Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1984, Page 29
sem kynntist Guðna, að þar fór mikið
mannsefni. Guðni fór til Kanada og
hlaut þar menntun sína í efnaverkfræði
við McGill-háskólann í Montreal. Að
loknu námi starfaði hann sem efnaverk-
fræðingur við rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins í Halifax, N. S. í Kanada í 4
ár, en þessi rannsóknastofnun var um
langt skeið ein þekktasta stofnun heims
á sviði fiskiðnaðar.
Þegar Jón Gunnarsson réðst til starfa
hjá Sölumiðstöðinni, var sett á stofn
undir hans stjórn söluskrifstofa í
Bandaríkjunum til þess að konra þar á
markað frysta fiskinum, en sá markað-
ur hefir lengst af gefið best verð fyrir þá
vöru, en gerir lika mestar kröfur um
gæði. Með þessu var hafið eitt merkasta
og mikilvægasta starf í íslenskum fisk-
iðnaði. Flestir vita, að óvíða er sam-
keppnin jafnhörð og á þessum markaði.
Þetta framtak mun hafa verið að frum-
kvæði Jóns, en að sjálfsögðu stóðu
margir góðir og framsýnir menn með
honum i Sölumiðstöðinni, en það var
eins og Einar Sigurðsson, hinn kunni
athafnamaður orðaði það í minningar-
orðunr um Jón, að hann hafi haft kjark-
inn og þrekið til þess að hrinda þessu í
framkvæmd. Fyrstu árin var aðallega
um sölustarfsemi að ræða, en nokkru
síðar var stofnað fyrirtæki að Banda-
ríkjalögum, The Coldwater Seafood
Corp., sem tók við af söluskrifstofunni
og hefir starfað síðan. Jón starfaði
lengst af sem forstjóri þess fyrirtækis til
1962, er hann lét af störfum. Hann var
auk þess um skeið einn af fram-
kvæmdastjórum Sölumiðstöðvarinnar
og í stjórn tveggja fyrirtækja hennar í
Englandi. Undir stjórn Jóns óx starf-
semi Coldwater Seafood jafnt og þétt,
en við margs kona erfiðleika nrun hafa
verið að etja. En nú um langt skeið hefir
mikill hluti af frystum sjávarvörum
okkar íslendinga farið á Bandaríkja-
markað.
Unr nriðjan sjötta áratuginn setti
fyrirtækið á stofn fiskréttaverksmiðju í
Nanticoke í Maryland í Bandaríkjunum
og var .lóhannes Einarsson vélaverk-
fræðingur fyrsti verksmiðjustjórinn
1956—62 og mun það mesl hafa mætt á
Jóni, Jóhannesi og Guðna K. Gunnars-
syni að koma þeirri starfsemi á lagg-
irnar, en Guðni starfaði hjá Coldwater
Seafood 1954—56. Framleiðsla tilbú-
inna fiskrétta mun þá hafa verið tiltölu-
lega ný af nálinni í Bandaríkjunum og
Islendingar því snemma með í þeirri
framleiðslu.
Guðni K. Gunnarsson efnaverkfræð-
ingur starfaði hjá Coldwater Seafood
auk þess sem fyrr segir 1960—61, hjá
Sölumiðstöðinni í Reykjavík 1962—63
og hjá Coldwater Seafood sem verk-
smiðjustjóri í Nanticoke 1963—68 og í
Cambridge, Maryland frá 1968 til
dauðadags, en starfsemin i Nanticoke
var flutt þangað 1968 i ný og stærri
húsakynni. Hann átti stóran þátt í þeirri
miklu uppbyggingu, sem átti sér stað
hjá Coldwater Seafood á þessum árum
undir stjórn Jóns og Þorsteins Gísla-
sonar vélaverkfræðings, er tók við starfi
forstjóra eftir Jón 1962. Verksmiðjan í
Cambridge var stækkuð mikið á átt-
unda áratugnum, svo að þar vinna nú
um 500 manns. Nokkrum árum síðar
var svo sett á stofn ný verksmiðja og
rekur fyrirtækið því nú 2 fiskréttaverk-
smiðjur í Bandaríkjunum, en auk þess
er fyrirtæki Sölumiðstöðvarinnar í Bret-
landi að taka í notkun fiskréttaverk-
smiðju og mun Guðni hafa átt mikinn
þátt að því máli með sinni miklu þekk-
ingu og reynslu.
