Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2004, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2004, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST2004 Ekkert erfitt! Fyrst og fremst BV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson Ritstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjóran ReynirTraustason Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 - Fréttaskot 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- ar. auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Hvað veist þú um jjhku 'jika 1 Hvaö heitir hestur Lukku- Láka? 2 Hvað heitir hundurinn? 3 Hvers skifaði bækurnar um Lukku-Láka? 4 Hver teiknaði myndirnar? 5 Hvernær kom fyrsta bókin út? Svör neðst á síðunni Akkuru?Akk- uru? Akkuru? Þessi vefsíða er senni- lega ætluð þeim sem hafa nákvæmlega ekkert við tíma sinn að gera. Hér er hægt að taka þátt í ótal spurningaleikjum og verða sér úti um fánýta vitneskju af ýmsu tagi. Menn geta einhent sér í spurningaleiki um efni og innihald fram- haldsþátta í sjónvarpi og svarað þar einum 3000 spurningum en íþrótta- Vefsíðan www.coolquiz.com spurningarnar eru helmingi færri eða 1500 talsins. Þá geta þátttakendur reynt sig í stjörnufræðum, efnafræði, líffræði, eðlisfræði og ýms- um öðrum vísindagreinum. Á síðunni er einnig að finna svör við ýmsum brennandi spurningum, geta t.d. fiskar drukknað? Af hverju vex konum ekki skegg? Og hvers vegna er langatöng lengst? Nú harðnar ádalnum Málið Fyrr á öldum þurfti kvikfé aö mestu að lifa á beit all- an ársins hring. Menn gátu ekki heyjað nægilega til að dygði handa öll- um búpeningi. Þegar harönaði á dalnum snjóaði og tók fyrir beit. Þá varð sauðamanni og hundi kalt þar sem þeir stóðu yfir fénu og þurfti að moka snjó aflyngi og kjarri. Ástandið hafði þá versnað til muna. Svör við spumlngum 1. Léttfeti. 2. Rattati. S. René Goscinny. 4. Morris. 5.1949. MUdð var skemmtilegt að sjá viðtal við Þóreyju Eddu Elísdóttur í ólympíu- þætti Sjónvarpsins í fyrrakvöld. Hún var þá nýbúin að ná fimmta sætinu í stang- arstökkskeppninni sem var hvemig sem a málið var litið mikið persónulegt afrek fyrir hana. Og hka gaman fyrir okkur hin, hvernig sem við reynum að bæla niður í okkur þjóð- rembuna. En það sem var skemmtilegast við viðtalið var hvað Þórey var kát og glöð. Hún var satt að segja alveg blússandi af hamingju. Sem er furðu óvenjulegt af íþróttamönnum, jafnvel á sigurstundu. Því yfirleitt alltaf þá tekst þeim - með dyggri aðstoð íþróttafrétta- manna - að finna eitthvað sem var ERFTTT. Þegar maður hlustar á lýsingar á fótbolta- leikjum, þá kemur til dæmis í Ijós að það er mjög ERFITT að lenda einu marki undir snemma leiks. Það kemur kannski ekki á óvart en skrýtnara er að komast að því að það er lflca mjög ERFTTT að komast einu marki yfir snemma leiks. Ég hef meira að segja heyrt íþróttamenn fabúlera um hvað það sé ERIT'IT að komast tveimur mörkum yfir snemma leiks, tala nú ekki um þremur mörkum yfir; þá verða ERFIÐLEIKARNIR allt aðþvíóbærilegh. varpsfréttamaður kemur að taka viðtal við einhvem, jafnvel einhvem sem hefur unnið eitthvert afrek, þá er fyrsta spmningin yfir- leitt aldrei: „Var þetta ekki gainaní“ Nei, þess í stað er nánast undantekningarlaust spurt fyrst af öllu: „Var þetta ekki ERFITT?