Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Page 15
DV Fréttir
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 15
Blóðgjafar
fá tvo bjóra
Almenningi í
Tékklandi er nú boð-
ið upp á tvo stóra
bjóra í hvert sinn sem
gefið er blóð í blóð-
banka þar í landi. Þar
að auki er þeim boðið
upp á fría áskrift að
bjórtímariti. Hin fimm «
daga langa St. Wencesl-
as bjórhátíð hefst í Prag í
dag og mun sérstök rúta
keyra blóðgjafana í blóð-
bankann allan tímann.
Heilbrigðisyflrvöld eiga von
á mikilli þátttöku í blóð-
gjöfinni að sögn staðar-
blaða.
Flísalagður
útsýnisturn
Ferðamönnum verður
framvegis vísað á nýjan út-
sýnisstað í Reykahólasveit.
Eftir miklar endurbætur á
kirkjuturni Reykhólakirkju
er hann nú aðgengilegur
fyrir gesti og gangandi. Að
því er segir á heimasíðu
Reykhólahrepps stendur
kirkjan hátt og er gríðarlegt
útsýni yfir Breiðafjörð, yfir
á Skarðsströnd, til Snæ-
fellsjökuls og inn á svokall-
að Borgarland sem sé ein-
hver fegursti hluti sveitar-
innar. Meðal annars voru
settir upp tveir stigar úr
harðviði, flísar lagðar í öll
gólf og turnspíran lýst upp
að innanverðu.
Jack Whittaker Frá þvi Jack
Whittaker vann í lottóinu hef-
ur hann verið fórnarlamb
j endurtekinna innbrota, bæði
á heimili sinu og fyrirtæki.
Jack Whittaker vann stærsta lottóvinning í sögu Bandaríkjanna fyrir tveimur
árum er hann fékk fyrsta vinninginn í Powerball-lottóinu. Vinningurinn var upp á
315 milljónir dollara eða um 25 milljarða króna. Síðan hefur Jack verið fórnarlamb
innbrotsþjófa og glæpamanna. Nú síðast brutust þrír menn inn til hans og fundu
lik í stofunni.
Rafmagn
úr spínati
Vísinda-
menn í Banda-
ríkjunum hafa
fundið upp tæki
sem notar spína
til að breyta
sólarljósi yfir í rafmagn.
Shuguang Zhang við
Massachusetts Institute of
Technology notar þær
frumur í spínati sem gefa
því græna litinn og hæfi-
leikann til að umbreyta sól-
arljósi í orku. „Náttúran
hefur gert þetta í milljónir
ára," segir dr. Zhang í sam-
tali við New Scientist. „En
þetta er í fyrsta sinn sem
okkur tekst að beisla þetta
ferli." Fyrri tilraunir á þessu
sviði hafa mistekist því
undir eðlilegum aðstæðum
hafa ffumurnra þurft að
vera í vatni til ferlið virkaði.
Vetrarsjón-
varp óafgreitt
Útvarpsráð hefur enn
ekki samþykkt vetr-
ardagskrá sjónvarps-
ins. Bjarni Guð-
mundsson, ffam-
kvæmdastjóri Sjón-
varps, kynnti vetrar-
ramma Sjónvarpsins
á fundi útvarpsráðs í
gær. Drög að ramm-
anum voru lögð fram á síð-
asta fundi ráðsins sem hald-
in var 7. júní, eða fyrir
þremur og hálfum mánuði.
en áður hafa verið kynnt
drög að honum. Útvarpsráð
ákvað í gær að afgreiða vetr-
ardagskrána á næsta fundi.
Á hinn bóginn samþykkti
ráðið dagskrárramma út-
varps, Rásar 1 og Rásar 2,
sem Dóra Ingvadóttir, fram-
kvæmdastjóri Útvarps, lagði
fram.
Þrír menn brutust inn á heimili Jacks Whittaker um síðustu helgi
og fundu lík af vini barnabarns hans í stofunni. Jack er þekktur
fyrir að hafa unnið stærsta lottóvinning í sögu Bandaríkjanna.
Um jólin 2002 náði hann fyrsta
vinningi í Powerball-lottóinu og var
verðmæti hans 315 milljónir dollara
eða um 25 milljarðar króna. Síðan
þá hefur Jack verið fórnarlamb inn-
brotsþjófa og glæpamanna á hött-
unum eftir auði hans.
Jack var ekki heima þegar inn-
brotið átti sér stað en hann býr í
borginni Winfield í Vestur-Virginíu.
Lögreglustjórinn þar, John Dailey,
segir að andlát hins 18 ára gamla
Jesse Joe Tribble sem innbrots-
þjófarnir hnutu um tengist ekkert
sjálfu innbrotinu og að ekki væru
grunsemdir um að Jesse hefði verið
myrtur. „Sennilega er ofneysla fíkni-
efna ástæðan fyrir láti hans," segir
Dailey.
