Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 Fréttir T3V Áfram tafir við Ólafsfjörð Unnið er að viðgerðum á veginum í Ólafsfjarðar- múla og bú- ast má við töfum á veg- inum af þeim sökum næstu daga. Öku- menn stórra flutningabif- reiða eru beðnir um að hafa samráð við verkstjóra á staðnum. Ólafsfjarðarveg- ur við Bustabrekku er enn lokaður vegna vatns- skemmda sem og þjóðveg- urinn á Ströndum frá Bjarnarfirði að Norðurfirði en búist er við að takist að opna hann á næstu dögum. Kindur í sjálfheldu Björgunarsveitin á Drangsnesi var í gær kölluð til þess að aðstoða Bjarn- firðinga á Ströndum við að bjarga kindum. Kindurnar sem gátu sig hvergi hreyft höfðu lent í sjálfheldu vegna mikilla vatnavaxta í Bjarnfjarðará. Mikið vatn hafði safnast í kringum kindurnar og óttuðust menn að áin græfi undan þeim. Björgun kindanna gekk vel en Strandvegi var lokað norðan Bjarnfjarðarár vegna hættu á aurskriðu. Bíllausi dagurinn Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur. „Bfllausi dagurinn er nauðsyn- legt framtak til að vekja okkur til umhugsunar um hvort viö þurfum aðnota bílana okkar f þeim mæli sem við gerum. Er ég.hér meðal annars að hugsa um útblástur gróöurhúsaloft- tegunda og þá ógnun sem virðist vera þar á ferðinni. Hitt er annað mát að veðrið í dag skemmir kannski fyrir því það errigning víða um land." Hann segir / Hún segir „Ég sæi mig nú sjálfa í anda fara ööruvlsi en á bílnum - ekki nema þá efég væri I mjög stuttu göngufæri. Kannski er það bara ég sem er svona háö bllnum mlnum. Það hljómar vel að hafa einn dag á ári sem bíllausan en ég held að það séu ekki margirsem sleppi bílnum og taki strætó bara þess vegna. Iþað minnsta var ekki minni umferð á leiðinni í vinnuna Imorgun en Igær.‘‘ Halldóra Maria Einarsdóttir, fyrrverandi stjórnandi bllaþáttar á Skjá einum. Víkingasveit með nýliðanámskeið hélt vöku fyrir íbúum i Þorlákshöfn. Sprengingarnar heyrðust alla leið á Selfoss. Hólmfríður Þorvaldsdóttir sem á von á tviburum allra næstu daga, gat ekki sofið og þurfti að leita læknis vegna of hás blóðþrýstings. Jón Bjartmarz yfirmaður Vikingasveitarinnar segir málið verða skoðað. Ótrísh á spílala efHr sprenglngir sérsveitar Sprengingar sérsveitar Ríkislögreglustjdra í Selvogi héldu vöku fyrir íbúum í Þorlákshöfn og heyrðust alla leið á Selfoss. Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn fékk fjölda símtala í gær vegna málsins og ætlar að skoða hvers vegna fólk ekki sofið vegna æfinga sem hafa verið eins frá árinu 1983. Hólmfríður Þorvaldsdóttir er komin vel á níunda mánuð, gengur með tvíburum og er búsett í Þorláks- höfn. Hún var lögð inn á sjúkrahús í gær eftir skelfilega nótt þar sem hún átti von á því versta. Hún hélt að heimurinn væri að farast. „Dynkirnir skullu á húsinu okkar l£kt og hljóðbylgjur og mér datt ekk- ert annað í hug en náttúruhamfarir. Við hjónin lágum skjálfandi í rúm- inu þar til ég treysti mér í símann og hringdi í Almannavarnir. Þar var mér sagt að víkingasveitin væri með sprengjuæfingu í Selvogi," segir Rúnar Birgisson, eiginmaður Hólm- ffíðar, sem er aðstoðarverslunar- stjóri hjá Bónus á Selfossi og þurfti að taka sér frí í vinnunni í gær. Hólmfríður eiginkona hans var hins vegar lögð inn á sjúkra- hús með of háan blóðþrýst- ing. „Þetta voru rosalegar sprengingar sem stóðu yfir frá klukkan hálffjögur um nóttina og fram til hálffimm," segir Rúnar sem er enn að ná sér. Kon- an hans verður á sjúkrahúsi næstu daga og jafhvel fram að fæðingu eftir tvær vikur. „Ég hélt að það væri að verða risa jarðskjálfti. Þetta var óhugnanlegt því maður vissi fyrst ekkert hvað þarna var að gerast," segir Rúnar. „Við höfum verið að æfa þarna frá árinu 1983 og aldrei fyrr hefur verið kvartað," segir Jón Bjartmarz, yfirmaður sérsveitar lögreglunnar. Hann viðurkennir að sprengiefni hafi verið notað við æfingarnar sem eru fyrir þá sem vilja verða sérsveit- armenn en segir allt sem fari fram á æfingunum