Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2004, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2004, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST2004 Fréttir DV Búféétur golfvöll Búfé hefur undanfarið skemmt golfvöll Golfklúbbs Homafjarðar í Silfumesi með því að éta ný- græðinginn og spyma upp jarð- veginum. Daglega þarf að reka kindur af vellinum, en þær muna ekkert stundinni lengur og koma aftur jafn- harðan. Telja vallarstarfs- menn að alltaf sé um sömu kindumar að ræða. Vegna ástandsins hefur bæjarráð hótað því að fénu verði slátrað samkvæmt 5. grein samþykktar um búfjárhald á Höfin. Salamismygl- ari á Leifsstöð Tollverðir stöðvuðu Davíð Guðjónsson, pistíahöfund á Deiglunni á dögunum og gerðu salamiálegg sem hann hafði keypt á Kastmp upptækt. Tollverðimir sögðu það ólöglegt að koma með salamiálegg inn í landið. „Ég er fullur iðrunar eftir þetta brot mitt en það sem verra er, ég hef óafvitandi áður gerst brotíegur salami- smyglari," segir Davíð í pistli sínum og bætir við: „Sem löghlýðinn borgari mun ég nú tilkynna brot mitt til yfirvalda og taka út tilhlýðilega refsingu." Finnst þér Sjónvarpið leggja ofmikla áherslu á íþróttir? Súsanna Svavarsdóttir fjölmiölakona „Maðurer skyldaður til þess að borga vöru sem maður hefur engan dhuga d. Þetta fer alveg rosalega i taugarnará mér. Það getur verið að þeir sem stjórna RÚV hafi áhuga á þessu, en sjónvarpið erekki fyrirþá held- ur þjóðina. Þetta er bara ofbeldi sem er löngu gengið alltof langt. I sumar hefur manni ver- ið misþyrmt bæði með Evrópu- keppni í fótbolta og svo ólymp- íuleikunum. Þeir þyrftu að leggja sér rás undir þetta fyrir áhugasama." Hann segir / Hún segir „Þetta er ofmetið sjónvarpsefni. Allt ergott I hófi. Mér finnst þetta alltofmikið. Ég hefgam- an afíþróttum en bara í hófí. Mér fínnst allt vera gottí hófi. Minn íþróttaáhugi takmarkast við það að fara á Þróttaraleika. Ég er hlynntur Ríkissjónvarpinu og fínnst allt i lagi að greiða mín afnotagjöld. Er ekkert sér- staklega á móti því sem þar er sýnt". Halldór Gylfason leikari Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður óttaðist um líf sitt og heilsu og kærði Garðar H. Björgvinsson bátasmið fyrir líflátshótun. Garðar skrifaði Helga bréf þar sem hann sagðist ætla að drepa hann og elta hann á röndum. Garðar segist ekki hafa meint hótunina bókstaflega heldur verið að etja Helga í sig. Lögregla hefur gefið út ákæru á hendur honum. Saksóknari Lögreglunnar í Reykjavík hefur gefið út ákæru á hendur Garðari H. Björgvinssyni fyrir að hafa hótað Helga Jó- hannessyni hæstaréttarlögmanni að drepa hann og elta hann á röndum. Málið verður tekið fyrir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Garðar segir að hótunin hafi falist í því að drepa Helga með „pennanum". í ákæru Lögreglustjórans í Reykjavík segir að Garðar sé ákærð- ur fyrir að hafa í bréfi í janúar hótað því að Helgi og umbjóðandi hans Sigfús Guðmundsson yrðu báðir „drepnir" og jafnframt hótað Helga með eftirfarandi orðum: „Þú Helgi! Þig mun ég vakta og elta á röndum þar til öll þjóðin þekkir þig eins og þú ert.“ í ákærunni segir að efni bréfsins hafi verið til þess fallið að vekja hjá Helga ótta um líf sitt, heil- brigði og velferð sína. Saksóknari lögreglunnar, Egill Stephensen, krefst þess að Garðar verði dæmdur til refsingar. Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavrkur í næstu viku og þar er Garðar kvaddur til að koma fýrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Ætlaði að drepa hann með pennanum Garðar segir í samtali við DV að það sé fjarstæða að kæra hann fyrir morðhótun. „Þetta var bragð hjá mér til að koma málinu á framfæri og etja Helga í mig,“ segir hann. „Ég sagðist ætla að drepa hann með pennanum. Ég meinti að ég myndi skrifa þannig um hann að fólk fengi að vita hvaða mann hann hefði að geyma,“ segir hann. Garðar hefur horn í síðu Helga eftir að hann var lögmaður Sigfúsar sem Garðar sakar um að hafa stolið af sér báti úr bátastöð sinni og gert sig gjaldþrota. „Sigfús skuldaði mér þrjár milljónir í peningum plús krókaleyfi sem er 8 milljóna virði í dag.