Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Blaðsíða 4

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Blaðsíða 4
JARÐFRÆÐI SVÆÐISINS Fjallgarðurinn milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, þ. e. á Tröllaskaga, telst jarðfræðilega til hinnar tertíeru blágrýt- ismyndunar. Nyrst i fjallgarðinum milli Siglufjarðar og Engidals er fjallið Strákar, 676 m y. s., sæbratt og torfært (sjá mynd 1). Það er gert úr basalthraunlögum, aðallega þykkum apalhraunlögum með fremur þunnum, rauðleitum setlögum (millilögum) á milli hraunlaganna. Blá- grýtismyndunin í Strákum er samkvæmt strikstefnu líklega svipuð að aldri og jarðlögin í Ólafsfjarðarmúla og fjöllun- um suðvestur frá honum við vestan- verðan Svarfaðardal. Fjarlægðin milli þessara staða er um 20 km. Þar hefur aldur mælst 11,15 ± 0,18 milljón ár með kali-argon-aldursgreiningaraðferð (sbr. grein eftir Kristján Sæmundsson, Leó Kristjánsson, J. McDougalI og N. D. Watkins: K-Ar-dating, geological and paleomagnetic studies of a 5 km Iava succession in Northern-Iceland, sem birtist 1980 í tímaritinu Journal of Geophysical Research, Vol. 85, nr. 87, bls. 3628—3646). JARÐFRÆÐI FJALLSINS STRÁKA Hraunlögin í Strákum eru að gerð ýmist dílótt eða dílalaust basalt. Hraun- lögin eru öll af apalhraunsgerð. Þau eru breytileg að þykkt og útbreiðslu svo sem venjulegt er um hraun sem runnið hafa og storknað í mótuðu landslagi. Basalt- lögin eru ekki eingöngu misþykk inn- byrðis, heldur eru einstök lög breytileg að þykkt frá opnu til opnu. Basaltlögin í Strákum eru stórstuðiuð. Stuðlarnir eru víðast meira en metri í þvermál og nokkuð óreglulega lagaðir. Við jarðgangagerðina kom í ljós að mikið var um flögunar- eða hnikfleti (slicken- sides) í stuðlunum en þeir hafa orðið til við átak, þegar brotahreyfingar og kvikustreymi í bergganga átti sér stað. Bergið molnaði því mjög við sprenging- ar en hélst þó tiltölulega heillegt í veggj- um og lofti jarðganganna. Basaltið í hraunlögunum er dulkorn- ótt eða fínkornótt, sum lög dílótt og var unnt að nota það til að rekja lögin milli opna. Bergið í hraunlögum og basaltgöngum er nokkuð ummyndað af völdum heits vatns sem leikið hefur um það í fyrndinni áður en dalir og firðir skárust niður í hraunlagahelluna. Mest ber á geislasteinum (kabasít og analsím), silfurbergi og glerhöllum. Bergið er því „meyrt” og auðvelt að bora það, jafnvel með handstýrðum Mynd I. Fjallið Slrákar ris brall í sjó fram, 676 m háit. Myndin er lekin lil S/4. Neðsl I. h. er Sanða- nesvili. Sigtufjarðarvegur er í tœplegu 200 m hæð. NV munni Strákaganga sésl í skugga lengsl lil vinslri á myndinni og þar sést inn á Siglufjörð. Fjallið er byggl upp af blágrýtis- og millilögum frá lerlierlímanum og sjásl lögin greinilega á myndinni. (Ljósm. Oddur Sigurðsson). borum eins og notaðir voru við vinnslu Strákaganga. Á milli hraunlaganna eru rauðleit millilög og eru þau flest líklega forn jarðvegur, sem myndast hefur á milli hraungosa við efnaveðrun toppgjalls apalhraunlaganna og úr eldfjallaösku. Millilögin eru fínsendin eða leirkennd og nokkuð járnrík. Þau eru nokkuð breytileg að þykkt, eða frá nokkrum sentímetrum upp i mest 2 m og er þykkt hvers lags oft breytileg milli opna. í millilögunum er víða nokkuð um koluð plönturæksni sem bendir