“ En Þórey Edda féll ekki í neinar slíkar gryijur. Stúlkan var svo kát að það ætti eigin- lega að sýna æsku landsins þetta viðtal reglulega og nota sem fyrirmynd að lífsafstöðu, jafnvel þótt auðvitað muni fæst af æskufólki nokkm sinni komast svo langt að lenda í fimmta sæti á ólymp- íuleikum. Því hún hefði alveg getað vælt svolítið líka. Jú, sagði hún, líklega gerði hún einhver mistök í einhverju stökkinu sem kostuðu hana kannski fjórða sætið eða jafn- vel bronsverðlaunin. En hvað með það? Það var alla vega ekk- ert ERFITT. Því þetta var afit svo ljómandi gaman. Illugi Jökulsson Varðandi hlaupara hef ég heyrt þá tala um hvað það ERFITT að hafa mótvind, FRFITT að hafa meðvind og ERFITT að hlaupa í logni. Það er mjög ERFITT að hlaupa á hörð- um velli en lflca afar ERFTTT að hlaupa á mjúkumvelli. Það er kannski ekki sanngjamt að gera bara gys að fþróttamönnum fyrir allt þetta erfiðleikatal. Það virðist reyndar ótrúlega ríkt í okkur íslendingum öllum. Þegar sjón- Kurteisi Clintons og afrek Islendinga ALLTflF ER HÓLID G0TT, því verður ekki á móti mælt. Því var ósköp gam- an að heyra - og mannlegt af frétta- stjómm Morgunblaðsins að slá því upp í aðalfyrirsögn sína í gær - þegar Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkja- forseti lét svo um mælt, samkvæmt Mogganum, að „hann þekkti vel ... mikilvægi Islandssögunnar í þróun þingræðisins". Þetta hljómar vissulega fallega í eymm íslendinga sem frá blautu bamsbeini hafa lært þuluna um Al- þingi á Þingvöllum sem elsta og merkasta þjóðþing í heimi. En þetta er þó alrangt hjá Bill Clinton. Alþingi Islendinga skipti ná- kvæmlega engu máli í þróun þing- ræðisins í veraldarsögunni. Ef Clinton hefði bara sagt að Alþingi væri mikil- vægt í „sögu þingræðisins", þá mætti ræða það. Því þing þjóðveldisins var vissulega merkilegt fyrirbæri og ef- laust rétt að helga því svolítinn kafla í sérhverri almennilegri sögu þingræðis sem skrifuð yrði. EN [„ÞRÓUN" ÞINGRÆÐISINS bám ís- lendingar þó því miður ekki gæfu til að leggja neitt til málanna, einfaldlega vegna þess að útgáfa þjóðveldisins af þingræði misheppnaðist. Því tókst hvorki að verjast ásókn vaxandi stór- höfðingjaveldis (Sturlungar og þeir allir) né heldur ásælni erlends kon- ungs. Þaðan af síður tókst þingræðinu (sem mættí kannski í reynd kenna ffekar við veldi sveitarhöfðingja þar sem vom goðarnir en lýðræði) að finna lausnir á nýjum aöstæðum og nýjum vandamálum sem gerðu vart við sig í áranna rás - og birtíst augljós- ast í vaxandi einangrun landsmanna þegar siglingar þeirra sjálfra lögðust að mesm af. Og umfram allt: áhrif hins íslenska þingræðis á aðrar þjóðir og tilhögun mála þar urðu alls engin. Landið ein- angraðist æ meir og brátt vissi ekki nokkur maður að hér hefði einhvem tíma verið vísir að þingræði. Þegar þingræðisþróun hófst í Evr- ópu skipti Alþingi íslendinga engu máli fyrir þróun þess. Því miður. ÞÁ VIRÐIST BILL CLINT0N lrka á villi- götum þegar hann virðist telja - líka í Mogganum að þingstofnun íslend- íslendingar fengu upp í hendurnar... stórkost- leg tækifærí þar sem voru ferðir Bjarna Herjólfssonar, Leifs heppna og Þorfinns karlsefnis til