið var á slnum tlma smíðað í Póllandi en hefur nú snúið heim aftur og hefur tuttugufaldast I verði frá því það fór á uppboð og var selt á jeppaverði. myndu marg- falda verð skipsins ef j tækist að i koma því þangað inn. En tU þess að skipið fengi kvóta innan ESB varð að koma því undir fána einhvers aðUdar- ríkjanna. TU þess að það gengi eftir varð að koma Patriciu tU veiða því ekki fæst skip úrelt nema að Patricia III er siðasta skipið sem fær veiðileyfi i Póllandi Veit ekkert um úreldingarreglur ESB Magni Jóhannsson, einn eigenda Patriciu III, sagði við DV að Patricia væri seinasta skipið sem slyppi sem fiskiskip undir pólskan fána. í orð- um hans liggur að hurð hafi skoUlið nærri hælum. „Við erum á pólskum kvóta. Þetta var seinasta skipið sem fór inn í ESB í PóUandi. Þetta er búið að vera rosa- lega erfitt að koma þessu á koppinn. Smugan var orðin lokuð,“ segir Magni og er að vonum ánægður með að hafa tuttugufaldað verð Hvað liggur á? skipsins. Pólland hefur að sögn um 1.700 tU 1.800 tonn af þorski sem skipt- ist á milli þriggja fyiirtækja. Útgerð íslendinganna var sú seinasta til að fá úthlutun og þar með rétt til úreldingar sam- kvæmt reglum ESB. Aðspurður um það hvort ætlunin væri sú að koma „Liggur á að endurnýja kynni mín við Grikkland eftir 16 ára fjarveru,"segir Kristjón Kormákur Guðjónsson rithöfundur.„Komast ísóiina og hitann með minni fögru konu og bragða á súlaki sem er afskaplega bragðgott kjöt á teini. Ætla einnig að byrja alla morgna á að segja„kallímera‘'sem þýðir góðan daginn á grísku. Svo er það spurning hvort ég komist yfir alla sögufrægu staðina á Krít. Ég trúi síðan ekki öðru en að andinn komi yfir mig og ég komi heim með nokkrar góðar hugmyndir að sögum," bætir Krist- jón við. Skagfirðingur Skipið hefur nú tuttugufaldast I verði eftir að það komst inn IESB. skipinu tU veiða tU að geta úrelt það og grætt 100 miUjónir segir Magni ekki svo vera. „Ég hef ekki hugmynd um úreldingarreglur þarna ytra. Við erum tryggir með kvóta næstu árin og það er rekstrargrundvöUur fyrir skipinu," segir Magni. Úrelding skipa ESB Samkvæmt reglum ESB borg- ar sambandið 50 prósent sam- kvæmt ákveðnum stöðlum sem eru mismunandi eftir skipum. Yfirvöld í viðkomandi landi borga sfðan 25 prósent Fyrir þúsund tonna togari eins og Patriciu eru borgaðar 1.200 evrur fýrir hvert tonn og eingreiðsla upp á 882.000 evrur. Úreldingarverðið er því 75 prósent af þessum upp- hæðum samanlögðum eða 135 miUjónir ísl. króna SkUyrði er að viðkomandi skip sé yfir 15 ára gamalt og sé selt í brotajárn en ekki tU þriðja aðUa. Þar að auki gera reglurnar ráð fyrir að staðlarnir séu lækkaðir um 1,5 prósnet fyrir hvert ár um- fram 15 og ef skipið er 30 ára gamalt á að lækka staðlana um 22,5 prósent Miðað við að Patricia er rúm- lega 30 ára er úreldingarvirðið um 110 miUjónir króna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.