til þess, eins og áður sagði, að þau séu forn jarðveg- ur að uppruna. Með hliðsjón af aðstæðum og fá- breytni bergsins á jarðgangasvæðinu i Strákum var fyrst reynt að rekja jarðlög I fjallinu frá sjó. Virtist aðeins unnt að rekja eitt basaltlag eða jarðfræðilegan flöt í hlíðum fjallsins. Lag þetta er 25—30 m að þykkt og reyndist mega fylgja því frá gangamunna Siglufjarðar- megin og norður eftir hlíðum fjallsins til Landsendagils Sauðanesmegin I Strák- um. Þó var samhengi nokkuð óljóst í giljunum neðan Ófæruskálar. Þrepa- misgengi undir Ófæruskál hefur sett þetta þykka basaltlag niður um 20 m til austurs. Lagið var þó nothæft sent kennilag ásamt 13—18 m þykku dílóttu basaltlagi, sem er fjórða lag neðan þessa þykka basaltlags. Næsta lag neðan þess er dílalaust og dökkt basaltlag og er það efsta lag í syrpu dílalausra laga í hlíðum fjallsins. Mæld voru 5 jarðlagasnið í hlíðum Stráka á jarðgangaleiðinni og þau tengd með hliðsjón af ofangreind- um tveim basaltlögum, þ. e. þykka lag- inu og neðsta dilabasaltlaginu. I berggrunni Siglufjarðarsvæðisins eru tvö brotalínukerfi ráðandi. Annað hefur NV-SA-stefnu en hitt NNA-SSV- stefnu og hafa orðið miklu meiri hreyf- ingar um það en fyrrnefnda kerfið. Flestar brotalínurnar eru misgengi o'g hafa barmarnir hreyfst í lóðrétta stefnu. Nokkrar brotalínanna eru sprungur, sem lítil hreyfing hefur orðið um. Á jarðgangaleiðinni i Strákum er mest um misgengi og sprungur undir Ófæruskál og þar er reyndar líka mest um basaltganga. Þar hafa jarðlögin mis- gengið um NNA-SSV sprungur alls um 20 m og eru austurbarmar signir. Brota- línur með NV-SA-stefnu, þ. e. í stefnu jarðganganna, sjást einkum Sauðanes- megin í Strákum. Ekki virðast miklar hreyfingar hafa orðið urn þær, en þó var eitt slíkt misgengi til verulegra óþæginda við vinnslu norðvesturenda jarðganganna. Þó höfðu barmar aðeins misgengið um 25—50 cm. Misgengis- fletir eru víða rákaðir og nær ávallt I lóðrétta stefnu. Á stöku stað bar nokkuð á moluðu bergi í sprungum og misgengjum, en þetta molaða berg er nú nær alls staðar límt saman með holu- fyllingasteindum leir. Þessar sprungu- fyllingar náðu sums staðar allt að hálfs metra þykkt. í margar brotalínur eða sprungur hefur troðist hraunkvika, ýtt sundur sprungubörmum og myndað basalt- ganga, er hún storknaði. Sumir basalt- ganganna eru margfaldir, þ. e. hraun- kvika hefur troðist oft inn I sömu sprunguna. Undir Ófæruskal er t. d. einn 8-faldur gangur. Sennilega eru margir basaltganganna fornar gosrásir. Stuðlar í basaltgöngum liggja láréttir. Basaltgangarnir stefna nær allir milli N 10°A og NNA, eða líkt og meginbrota- línukerfið á Siglufjarðarsvæðinu. Þeir standa nær hornréttir á hraunlögin. Gangarnir eru flestir 3—5 m að þykkt. Sá þykkasti er 8-faldur og 40 m þykkur. í jarðgöngunum (782 m) eru 28 basalt- gangar. Þeir eru samtals um 120 m að þykkt eða um 15,5% afberginu. Heild- arþykkt basaltganga á þessu svæði er mun meiri en venjulegt er í blágrýtis- mynduninni. Þegar hraunkvikan, sem myndaði basaltgangana, tróðst inn í brotalínur og sprungur, hefur grannbergið um- myndast af völdum hitaáhrifa og flagast vegna þrýstings frá hraunkviku. Berg meðfram basaltgöngum er því meyrara 66 — TÍMARIT VFÍ 1984

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.