Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2004, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2004, Blaðsíða 25
DV Fókus FIMMTUDACUR 26. ÁGÚST2004 25 Ómar Örn Hauksson fór í Perluna til að hitta Morgan Spurlock, manninn sem át bara McDonalds í heil- an mánuð og gerði um það heimildarmynd. Myndin var frumsýnd hér á landi í gær en hún hefur vakið athygli um allan heim. Spurlock segir meðal annars frá því að Subway hafi reynt að kaupa fimm milljón eintök af myndinni á DVD og hvers vegna Bandaríkjamenn séu svona feitir. Morgan Spurlock fékk hugmynd- ina að myndinni Super Size Me árið 2002 þegar hann sá frétt þess eðlis að tvær unglingsstúlkur hefðu farið í mál við McDonalds og kennt þeim um holdafar sitt. Lögmenn McDon- alds fussuðu og sveiuðu og sögðu að matur sem skjólstæðingur þeirra byði upp á væri meinhollur og öllum til bóta. Spurlock fékk þá þessa snilldarhugmynd að sannreyna þessa staðhæfingu. Að borða ekkert nema McDonalds-mat í einn mán- uð og athuga hvort að það hefði ein- hver veruleg áhrif á hans heilsufar. Einnig langaði hann að komast að því af hverju Bandaríkjamenn eru svona helvíti feitir. Alvöru sveitamaður Hvaðan ertu? „ÉghefbúiðíNewYorkíu.þ.b 13 ár en ég ólst upp í Vestur-Virginíu sem er ekki ólík Reykjavík að mörgu leyti. Ég ólst upp á heimili þar sem mamma eldaði ofan í okkur á hverju kvöldi og foreldrar mínir hvöttu okk- ur til þess að hreyfa okkur. Við fór- um kannski einu sinni í mánuði út að borða." Oghvenær fékkstu áhugann áþví að starfa íkvikmyndageiranum? „Alveg frá því að ég var krakki hefur mig langað til þess að búa til bíómyndir. Þegar ég var 18 ára byTj- aði ég að vinna í bransanum. Öll skítastörf sem maður gat fengið en smátt og smátt náði ég að vinna mig upp á þann stað sem ég er á í dag." Borðar nánast allt Nú virðist þú vera frekarhraustur maður. Hvemig voru matarvenjur þínar áður en þú tókst á við þetta verkefni? „Ég hugsa svoh'tið um heilsuna, fór meira að segja í gymmið í morg- im en þrátt fyrir það segi ég ekki nei við góðri steik eða hlussuís. ís og Guinnes er örugglega mínir helstu lestir þér að segja. Annars borða ég eiginlega það sem ég vil," segir Spur- lock en bendir á að kærasta hans sé grænmetisæta sem hefur vissulega áhrif á hann. Hvernig var skyndibitaiðnaður- inn íþínum huga áður? „Aður en ég byrjaði á myndinni voru skyndibitabúllurnar staðir sem ég fór sjaldan á og ég hugsaði ekki mikið um. Einu stundimar sem ég fór á t.d. McDonalds var þegar ég var að ferðast og maður neyðist til þess að borða þetta - valkostir manns em orðnir nánast engir." Bandaríkjamenn eru latir Þú spyrð í myndinni af hverju Bandaríkjamenn séu svona feitir og kemst að ákveðnari niðurstöðu. En af hverju eru þeir svona blindir á sína eigin fitu og lífshætti? „Hreinlega af því að við sem þjóð emm mjög löt. Við viljum allt strax, núna og skyndibitinn þjónar þeim tilgangi." Er hægt að selja hollan skyndi- bita? „Svo sannarlega og það er þegar gert. Ég bý í New York þar sem ég get pantað allan andskotann og fengið hann sendan heim til mín," segir Spurlock og heldur áfram: „Bandaríkjamenn setja heilsu sína í þriðja sæti þegar kemur að lífshátt- um, í fyrsta og öðm em peningar og veraldlegir hlutir sem eiga að gera okkur hamingjusöm. Þess vegna vinnum við eins og hestar til þess að reyna að ná þessari „hamingju" og emm síðan of löt til þess að kaupa inn og elda góða máltíð. Börnin okkar eiga svo eftir að taka þetta upp eftir okkur. Eitt af því sem eyk- ur neysluna á skyndimat er verðið. Þessi matur, í Bandaríkjunum alla- vega, er mjög ódýr. Við tókum á því í myndinni, en fómm ekki mjög djúpt í það vegna þess að ég viidi ekki að fólk myndi segja að þetta vandamál ætti þá bara við fátæka en ekki hinn almenna millistétt- armann." Ég er ekki and-Ameríkani Nú hafa myndir eins og Faren- heit 9/11 eða Bowling for Col- umbine ekki sýnt bandarískt þjóð- félag í hinu besta ljósi og þú gerir smá grín að þessari fituboiluþjóð. Heldur þú að þessar myndir hafi slæm áhrifá ímynd Bandaríkjanna? „Það er mikilvægt að benda á vandamál þjóðarinnar og sýna þeim hlutina í réttu Ijósi. Ég hef verið spurður af hverju ég og Michael Moore séum að gera svona andam- erískar myndir en ég held að það að gera svona mynd sé mjög þjóðrækn- islegt og þjóni landsmönnum mín- um gífurlega með því að benda á vandamálið og segja að það þurfi að gera eitthvað í þessu. Og það hefur virkað. Fólk vill ekki láta lesa yfir sér og það lokar á það um leið og það gerist en þegar maður h'tur á hlutina í léttara ljósi og getur líka hlegið að þeim þá virka þeir betur á fólk." Heldur þú að þessi mynd eigi einhvers staðar heima annars