Ameriku. En þáþegar - snemma á elleftu öld - var ein- angrunarhyggja íslendinga orðin svo rík í farí hinnar nýju þjóðar að þeir nenntu ekki að nema ný lönd. Fyrst og fremst inga hafi verið einhvers konar við- brögð við misnotkun á valdi ríkis- valdsins. Því fer auðvitað fjarri því þing var stofnað einmitt af því það vantaði allt ríkisvald í landnáms- byggðimar. Það var stofnað til að koma á lögum og reglu, en ekki til að hamla gegn ofurvaldi laga og reglna og hvað þá „misnotkun valds" eins og Clinton virðist telja. Og það má halda því ff am að hin stóm mistök sem hin- ir fyrstu stofnendur Alþingis hafi gert, hafi einmitt verið að koma hér ekki á neins konar framkvæmdavaldi sem hefði getað fylgt eftir hinum skárri samþykktum þingmanna. En Grímur geitskór, Úlfljótur og þeir félagar höfðu náttúrlega ekki les- ið Montesquieu sem ekki fyrr en á 18. öld kom ffam með fullmótaða kenn- inguna um æskilega þrískiptíngu rík- isvaldsins í framkvæmdavald, dóms- vald og löggjafarvald. NÚ ER AUÐVITAÐ ENGIN ÁSTÆÐA til að elta alltaf ólar við það þótt eitthvað kunni að vera missagt eða athugavert við hin finni blæbrigði í kurteisishjali erlendra gesta, jafnvel þótt um Bill Clinton sé að ræða. En við megum þó vel gæta okkar á því að fara ekki að trúa öllu slíku hjali. Og halda að við skiptum einhverju máli í „þróun þing- ræðis" í veröldinni. Við höfðum tæki- færi til þess en létum það úr greipum okkar ganga. Bæði með því að klúðra því þingræði sem hér var orðið til og ekki síður með því að einangrast svo hér á norðurhjara að engir gám dreg- ið lærdóma af fordæmi okkar. ÞAÐ SKRÝTNA ER að þetta á lfka við um tvennt annað af því merkilegasta sem við tókum okkur fyrir hendur á þjóðveldisöld. Og sem við stæmm okkur þó sífellt af. Annars vegar em íslendingasög- umar sem vom á sinn hátt stórkostleg nýjung í bókmenntum heimsins en hin meira og minna sjálfskipaða ein- angmn landsmanna gerði að verkum að ekkert fr éttíst af þeim bókum til út- landa fyrr en mörgum öldum seinna. Þess vegna á það sama við um þær og þingræðið; þær skipta engu máli í sambandi við „þróun bókmennta" í heiminum þótt þær séu vissulega merkilegur kafli í „sögu bókmennt- Vinsælasti og þekktasti heimspekingur þjóðarinnar er Gunnar Dai. Þarfað segja fleira? Myndlistarinnar? Er Svissiendingurinn Dieter Roth. Eyjamenningar? Eyjamenning heimsins er fjölbreytt. Okkarframiag eru Vestmannaeyingar. Lögvísinda? Hin merka bókJónsbók. Friðunar fiskimiða? Okkarhelsta framlag þará bæ eru hval- veiðar. HINSVEGAR ERU LANDAFUNDIRNIR. ís- lendingar fengu upp í hendumar, ásamt bræðrum sínum og systrum í norrænu byggðunum á Grænlandi, stórkostleg tækifæri þar sem vom ferðir Bjama Heijólfesonar, Leife heppna og Þorfinns karlsefnis til Am- eríku'. En þá þegar - snemma á elleftu öld - var einangmnarhyggja íslend- inga orðin svo rík í fari hinnar nýju þjóðar að þeir nenntu ekki að nema ný lönd. Eða höfðu altént ekki þrek til þess. Mórallinn í sögunni? Vömmst ein- angrun landsins? Vörumst innantómt sjálfshól? Nikkum kurteislega þegar Clinton kemur í heimsókn en látum okkur ekki vel líka þótt hann fari með fleipur um mikilvægi okkar? Hlugijökulsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.