Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1890, Blaðsíða 86
Manning kardináli, æðsti maður Icatólsku kirkjunnar áEng-
landi, hefur skrifað. »Jeg er nú orðinn áttræður og hef verið
35 ár prestur og biskup í London, margt hefi jeg sjeð og heyrt
á þessum tíma, en ekkert þekki jeg, sem er jafnt hættulegur og
áleitinn óvinur til hindrunar öllu því sem gott er, eins og áfengir
drykkir.
Joseph Thomas nafnfrægur Afríkufari hefur ritað: »pegar
einn svertingi hefur gott af kristniboðinu, þá eru 99 seni falla í
fátækt og lesti fyrir nautn áfengra drykkja, sem hvítir menn
fiytja til þeirra samhliða siðalærdóminum.
T. G.
KJAKNYRÐI.
— »petta er mín skoðun; en sá sem hefir aðra skoðun,
getur einnig haft rjett« — segir hinn vitri. ' þetta er mín
skoðun; og sá sem hefur aðra skoðun, er hcimskingi — segir
heimskinginn.
— Sá á meiri lieiður skilið, sem þerrar eitt tár, af vanga
hins hrygga, en sá, er úteys blóðstraumum óvina sinna.
— Líf vort er orusta, þar sem sigurkransinn er settur á
höfuð þess, er sigrar sjálfan sig.
— Maðurinn dæmir lijartað eptir orðunum — Guð dæmir
orðin eptir hjartanu.
— Auðveldara er að tala ekki orðið, en að taka það aptur.
— Fáir vita, hversu mikið menn þurfa, að vita, til þess að
vita, hversu lítið þeir vita.
— Bezta svar heimskingjanna er — þögnin.
— Sá er sannarlega eigi öfundsverður sem enginn öfundar.
— Menn ættu aldrei að ákveða útgjöldin eptir nautninni,
lieldur nautnina eptir inntektunum.
— Listin að vera rílcur, er eigi innifalin í því, að eiga
stórfé, heldur í því, að vera ánægður með það, sem maður hefur.
— Ef þú vilt læra að gefa, þá settu þig í spor þess sem
við tekur.
— Mönnum hættir við að trúa því, sem er ómögnlegt, en
álíta það ósatt, sem er mögulegt. Schubert.
— Að hugsa frjálslega cr gott. Að hugsa rjett er þó betra.
— Vondu ástríðurnar eru eins og skeggið, sem alltaf vex
og daglega þarf að klippa.
— Góð ráð eru betri en peningar, ekki er sarnt auðvelt að
fá suma skuldaheimtumenn tií að trúa því.
— Tvær ástæður eru til þess, að menn opt neita að lána;
annaðlivort þeklcja þeir lánbeiðanda of lítið eða of vcl.
— Flestir eru ánægðir með gáfur sínar en fæstir með forlögin.
— Ellin er harðstjóri sem leggur dauðahegningu við því,
að lifa sem gjálífur æskumaður.
— Konunnar þrekleysi er hennar styrkur.
— Fríðleikur án vits, er sem blóm án ylms.
T. G.