Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Qupperneq 16
þeirra. Þykkasta lagið er jökulberg sem
liggur efst í Mið Brúamyndun og nær
það sums staðar 15 m þykkt. Lögunum
hallar 6—8% í austlæga stefnu.
JARÐGÖNGIN
Við kortlagningu á göngunum kom í
ljós að jarðlagasnið, sem fyrir Iágu voru
mjög nærri lagi (Haukur Tómasson
1968) en þó voru Iagamót og þykktir á
lögum nokkuð óreglulegri í raun en sýnt
hafði verið á sniðunum. Mun fleiri
sprungur komu þó fram en höfðu verið
teiknaðar á kort áður. Sumar þeirra
sáust aðeins við nákvæma athugun en
aðrar gáfu talsvert vatn. Þær lágu flest-
ar nokkuð þvert á göngin þannig að
hrunhætta vegna þeirra var lítil.
Efstu 150 m eru lárétt aðrennsligöng
og liggja þau fyrst til NNV að greiningu
við framhjárennslisgöng (sjá mynd 2).
Þaðan stefna þau i NV og hallar 7% á
rúmlega 300 m kafla að jöfnunarþró
(sjá mynd 3). Síðustu 150 m að stöðvar-
húsi liggja göngin í vestur með um 12%
halla en 150 m löng frárennslisgöng eru
nær lárétt og stefna einnig til V. Jarð-
lagahallinn á svæðinu er hins vegar um
8% til SA. Þetta gerir það að verkum að
llest lagamót sem birtast í gólfi hverfa í
þak 20—50 m neðar i þrýstigöngum (sjá
mynd 2). Vegna þess að aðrennslisgöng-
in eru lárétt og stefna nær N, eru laga-
mót þar á mun lengri kafla.
Munni aðrennslisganga var sprengdur
í þrjú berglög. Neðst er túfflag sem
jafnan fylgir þykka jökulbergslaginu
efst í Mið Brúamyndun og hafa þau
saman hlotið táknið MBm. Þar ofan á
er basaltlagið EBa nokkuð stórstuðlað.
Víða i laginu eru misstórir pokar af leir-
fylltu brotabergi. Á nokkrum stöðum
hrundi úr þessum pokum þannig að
skápar mynduðust. Efst í lokustrokki
við gangamunna kemur basaltlagið EBb
í ljós. Aðrennslisgöngin eru í EBa og
MBm fyrstu 120 m en þar hverfur EBa í
þaki. Nálægt mótum við framhjá-
rennslisgöng er mikið af pokum með
leirfylltu brotabergi. Þeir eru misstórir
og viða ná þeir yfir allt gangaþver-
sniðið. Þar hrundu skápar í þak og
veggi og gaf þar sums staðar vatn. I
aðrennslisgöngunum rétt neðan við
framhjárennslisgöngin kemur túfflagið í
MBm í Ijós við gólf. Það er mjög
misþykkt eða 0,5—3,0 m. Undir því er
jökulbergslagið um 10 m þykkt eða
meira og tekur það yfir allt þversniðið á
meira en 50 m kafla (sjá mynd 3).
Undir MBm taka við basaltlögin MBI
til MBd. Þau eru flest innan við 5 m
þykk. Víða á lagamótum frá MBf til
MBj er tiltölulega þykk lagamótabrek-
sía sem sums staðar virðist ná langleið-
ina í gegn um viðkomandi basaltlag
(hugsanlega gervigígamyndun). Virtist
breksían sums staðar missa styrk við að
þorna. MBc er túff-sandsteinslag, mjög
heillegt og stendur vel. Það er víðast
2—5 m þykkt. Um 85 m frá stöðvarhúsi
er 2 m misgengi þar sem MBc liggur í
miðjum göngum. Síðasti hluti ganganna
liggur í basaltlögunum MBb og MBa
sem eru um 10 m þykk. í stöðvarhúsi
kemur MBc fram ofarlega í veggjum en
sjálf hvelfingin er í MBd.