“ Garðar höfðaði dóms- mál, flutti það sjálfur en tap- aði. „Það var Helgi Jóhannes- son sem stóð fyrir því að bátnum var stolið," segir Garðar. „Það er búið að eyði- leggja líf mitt.“ Ég er fjölskyldumaður þannig að maður veit ekki til hvers hann er líklegur. Hefur hótað mér áður Helgi Jóhannesson segir að hann þekki til þess að Garðar eigi ofbeldissögu að baki. „Hann hefur hótað mér áður og nú gerði hann það skriflega og mjög beinskeytt þannig að mér fannst rétt að láta lögregluna vita af því,“ segir Helgi. „Ég er fjölskyldumaður þannig að maður veit ekki til hvers hann er líklegur," segir Helgi en vili ekki fara nánar út í forsögu málsins. Rassskellti mann og fór í fangelsi „Eg hata engan mann en ég get orðið reiður þegar það er farið illa að mér," segir Garðar. Hann hefur einu sinni verið dæmdur fyrir lík- amsárás, fyrir 20 árum og fékk þriggja mánaða fangelsi. Hann ienti í úti- stöðum við lögfræðing sem hann taidi ósvífinn „og ég tók í hann, tók niður um hann buxurnar og hýddi hann“, segir Garðar. „Faðir minn kenndi mér þegar ég var átta ára að ég ætti aldrei að ljúga, aldrei að stela og aldrei leggja hendur á konur en karlmenn vaða ekkert yfir þig, drengur minn, sagði hann við mig,“ segir hann. Vill efla íslenskt siðferði Garðar vinnur að því að koma á fót vikublaði þar sem kristileg gildi verði í hávegum höfð. Hann er einn stofnenda Framtíðar íslands sem vilja beita sér fyrir því með þýskum guðspekingi að koma á nýju sið- ferði á íslandi í anda kristinnar trú- ar. „Blaðið á að heita Sannleikur- inn. Það þarf að yfirtaka ísland með nýju siðferði þar sem kærleikurinn er ofar öllu og íslendingar segi ekki nema það sem þeir geta staðið við frammi fyrir öllum," segir Garðar. En áður en hann stofnar hið nýja dagblað með stuðningi kristilegrar þýskrar hreyfingar, þarf hann að verjast ákæru lögreglunnar um morðhótun fyrir dómi. kgb@dv.is Helgi Jóhannesson Segist þekkja til ofbeldis- sögu Garðars og fannst ástæða til að láta lögreglu vita afhótunum hans. DV-samsett mynd. Garðar H. Björgvinsson Skrifaöi Helga Jóhannessyni lögmanni bréf þar | sem hann sagðist ætla að drepa hann og elta hann á röndum. Segir fjar- stæðu að fá ákæru fyrir morðhótun þar sem hann hafi einungis ætlað að skrifa illa um lögfræðinginn. Hann heldur ótrauður áfram starfi slnu við að koma á kristilegu siðferði á fslandi. DV-samsett mynd. Málum bjargað eftir að kynningarstjórinn fór í enska fótboltann á Skjá einum Hallur & Hafstein opna Þjóðminjasafnið Hallur Hallsson, fyrrverandi fréttamaður með meiru, og félagi hans Júlíus Hafstein, fýrrverandi borgarfulltrúi, hafa verið ráðnir til að sjá um kynningar fyrir Þjóð- minjasafnið sem opna á að nýju í næsta mánuði. Eins og kunnugt er hrökk Snorri Már Skúlason úr skaftinu sem kynningarstjóri Þjóðminjasafnsins þegar honum var boðið að annast enska boltann á Skjá einum. Lá nú mikið við hjá Þjóðminjasafriinu því mörgu er þar að sinna á lokasprett- inum áður en safnið verður opnað að nýju í næstu viku eftir sjö ára ítarlegt hlé. Þeir Hallur og Júlíus eru auðvit- að þrautreyndir í kynningum á ýmsum viðburðum á vegum stjórn- valda. Júlíus stóð til dæmis í brjósti fylkingar við undirbúriing Kristni- tökuhátíðarinnar á Þingvöllum og var ásamt Halli aðalsprauta ríkis- valdsins í 100 ára heimastjórn- arafmælinu sem enn mun standa. Enduropnun Þjóðminjasafns- ins hefur ítrekað verið frestað frá því endurbæturnar hófust árið 1997. f vor var sagt að endanleg út- gáfa á opnunardeginum væri 1. september næstkomandi. Við þá dagsetningu er ætíunin að standa. Því hefur nánast verið unnið dag og nótt í sumar við að gera allt klárt. Hallur Hallsson og Júlíus Hafstein Kynna opnun Þjóð- minjasafnsins eftir að Snorri MárSkúlason fórlensku knattspyrnuna á Skjá einum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.