Eins og þegar er getið hefir á þessu
sviði verið unnið geysilega mikilvægt og
merkt brautryðjendastarf, sem þegar
hefir sannað gildi sitt, þó að sumum
gangi jafnvel enn illa að átta sig á því.
Vissulega nninu oft hafa verið miklir
erfiðleikar í því starfi, en þeir jafnan
yfirunnir. Eins og kunnugt er hefir
Coldwater Seafood lengst af fengið
hærra verð fyrir sína vöru en keppinaut-
arnir, sem nú sækja í sig veðrið.
Ekki verður skilist svo við þetta mál,
að ekki sé getið erfiðleikanna á einu
mikilvægasta sviðinu, en það var að
tryggja vörugæðin og þar hygg ég að um
meiri erfiðleika hafi verið að ræða en
margir hafi gert sér grein fyrir. Þvi að
það verður að segjast eins og það var,
að margs konar gallar voru á vörunni og
það hefir kostað mikla baráttu að kippa
því í lag. Sú barátta mun mjög hafa
mætt á þeim Jóni og Guðna og svo að
sjálfsögðu forráðamönnum Sölumið-
stöðvarinnar hér heima. Er það raunar
saga, sem margir hefðu gott af að kynna
sér. Því miður verður ekki sagt, að
okkur lslendingum sé sérstaklega sýnt
um vöruvöndun, sem verður æ mikil-
vægari með hverju árinu sem líður. Um
þetta vitna margs konar skakkaföll, sem
við höfum orðið fyrir í fiskiðnaði okkar
á undanförnum árum.
Það kostar mikið starf, árvekni og
samvinnu og samstarf allra, sem að
framleiðslunni starfa, að tryggja vöru-
gæðin. Flestum mun kunnugt um, að
bæði Sölumiðstöðin og Sjávarafurða-
deild SÍS, sem starfar á sama vettvangi,
hafa orðið að koma á fót hjá sér öflug-
um eftirlitsdeildum til að tryggja vöru-
gæðin, þrátt fyrir hið opinbera eftirlit.
Ég átti þess kost að skoða verksmiðju
Coldwater Seafood i Cambridge fyrir
um 14 árum og var vissulega ánægjulegt
að sjá slíkan iðnrekstur í höndum
íslendinga og hvílikur myndarbragur
var þar á öllu. Ég hefi það fyrir satt, að
verksmiðjan í Cambridge sé ein best
búna verksmiðja sinnar tegundar í
Bandaríkjunum og að Guðni hafi verið
einn fremsti sérfræðingur þar í landi í
þeirri grein iðnaðar og er þá mikið sagt.
Guðni vann sér allra traust, sem hann
átti viðskipt við og honum kynntust.
Hann gerði nriklar kröfur um vand-
virkni og gæði vörunnar, enda skilið
það manna best, hvað í húfi var.
Þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld
við þá menn, sem unnu það þrekvirki að
koma á fót þessum mikilvæga rekstri,
bæði þá menn, sem unnið hafa að þessu
í Bandaríkjunum og hér heima, en þar
hafa að sjálfsögðu margir komið við
sögu.
Jón Gunnarsson var Austur-Hún-
vetningur, fæddur að Ysta-Gili í Langa-
dal. Hann mun í æsku og á unglingsár-
um hafa kynnst allri algengri vinnu eins
og þá gerðist. Hann braust til mennta
að mestu leyti af eigin rammleik í Sam-
vinnuskólanum, tækniskóla í Noregi og
að lokum í ameriskum háskólum eins og
áður er getið. Kona hans var frú Sigur-
lína Björnsdóttir ættuð úr Fljótum.
Lifir hún mann sinn ásamt 2 börnum
þeirra.
Guðni K. Gunnarsson var Vest-
mannaeyingur og mun hafa stundað
sjómennsku á unglingsárum og hlotið
þar mikla reynslu, sem síðar mun hafa
komið honum að góðu gagni. Kona
hans var frú Eygló Jónsdóttir úr Vest-
mannaeyjum. Lifir hún mann sinn
ásamt 2 börnum þeirra. Ég minnist
þeirra Jóns og Guðna með hlýjum hug
og þakklæti fyrir ánægjulegt samstarf
og kynni. Ég þakka og ánægjustundir,
er ég átti á heimilum þeirra með þeirra
ágætu konum.
PáU Ólafsson
TÍMARIT VFI 1984 — 87