Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Page 12
útboði var gert ráð fyrir að ljúka verk-
inu að mestu árið 1973, en því var ekki
að fullu lokið fyrr en 1977, en tiltölulega
rólegt var yfir framkvæmdum 1974 og
1975.
BREIÐADALSHEIÐI
Fyrir 20 árum var mikið rætt um að
gera þyrfti 3 veggöng á íslandi, þ. e. a.
s. Siglufjarðargöng (Strákagöng),
Oddsskarðsgöng og göng undir Breiða-
dalsheiði. Strákagöngum og Odds-
skarðsgöngum hafa verið gerð skil en
hér verður stuttlega vikið að Breiðadals-
heiði.
Á árunum 1965—66 voru gerðar jarð-
fræðiathuganir á svæðinu og borað
með kjarnabor í líklegu jarðgangasniði.
Niðurstöður voru frekar neikvæðar m.
a. vegna þess að berglög voru tiltölulega
þunn, meðaltal 6,5 m (þynnst 2,0 m —
þykkast 9,0 m) og þykk gjalllög á milli
þeirra (allt að 2,0 m) (sjá mynd 4). Auk
þess er halli berglaga ekki samsíða æski-
legri legu jarðganga, þannig að jarð-
göng verða að skerast skáhallt í gegnum
5—6 berglög og gjalllög milli þeirra, en
stæðni bergsins yrði vafalítið léleg á
þeim stöðum.
Reynt var með stórri gröfu að kanna
hvort berg væri heillegt við hugsanlega
gangamunna, og átti að gera tilrauna-
sprengingar í báðum endum, en gefist
var upp á því vegna þess hversu bergið
var sprungið. Grafan sem vann þetta
verk hefði getað haldið áfram, ef fram-
kvæmdum hefði ekki verið hætt vegna
hrunhættu úr stálinu. Niðurstaðan varð
sú að hugleiðingar um jarðgangagerð á
Breiðadalsheiði voru lagðar til hliðar í
bili, en ekki endanlega.
ÓLAFSFJARDARMÚLI
Nokkuð hefur verið rætt á undan-
förnum árum um bættar vetrarsam-
göngur við Ólafsfjörð og var þá fyrst
rætt um vegsvalir, vegþekju, á hættu-
legum stöðum þar sem snjóflóð falla.
En þar sem kostnaður við slíkar fram-
kvæmdir er mjög hár, hefur verið rætt
meir og meir á síðari árum um jarð-
göng, sem mundu liggja í gegnum Ólafs-
fjarðarmúla, þar sem mest er hætta á
snjóflóðum og lokun vegar.
Mynd 5 sýnir þá valkosti, sem athygl-
in beindist einkum að í upphafi. Jarð-
fræðirannsóknir voru hafnar á árinu
1981 til að unnt væri að gera nákvæmari
áætlanir og velja á milli valkosta.
Flest snjóflóð falla á svæðinu milli
Bríkargils og Vogagjár, en einnig falla
hættuleg snjóflóð við Kúhagagil. Þá
hafa fallið snjóskriður á svæðinu milli
Ólafsfjarðarbæjar og Kúhagagils, en
ekki eins títt og á svæðinu utan Kúhaga-
gils. Sama gildir um svæðið frá Vogagjá
að Míganda. Meginhluta jarðfræði-
rannsóknanna lauk 1984, og var þá tek-
in endanleg ákvörðun um gangaleið.
Tveir valkostir voru einkum til um-
ræðu, þ. e. Kúhagagil — Vogagjá (2,5
km) og Kúhagagil — Tófugjá (3,2 km)
og varð sá síðarnefndi fyrir valinu.
Mvnd 5. Valkostir sem kannaðir hafa verið með tillti til jarðganga i Ólafsfjarðarmtíla.
Halldór Árnason, f. 21. okt.
1950 í Rvik. Foreldrar Árni
lögfræðingur á Egilsstöð-
um, f. 17. okt. 1922, Hall-
dórsson alþm. og kaupfél-
agsstjóra, Borgarfirði
eystra, Ásgrímssonar og
kona hans Kristín hjúkr-
unarfræðingur, f. 15. mars
1921, Gissurardóttir vél-
smiðs í Rvík Filippussonar.
Próf frá Raungreinadeild
TÍ 1973, sveinspróf í
sútunariðn 1973, próf í
efnafræði frá HÍ 1977, próf
i hag- og rekstursfræði frá háskólanum í Lundi, Svíþjóð,
1981. Iðnráðgjafi á vegum Sambands sveitarfélaga í Austur-
landskjördæmi 1980—82, starfsmaður Samstarfsnefndar um
iðnráðgjöf i landshlutunum frá 1982. í stjórn Kísilmálm-
vinnslunnar frá stofnun hennar 1982 og formaður 1982—83.
Maki 31. des. 1973, Þórunn Sigríður meinatæknir, f. 24.
febr. 1950 í Rvík, Einarsdóttir innkaupastjóra RARIK þar
Egilssonar og konu hans Margrélar Hcrdísar Sigurðardóttur
verkfræðings Thoroddsens. Börn 1) Árni Björgvin, f. 5. okt.
1972 í Rvík 2) Margj-ét Herdís, f. 3. okt. 1974 s. st., 3) Einar
Egill, f. 31. maí 1979 í Lundi, Svíþjóð.
Þórunn Sigríður meinatæknir er systir Egils Þ. Einarssonar
efnaverkfræðings.
Veitt innganga í VFÍ á stjórnarfundi 5. júlí 1984.
H. G.
74 _ TÍMARIT VFÍ 1984