Hliðargöng úr stöðvarhúsi og
aðkomugöng eru að öllu leyti i MBa og
MBb (sjá mynd 3). Framhjárennslis-
göng sem greinast frá aðalgöngunum
200 m frá efri gangamunna (við enda
aðrennslisganga, sjá myndir 2 og 3) eru
á mótum EB og MB. Næst greiningunni
eru þau í EBa þar sem mest er af pokum
með leirfylltu brotabergi (sbr. að ofan
um aðrennslisgöng). Pokarnir verða
strjálli er nær dregur gangamunna. 40 m
frá greiningunni kemur túfflagið í MBm
í ljós i gólfi og hverfur í loft 110 m frá
greiningunni. Það er 0,5—3,0 m þykkt.
Það sem eftir er af göngunum er í jökul-
bergslaginu MBm og opnast þau út í
gljúfrið 135 m frá greiningunni úr aðal-
göngunum.
SPRUNGUR
í 1230 m löngum göngum voru kort-
lagðar 55 greinilegar sprungur og auk
þeirra 33 sprungur sem voru ekki mjög
greinilegar. Það eru því 4—5 augljósar
sprungur á hverja 100 m ganga en rúm-
lega 7 á hverja 100 m ef allt er talið.
Þessar sprungur eru langflestar með
norðlæga stefnu og liggja því þvert á
framhjárennslisgöngin, frárennslis-
göngin og neðstu 100 m þrýstiganga.
Meginhluti aðrennslisganga og þrýsti-
ganga stefnir í NV og skera sprungurnar
því göngin undir um 45 gráðu horni.
Einungis fundust tvær sprungur sem
lágu samsíða göngum. Þær voru í
þrýstigöngum næst greiningu við
stöðvarhús. Verður að telja þetta mjög
hagstæðar aðstæður. Greinilegt 2 m
misgengi var um sprungu þvert á
aðrennslisgöng 80 m frá stöðvarhúsi.
Ekki voru fleiri misgengi greinanleg.
Þrjátíu og átta vatnsæðar komu fram
í göngunum (sjá mynd 2). í stöðvarhúsi
og í nágrenni þess var vatnið um 38
gráðu heitt og heildarrennsli af stærðar-
gráðunni 0,5 1/s. Þetta vatn var frekar
til bóta en hitt vegna upphitunar. Eftir
því sem fjær dró stöðvarhúsi kólnaði
vatnið og var um 5 gráður í aðrennslis-
göngum. Þar sem strokkar eru úr göng-
unum upp á yfirborð (jöfnunarþró og
lokuvirki við framhjárennslisgöng) lak
nokkuð niður i göngin. Það vatn seig úr
Geitafellsmóberginu sem er miklu
þykkra við lokuvirkisstrokkinn og þar
því mun meiri leki, svo mikill að til baga
þótti. Annars staðar var lekinn ekki til
verulegra óþæginda. Bergið var heillegt
þrátt fyrir sprungurnar en þó vottaði
fyrir ummyndun við sumar þeirra.
Fjórar mismunandi bergtegundir eru í
göngunum: Basaltberglög, breksía
(brotaberg), basískt túff og jökulberg
(sjá mynd 3). Millilög úr molabergi
koma einnig fyrir en skipta ekki veru-
legu máli i vinnslu vegna þess hve þunn
þau eru. Vinnsluhæfni var misjöfn.
Best reyndist túffið sem sprakk mjög vel
og þurfti litla hreinsun. Basaltlögin
sprungu einnig ágætlega en áferð berg-
veggja og lofts fór eftir stuðlastærð og
var því nokkuð misgróf. Breksían þurfti
mun meira sprengiefni en basaltlögin en
hún stóð yfirleitt ágætlega. Þó mynd-
uðust í henni skápar einkum nálægt
framhjárennslisgöngum. Jökulbcrgið
olli engum vandræðum, hvorki í
sprengingu né stæðni.
HEIMII.DIR
Haukur Tómasson 1968: Gljúfurver í Laxá, Jarð-
fræði. Fjölrituð skýrsla frá Raforkudcild Orku-
stofnunar.
78 _ TÍMARIT VFÍ 1984