Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1890, Side 65
Snarræði.
í veitingaliúsi i Ameríku sátu nokkrir menn og voru að ræða
um það sín á milli, að daginn áður liefðu stigamenn ráðist á
ferðamann, rænt peningum og drepið hann.
Enginn einn stigamaðnr skyldi geta rænt mig, sagði einn
þeirra, er P. hjet.
Daginn eptir hjelt hann ferð sinni áfram, mætir hann þá
manni, er sctur skammbissu fyrir bijóst honum, heimtar peninga
*> hans og minnir hann á orð lians í veitingahnsinu deginum áður.
Jeg sagði, ef einn maðnr mætti mjer, en þið eruð tveir —
segir P.
Stigamanninum varð bilt við, ef fleyri væru viðstaddir og
lítur um öxl sjer, til að sjá hver hinn maðurinn væri, en í sama
augnabliki dregnr _P. upp skammbissu úr vasa sínum og skýtur
ræningjann með kúlu gegnum höfuðið.
Vasabókin.
I Norðurbrúargötu íKpmh. bjuggu fátæk hjón, ung að aldri.
Maðurinn var trjesmiður og hjelt sjer framan af vel að vinnu
sinni, en þegar fram í sókti, byrjaði hann að drekka og kom
sjaldan heim frá ölkjöllurunum fyrri en kl. 12 og vanalega tóm-
hentur; vinnulaunin voru farin fyrir brv. og öl. " Ifonan varð því
ein að vinna fyrir 4 börnum á unga aldri, en entist ekkitilþess,
► svo mest allt af búsgögnunum var veðsett og flutt burt á lán-
stofur. Kvöld nokkurt í síðastl. október manuði var ekkert til að
sýðja hungur ungbarnanna með og ekkert til að veðsetja lengur;
fór konan þá í vandræðum sínum á gildaskálann, þar sem hún
vissi að maður hennar sat, og biður hann um peninga fyrir mat
handa börnunum; hann var fullur og önugur í svari, og sagði
að það kæmi sjer ekkert við, því yrði hún að sjá fyrir. Konan
var lagleg í sjón, en mjög föl og fátæklega búin, hún gekk
grátandi heim, svo menn veittu henni eptirtekt, en sjálf var hún
svo sorgbitin, að hún vissi valla hvert hún gekk, og tók naumast
► eptir, að hún rak fótinn í eitthvað, sem lá á götunni. í því
gengur lítill drengur fram hjá og segir: »þjer misstuð eitthvað
madama góð« og tekur það og fær henni; þegarhún kemurheim
fer hún að skoða við ljóstýruna hvað það var sem hún hafði
fundið; sjer hún þá að þetta er bijefaveski með 5000 kr. af
pappírspeningum i, og hver eigindinn var. Svo marga peninga
hafði hún aldrei haft handa milli fyrri. Hún svæfði börnin í
» snatri, fer svo þegar að heiman aptur, og segir eigandanum frá
fundinum og vandræðum sínum.
Á sama stað í Norðurbrúargötu var við árslokin lagleg búð,
þar stóð fátæka konan glöð við búðarborðið og var að selja
varning sinn; börnin þokkalega búin voru að leika sjer í kring
m um hana. —
P «J)egar vandræðin standa hæzt, er hjálpin opt næst«.
T. G.