trún- aðarmál. „En þetta verður skoðað áður en við gerum þetta aftur. Við viljum ekki raska næturró fólks." Dynkimir skullu á húsinu okkar líkt og hljóðbylgjur og mér datt ekkert annað i hug en náttúru- hamfarir. Víkingasveitar- maður Æfðu sig með sprengiefni í Selvogi og hræddu nærþví liftóruna úr hjónum I Bilun hjá Express Bilun í hæðarstýri í flug- vél Iceland Express á Kefla- víkurflugvelli í gær raskaði flugi félagsins til London. Varahlutir sem til þurfti voru ekki til hér á landi og því þurfti leiguvél að fljúga með þá til landsins. Viðgerð átti að ljúka síðdegis í gær en einnig varð seinkun á flugi til Kaupmannahafnar. Flug- áætlun kvað á um brottför kl. 14.50 en var seinkað til 22.30 og því þurftu farþegar að bíða nokkuð uppi í Leifs- stöð í gær. Löggubíl stolið af stöðinni Rúmverska lögreglan rannsakar nú hveniig á því getur staðið að lög- reglubfl var stolið um há- bjartan dag fyrir utan höf- uðstöðvar lögreglunnar í Búkarest. Svo virðist sem enginn af 2.000 starfs- mönnum stöðvarinnar hafi orðið var við þjófnað- inn. Lögreglustjórinn í Búkarest segir að þetta sé ekki í fýrsta skipti sem lögreglubíl sé stolið í borginni. „En þetta er í fyrsta skipti sem slíkt ger- ist fyrir ffaman augun á þúsundum lögreglu- manna," segir hann. Sennilegt er talið að þjóf- urinn hafi verið dulbúinn sem lögreglumaður. Berjatínsla stoppar járnbraut Sjötugur maður olli tölu- verðum truflunum á lesta- samgöngum í Þýskalandi þar |sem talið var að Jhann ætíaði að ■jfyrirfara sér með Iþví að kasta sér sfyrir lest á braut einni í grennd við Colonge. Sjónarvottar tóku eftir því að maðurinn gekk þvers og kruss yfir lestarteinana en þegar lögreglan kom á stað- inn kom í ljós að maðurinn var við berjatínslu. Alls mun áætíun 11 lesta hafa seinkað vegna þessa og öll lestarum- ferð á milli Colonge og Aachen lá niðri í 40 mínútur. Dávaldurinn Sailesh í Reykjavík Öryggismál í samgöngum Dáleidd barstúlka stundi Mörgum gestum á barnum Thorvaldsen við Austurstræti brá í brún á þriðjudagskvöldið þegar barstúlka á staðnum byrjaði að stynja á munúðarfullan hátt. Dávaldurinn Sailesh, sem halda mun sýningar hér á landi, kom við á bar með fylgdarliði sínu eftir að hafa borðað á veit- ingastaðnum Apóteki. Mikil stemning var í kringum Sai- lesh og félaga hans sem léku sér með listir sínar á barnum, starfs- fólkinu til mikillar skemmtunar. Mesta athygli vakti þegar dá- valdurinn náði að sannfæra unga barstúlku um að bregða á leik sem varð á endanum hálfneyðarlegur fyrir stúlkuna. Dávaldurinn mun hafa dáleitt barstúlkuna þannig að í hvert skipti sem hann snerti hönd hennar stundi hún líkt og hún væri í kynlífsleik. Félagar dávaldsins og aðrir gestir staðarins munu hafa skemmt sér vel og hlegið að til- tækinu sem mun hafa verið ansi tilkomumikið. Stúlkan mundi ekkert hvað gerst hafði þegar hún var vakin upp. Vilia jarðqönq í allar áttir frá Isafirði Bæjarráð fsafjarðarbæjar vill að jarðgöng verði skipulögð á milli ísafjarðar og Bolungarvíkur annars vegar eða Isafjarðar og Súðavíkur hins vegar. Á síðasta áratug voru boruð jarðgöng á milli ísafjarðar, Flateyrar og Suðureyrar og verði gengið að kröfum ísfirðinga verða jarðgöng í allar áttir frá bænum. Hugmyndin um önnur jarðgöng kom fram á fundi ráðsins þegar greinargerð vinnuhóps um öryggis- mál vegarins milli Súðavíkur og Bolungarvíkur var kynnt. í bókun bæjarráðs segir að bættar og ömgg- ari samgöngur styrki ísafjörð sem byggðakjarna fyrir Vestfirði. Þá legg- ur bæjarráðið áherslu á að full ástæða sé fýrir sveitarfélögin við ísafjarðardjúp að knýja á um jarð- göng þar sem þau séu eini raunhæfi valkosturinn þegar horft er út frá ör- yggi í samgöngum á svæðinu. Bæj- arráðið hyggst óska eftir fundi með Bolungarvíkurkaupstað og Súðavík- urhreppi vegna samgöngumála og annarra hagsmunamála. Fréttavef- urinn Bæjarins besta á ísafirði fjall- aði ítarlega um málið í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.