Vissu að hann var látinn
Innbrotsþjófarnir þrír munu hafa
verið ktmningjar Jesse Joe Tribble
en þeir eru allir um eða yfir tvítugt.
Dailey segir að lögreglan sé nokkuð
viss um að þeir þrír hafi vitað að
| Unglingar Breskar 15
ára stúlkur drekka oftar
en nokkrar aðrar stúlkur i
heiminum á þeirra aldri.
Breskar 15 ára unglingsstúlkur
Á toppnum í offitu
og neyslu vímuefna
Ný könnun sem gerð hefur verið
á hegðun unglinga og birtist í bók á
vegum The Economist sýnir að
breskar 15 ára stúlkur eru á toppn-
um þegar kemur að hassreykingum,
áfengisdrykkju og offitu. Þær drekka
oftar en nokkrar aðrar stúlkur í
heiminum á þeirra aldri, þær eru í
þriðja sæti hvað hassreykingar varð-
ar og í fjórða sæti hvað offituvanda-
mál varðar.
í frétta blaðsins Daily Mirror um
þetta mál segir m.a. að það komi
síður en svo á óvart að stúlkurnar
eigi við offituvandamál að stríða í
þessum mæli þar sem um 29%
þeirra eyði að meðaltali fjórum tím-
um á dag fyrir framan sjónvarpið.
Hvað varðar stráka á sama aldri
kemur í ljós að þeir bresku eru í
fjórða sæti hvað hassreykingar varð-
ar en þar trónir Kanada á toppinum.
Yfir 36% breskra 15 ára stráka segjast
hafa reykt jónu á síðasta ári.
Jesse var látinn í húsinu. „Þess vegna
brutust þeir inn og stálu töluverðum
verðmætum," segir Dailey. Þre-
menningarnir létu svo lögregluna
vita af líki Jesse daginn eftir innbrot-
ið. Hins vegar náðust myndir af
þeim á eina af öryggismyndavélum
hússins þannig að eftirleikurinn var
auðveldur fyrir lögregluna. Verð-
mæti þýfisins var um ein milljón kr.
Fjöldi innbrota
Frá því að Jack Whittaker vann í
lottóinu hefur hann verið stöðugt
fórnarlamb innbrota, bæði á heimili
sínu og fyrirtæki. Auk þess reyna
aðrir glæpamenn á stundum að ná
af honum peningum. Þannig voru
framkvæmdastjóri nektarbúllu og
vinkona hans ákærð á síðasta ári fyr-
ir að hafa laumað svefnmeðali í
drykk Jacks og síðan rænt af honum
skjalatösku sem innihélt 500.000
dollara í peningum og ávísunum.
Þetta fé náðist aftur.
Fékk átta milljarða útborgaða
Sem fyrr segir nam fyrsti vinning-
ur Jacks 25 milljörðum króna. Hann
ákvað að fá hann allan borgaðan út
strax í stað þess að fá jaftiar greiðsl-
ur á næstu 25 árum. Við það minnk-
aði upphæðin töluvert en Jack gat
samt stungið átta milljörðum króna
í vasann eftir að hafa greitt skatt af
vinningnum.
Mikil fjöldi innbrota í bifreiðar
Lögreglan vararvið
bílainnbrotum
Tilkynnt voru innbrot eða til-
raunir til innbrots í 34 bifreiðar til
lögreglunnar í Reykjavík yfir síðustu
helgi. Sökum þessa vill lögreglan
vara fólk við að skilja eftir verðmæti í
bílum sínum.
Á föstudagsmorgun bárust lög-
reglu fimm tilkynningar um innbrot í
bifreiðar. Þjófarnir voru á höttunum
eftir hljómflutningstækjum, geisla-
diskum og öðrum verðmætum í b£l-
unum. Auk þess var stafrænni
myndavél, tösku og rafmagnsrakvél
stolið úr bifr eiðunum. Þá var tilkynnt
á laugardagsmorgun um fjölda inn-
brota í bifreiðar í miðborginni. Sá
sem þar er talinn hafa verið að verki
var handtekinn um miðnætti á laug-
ardagskvöld eftir að til hans hafði
sést við að brjóta rúður í bflum.
Á sunnudagsmorgun var tilkynnt
að maður væri að brjótast inn í bfl á
bifreiðastæði í miðborginni. Maður
var handtekinn og fannst þýfið í bfl
sem hann var á. Síðar kom í ljós að sá
Innbrot I bifreiðar á laugardagsmorgun
var fjöldi innbrota f bifreiðar í miðborginni
tilkynntur til lögreglunnar.
bfll er lfldega stolinn. Maðurinn var
handtekinn.
Vegna fjölda tilkynninga um inn-
brot og innbrotstilraunir í bifreiðar
vill lögregla ítreka að fólk ffeisti ekki
þjófa með því að skilja verðmæti eft-
ir í bflum sínum. Þetta á sérstaklega
við um tölvur, myndavélar og annan
búnað, töskur, veski, skólatöskur,
fatnað, geisladiska, peninga og ann-
að sem freistað getur þjófa.