Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1890, Síða 63
SMASÖGUR.
Spilahúsið.
Yið spilahúsið í Monaco, öðru nafni »Spilahelvítið«, sóa
margir menn aleigu sinni á fám dögum og gjöra sig sjálfa og
skildmenni sín ógæfusöm um alla æfi; sjálfsmorð eru þar og
stundum í hverri viku, oft sjást menn ganga þar frá spilaborðinu
náfölir, öreiga, búnir á lítilli stundu að spila burt aleigu sinni, og að
einni stundu liðinni eru þeir liðið lík út í skógi með kúlufar
gegnum höfuð eða hjarta.
þrír menn höfðu ráðið sjer hana á 14 dögum, spilagestirnir
fækkuðu og illur kur var kominn meðal þeirra sem eptir voru.
"petta er rjettnefnt ræningjabæli — hjer eru svik og verstu
prettir viðhafðir, hveijum sem hjer kemur er glötun húin, það er
óforskammað að stjórnin skuli loka augunum og ekki fyrirbjóða
»Hasarðspil«. fað er víst full þörf að fara að st-ækka kirkju-
garðinn hjerna. Allt fer til helv. — nei til spilabánkans«.
Svona sögðu menn sín á milli, svo B. forstjóri spilabánkans
fór að verða hræddur um að gestunum færi að fækka um of, eða
• Hasarðspilið" yrði fyrirboðið. Hann gekk því mjög auðmjúkur
og vinsamlegur á meðal gesta sinna, og var að segja þeim sögur,
að hann hefði nákvæmlega þekkt þann og þann sem hafði grandað
sjer og orsökin hefði alls ekki verið fjármissir við spil, heldur
ólukkulegt hjónaband, eða heitmeyjamissir.
Fæstir lögðu trúnað á sögur lians, cn liann sagðist síðar
skyldi sína þeim þetta svart á hvítu.
Út af þessu datt honum ráð í hug, sem hann trúði trúnaðar-
manni sínum P. fyrir og bað hann að framkvæma.
Atta dögum síðar missti maður aleign sína við spilaborðið,
fór út í skóg og skaut kúlu í gegnum höfuðið. Vinur formanns-
ins sem sifeldlega var að njósna, heyrði fyrstur skotið, hljóp að
líkinu og ljet í frakkavasann veski með 5000 frönkum í, og gul-
um hárlokki, rjett á eptir kemur B. hlaupandi með stóran hóp af
spilagestunum á eftir sjer, til að sjá hvað nú sje um að vera.
»En þá eitt offur, það er skammarlegt, hjer falla fleiri fyrir
kúlum en í stríðunum, þetta er óþolandi. — J>að ætti að sprengja
hölv. spilaholuna í lopt upp« — svona sögðu áhorfendur. B var
sá eini rólegi »ennþá einn heytmeyjar uissir« sagði hann. »Og
það er lýgi« segja hinir, »hann hefir víst tapað öllu sínnogckki
viljað lifa lengur, vjer skulum rannsaka hvort hann hefur peninga«.
þegar líkið var skoðað fannst vesldð með 5000 fr. og hár-
lokknum, þótti þá mörgum að hjer væri talsverð sönnun fengin
fyrir orðum B. og fóru að hakla heim. Aðeins A, úngur aðals-
maður velbúinn, starði á B, og segir »5000 fr. er ekki neitt, menn
geta vel drepið sig fyrir fátækt þo þeir eigi 5000 fr. ef þeir hafa
tapað tuttugfallt ijett áður« og svo gengur hann til B. og hvislar
að honum. »Mikill makalaus klaufi eruð þjer, þjer hafið sjálf-
sagt sett einhvern út lil að láta þessa 5000 fr. á líkið, en það
er engin sönnun, hefðuð þjer látið 100,000 fr. í vasa mannsins.