stað- ar en íBandaríkjunum? „Guð minn almáttugur svo sann- arlega. Fyrir utan heilsuvandamálin sem fylgja þessum lifhaðarhætti þá eiga lönd eins og Island og lönd alls staðar í heiminum á hættu á að missa sín eigin einkenni vegna þess að þau eru búin að taka upp þessa bandarísku ímynd sem staðir eins og þessir koma með. Þið verðið að spyrja ykkur hvort að þið viljið líta út eða bragðast eins og Bandaríkin, því það er það sem mun gerast. Þið verðið að halda í ykkar menningu, hvort sem það er matarmenning eða eitthvað annað því fyrr en seinna munu keðjurnar ná yfir- höndinni ef ekkert er gert í málun- um. Ég vil ekki að heimurinn h'ti út eins og Kansas, því að ég hef komið þangað og það er ekki fallegt." Blekkingar skyndibitakeðj- unnar Var það göfugt markmið að gera þessa mynd? „Mér fannst það mjög mikilvægt því að við sem þjóð erum búin að missa svo mikið af því sem gerði þetta svo gott. Móðir mín eldaði allt upp í mig og það er mjög erfitt að sjá þá hefð deyja út og það eru allt of margir í dag sem hreinlega kunna ekki að elda og kjósa þess vegna að borða þetta rusl sem er boðið upp á vegna þess að það er fljótlegt og ódýrt." Hvað finnst þér um að fóik skuli vera að fara ímál við þessi fyrirtæki ogkenna þeim um offitu sína? „Það eru mun betri aðferðir til þess að taka á málunum en að fara í mál en þetta er það sem við gerum best, að kæra aðra, kenna þeim um vandamál okkar og græða á þeim. En mér finnst að það séu til betri að- ferðir eins og t.d. að gera bíómynd." Ég hef tekið eftir að McDonalds hér heima hefur verið að auglýsa grimmt nýja heilsurétti á sínum matseðli. Heldurþú að það sé vegna sýningar myndar þinnar? „Þeir halda því fram að þessir matseðlar hafi verið í burðarliðnum svo mánuðum skipti og þessi mynd hafi ekki haft nein áhrif á ákvörðun þeirra. En ef þetta er planað svona mikið fram í tímann af hverju eru þá ekki næringargildisupplýsingarnar í þessum bæklingum? Afhverju get ég hvergi séð hvað er í þessum heilsu- réttum á staðnum? McDonalds eru snillingar í að villa um fyrir neytend- um sínum. Neytendur fá þessa heilsusamlegu ímynd frá fyrirtæk- inu og það er gott fyrir viðskiptin. Það lætur þá líta út fýrir að þeir hafi umhyggju gagnvart viðskiptavinin- um." Hver voru viðbrögð samkeppnis- aðila McDonalds, eins og t.d. Burger King? „Þeim létti gífurlega og héldu að þarna hefðu þeir komist undan gíf- urlegu áfalli en það sem ég held að muni gerast er að McDonalds mun nú fyrir árslok afnerna Super Size valkostinn í öllum sínum útibúum og ég held að allar aðrar keðjur muni hljóðlega gera það sama. Og það er ástæðan fyrir því að ég kaus McDon- alds sem skotmark því að þeir eru stærstir og sterkastir og allir aðrir hafa fetað í fótspor þeirra varðandi þjónustu og viðskiptahætti." Boðið gull og grænir skógar Hafa önnur íyrirtæki haft sam- band við þig og boðið þér gull og græna skóga? „Subway höfðu samband við mig eftir að myndin kom út og buðust til þess að kaupa fimm milljón eintök af DVD-disknum til þess að gefa við- skiptavinum sínum ef þeir kaupa fyrir ákveðna upphæð. Ég sagði þeim að þetta væri hræðileg hug- mynd og þetta myndi aldrei gerast því að mér finnst þeir ekkert betri en hinir. Mér finnst það mjög vafasamt af fyrirtæki að predika yfir börnum að eina leiðin til þess að léttast er að borða þeirra vörur eins og Jared, sem ferðast um skóla landsins og hvetur börn að gera eins og hann. En það versta er að það er til fólk um öll Bandaríkin sem trúa þessu sem eralveg ótrúlegt." Hvað fínnstþér um það að heim- ildarmyndarformið eraðfá gífurlega athygli upp á sfðkastið og virðist vera að ná meira til fóiks og hafa meiri árangur en áður? „Ég held að ástæðan fyrir þessu sé sú að raunvöruleikasjónvarp er orðið svo vinsælt þannig að fólk sem hefur aldrei haft áhuga á heimildar- myndum fær þetta næstum á hverj- um degi og finnst formið athyglis- vert. Við erum líka orðin svo þreytt á því að fá alltaf brot af sannleikanum af því að sjónvarpsstöðvarnar eru í eigu eða eru styrktar af stórfyrirtækj- um sem hafa hag að verja. Þess vegna er heimildarmyndin í raun- inni það síðasta frjálsa form til þess að benda á hin ýmsu málefni því að það er engin sem situr yfir þér og segir þér hvað þú mátt og mátt ekki gera," segir Spurlock og ríkur í burtu á meðan ég skelli mér á næstu borg- arabúllu. „Þið verðið að halda íykkar menningu, hvort sem það er matarmenning eða eitthvað annað því fyrr en seinna munu keðjurnar nó yfir- höndinni efekkert er gert í máiunum. Ég vii ekki að heimurinn líti út eins og Kansas, því að ég hefkomið þangað og það er ekki fallegt." -<r <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.