Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Qupperneq 3
EFNISYFIRLIT:
Ráöstefna um jarögöng á íslandi:
Þorleifur Einarsson: Bls.
Jaröfræóilegar aóstæóur í Strákagöngum 61
•
Þorleifur Einarsson:
Jaröfræöilegar aóstæöur í jarógöngunum I
Oddsskaröi 68
•
Jón Birgir Jónsson:
Veggöng á íslandi 71
•
Oddur Sigurósson:
Jarógöng Laxárvirkjunar — Mannvirkjajaró-
fræði 75
•
Niels Indrióason:
Laxá III — Jarógangageró 79
•
Páll Ólafsson:
Tveir frumherjar I Islenskum fiskiðnaöi: Jón
Gunnarsson byggingaverkfræöingur og Guðni
K. Gunnarsson efnaverkfræóingur 86
•
Oróasafn um fráveitur, framhald 88
Nýir félagsmenn 74, 92
ÚTGEFANDI:
VERKFRÆÐINGAFÉLAG ÍSLANDS
BRAUTARHOLTI 20, SÍMI 19717
KYNNINGAR- OG RITNEFND:
JÓN ERLENDSSON, form.
BJÖRN MARTEINSSON
EGILL B. HREINSSON
GÚSTAV ARNAR
HELGI SIGVALDASON
JÓNAS FRI'MANNSSON
PÁLL LÚÐVÍKSSON
RITSTJÓRI:
PÁLL LÚÐVÍKSSON
UMBROT OG PRÓFARKALESTUR:
GÍSLI ÓLAFSSON
ÁRGANGURINN 6 HEFTI
PRENTAÐ í STEINDÓRSPRENTI HF
Strákagöng vió Siglufjöró. Myndin er tekin við NV-
munna i ágúst 1981. Hallandi basaltlög og rautt milli-
lag sjást vinstra megin vió steyptan forskálann.
(Ljósm. Björn A. Haróarson).
Ifmarit
VERKFRÆÐINGAFÉLACS
ISLANDS
69. árg. 5.-6. liefti 1984
RÁÐSTEFNA UM JARÐGÖNG Á ÍSLANDI
Þorleifur Einarsson prófessor:
Jarðfræðilegar aðstæður
í Strákagöngum
Eftirfarandi tvær greinar eru bygKÓar á
erindi sem höfundur flutti á ráðstefnu
um jarðgön}; á íslandi 3. apríl 1981.
í grein þessari er fjallað um jarð-
fræðilegar aðstæður í jarðgöngum á
Siglufjarðarvegi í gegnum fjallið Stráka
(676 m) milli Siglufjarðar og Sauðaness
(sjá mynd I í grein Jóns Birgis Jóns-
sonar hér á eftir).
Jarðfræðiathuganir vegna jarðganga-
gerðar í Strákum fóru fram í tveim
áföngum. Frumathuganir gerði Tómas
Tryggvason 1956 og 1960 og skrifaði um
þær tvær álitsgerðir. Eftir að endanleg
ákvörðun hafði verið tekin um gerð
jarðganganna hófu jarðfræðingarnir
Þorleifur Einarsson og Haraldur
Sigurðsson jarðfræðirannsóknir þar
haustið 1963 og var þeim haldið áfram
sumarið 1964. Þetta sumar mældi Jón
Skúlason verkfræðingur fjallshlíðina á
jarðgangasvæðinu í Strákum eins og við
var komið, allt upp i nær 200 m hæð og
gerði kort af svæðin. Þó var víða erfitt
eða ókleift að komast að til mælinga
vegna bratta. Jarðfræðilegir punktar
voru mældir jafnóðum þ. e. jarðlaga-
mót, basaltgangar, brotalínur og mis-
gengi. Eftir þessu korti var gert jarð-
fræðikort í mælikvarða 1:1000 af svæð-
inu og greinargerð um jarðfræðilegar
aðstæður við gerð jarðganga skilað í
janúar 1965.
Engar boranir voru gerðar á jarð-
gangaleiðinni enda aðstaða öll svo erfið
í bröttum hlíðum fjallsins og hengiflug-
um að því hefði vart verið komið við.
Árið 1959 var gerður jarðgangamunni
Þorleifur Einarsson stundaði nám í
jarðfrœði við háskólann í Hamborg
1953-54, I Erlangen-Niirnberg 1954-56
og Köln 1956-60, lauk þar dipl. geol,-
prófi í maí og doktorsprófi í júlí 1960.
Framhaldsnám og rannsóknir við há-
skólann í Bergen 1960-61, í Cambridge
1970 og aftur 1979. Jarðfrœðingur (sér-
fr.) við iðnaðardeild Atvinnudeildar
Iwskólans 1961-65, Rannsóknastofnun
iðnaðarins 1965-68 og Raunvísinda-
stofnun háskólans 1969-75. Prófessor í
jarðfræði við Háskóla Islands frá 1975.
Deddarforseti Verkfrœði- og raunvls-
indadeildar 1983-85. Meðal rannsókna-
starfa eru ýmsar grundvallarrannsóknir
á jarðfræði Islands auk hagnýtra rann-
sókna fyrir Vegagerð ríkisins, Borgar-
verkfræðing, Reykjavíkurliöfn, Raf-
orkumálastjóra, Gosefnanefnd o. fl.
Eftirlit með mannvirkjagerð á vegum
Nátlúruverndarráðs frá 1972. Marg-
háttuð ritstörf í jarðfrœði þ. á m.
kennslubœkur.
Siglufjarðarmegin í fjallinu Strákum til
reynslu (Sjá mynd 2). Göngin voru 8—
10 m breið og um 25 m að lengd.
Gólfhæð var 94 m y. s. Við jarð-
fræðirannsóknirnar var miðað við að
tilraunagöngin yrðu munni jarðganga í
gegnum fjallið. Vinna við jarðganga-
gerðina sjálfa og frágang fór svo fram
1965—67.
TÍMARIT VFI 1984 — 65