Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Síða 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Síða 5
Mynd' 2. Jarðnangainunni Siglufjarðarinegin. Þessi ganganwnni var sprengdur 25 m inn í fjallið árið 1959 sem tilraunagöng. lireidd munnans er 8—10 m, />. e. tvíbreið göng, en síðar var ákveðið að hafa göngin aðeins eina akrein með átskotum, 4,3 m á breidd. — Ljósm. Björn A. Harðarson. og lausara í sér en annars staðar í berg- grunninum. Meðfram basaltgöngum og í brotalínum hafa því víða grafist gil og lækjarfarvegir. Við gerð jarðganganna urðu þessi meyru belti á jöðrum basalt- ganganna ekki til trafala og sama máli gegndi um flagað berg við brotalínur og fyllingar í þeim. Mikill jarðlagahalli setur svip á fjöllin umhverfis Siglufjörð. Líklegt er að blá- grýtismyndunin á þessu svæði hafi tekið að hallast og brotna þegar á myndunar- skeiðinu en þó munu þessar hreyfingar einkum hafa átt sér stað eftir að upp- hleðslu hennar lauk. Reynt var að ákvarða jarðlagahalla með gráðuboga á sem flestum stöðum i hlíðum Stráka. Kom í ljós að halli einstakra laga er nokkuð breytilegur frá opnu til opnu, 13—28°, meðaltal nálægt 20°. Halla- stefnur og strikstefnur reyndust aftur á móti vera fremur stöðugar. Hallastefna nálægt S 55° V og strikstefna N 35° V. Þessir breytilegu staðbundnu hallar geta einkum verið með tvennu móti tilkomn- ir. í fyrsta lagi er líklegt að undirlag hraunanna hafi verið smáhæðótt er þau runnu. í öðru lagi gætu spildur milli brotalína hafa hreyfst á misvíxl. Halli var reiknaður út fyrir efsta díla- lausa basaltlagið, eftir hæð þess í hinum mældu sniðum, en það er fimmta lag neðan þykka basaltlagsins. Reyndist hallinn vera að meðaltali um 21° til S 55° V. Eftir að gerð jarðganganna lauk var reiknaður út jarðlagahalli fyrir nokkur jarðlög í hlíðum fjallsins og í jarðgöngunum og reyndist hann að meðaltali vera um 20° til S 55° V. Jarðlög blágrýtismyndunarinnar í Strákum eru allþétt, bæði basalt- og set- lög, enda flestar glufur þéttaðar með holufyllingum og leir, þótt nokkurt vatn geti seytlað niður meðfram basaltgöng- um. Því var gert ráð fyrir fremur litlum leka í jarðgöngunum, enda vatnasvið lítið eða aðeins snarbrattar hlíðar fjalls- ins Stráka. Leki í jarðgöngunum varð lítill og ekki til trafala við gerð þeirra. Ekki var talin mikil hætta á tjóni vegna jarðskjálfta, þar sem jarð- skjálftasvæðin í mynni Skagafjarðar, við Dalvík—Dalsmynni og á Skjálfanda eru í nokkurra tuga kílómetra fjarlægð frá Siglufirði og ekki vitað til þess að teljandi tjón hafi orðið þar vegna jarð- skjálfta. JARÐFRÆÐILEGUR AÐSTÆÐUR í JARÐGÖNGUNUM Veturinn 1964—65 var ákveðið að jarðgöng skyldu gerð í gegnum fjallið Stráka. Ákveðið var að göngin yrðu 782 m að lengd og að tilraunagöngin, sem gerð voru 1959, yrðu notuð sem munni Siglufjarðarmegin. Gólfhæð þar er 94 m y. s. en í munna Sauðanesmegin yrði gólfhæð 106 m y. s. Þar sem tilrauna- göngin frá 1959 voru notuð sem munni varð ekki hjá því komist að beygja yrði á göngunum, enda er vik inn í fjallshlíð- ina undir Ófæruskál. Reynt var að spá út frá jarðlagahalla í hvaða jarðlögum jarðgöngin myndu liggja. Þetta var að vísu nokkuð óviss spá, þar sem jarð- lagahalli er mikill, eða 20—21° til S 55° V og jarðgöngin 50—100 m frá hlíðinni inn í fjallinu. Göngin liggja fyrstu 250 m skáhallt upp í gegnum basaltlögin en eftir beygj- una liggja þau sem næst í strikstefnu jarðlaga en þó lítillega upp á við. Hins vegar var Ijóst að göngin færu nokkuð þvert í gegnum 28 basaltganga, en einn þeirra er reyndar 8-faldur. Við ganga- gerðina reyndist fjöldi bergganganna rétt tíundaður. Göngin fara einnig þvert í gegnum margar brotalínur, sprungur og misgengi. Næst munna Sauðanes- megin var vitað um smávægilegt mis- gengi, 25—50 cm, í þaki ganganna, með svipaða stefnu og þau. Jarðgöngin fóru þrisvar upp í gegnum jarðlagamót með setlögum, þ. e. í 65 m fjarlægð frá munna (áætlað 90 m) og 350 m (áætlað 330 m) og við munnann Sauðanesmegin. Rautt millilag kom síðan óvænt í ljós við misgengi í 500 m og var í norðurvegg að öðru misgengi í 600 m. Þarna hafði spilda sigið milli tveggja misgengja. Misgengi þessi fund- ust ekki við jarðfræðikönnunina í hlíð- um fjallsins. Segja má að ályktanir sem dregnar voru af jarðfræðirannsóknum í brött- um hlíðum fjallsins hafi þó verið nálægt sanni. Jarðlögin í jarðgöngunum voru meyr og auðboranleg, jafnt hraunlög sem gangar. Stæðni bergsins er betri en búist hafði verið við, einkum kom á óvart hversu grannberg basaltganga, misgengja og sprungna, sem göngin fóru í gegnum, stóð vel. Hins vegar kom það á óvart hversu raskað bergið var í smávægilegu NV-SA-misgengi (færsla 25—50 cm) sem næst í stefnu jarðgang- anna við munna Sauðanesmegin. Hreinsa varð mikið af losaralegu grjóti úr því i þaki ganganna á um 50 m kafla. Fyrirfram var lítið vitað hvernig rauðu millilögin myndu haga sér í veggj- um og í þaki jarðganganna. Þau reynd- ust þó standa vel, en leirinn í þeim bólgnar þegar rakt loft leikur um þau svo að steinlos verður með tímanum all- nokkurt. Rauðu millilögin voru því fóðruð með steinsteypu. Af öryggis- ástæðum voru settir öryggisbogar undir jarðlagamörkin með millilaginu i 350 m. Nokkur vatnsleki var meðfram bas- altgöngunum undir Ófæruskál þó ekki svo mikill að til trafala yrði. Þversnið jarðganganna bar nokkurn keim af jarðlagahallanum, einkum á beina kaflanum í þeim norðanverðum. Þak ganganna varð því skúrlaga, þ. e. hallaði líkt og jarðlögunum til SV. Á vinnslutímanum voru jarðgöngin ekki fóðruð með steinsteypu en vafalítið hefði ásprautun steypu á áðurnefnd jarðlagamót og rauð millilög og einnig á sprunguna næst munnanum Sauðanes- megin flýtt mjög fyrir vinnu og skapað öryggi svo sem reynslan við jarðganga- gerðina í Blönduvirkjun sýnir. TÍMARIT VFÍ 1984 — 67

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.