Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 Sport DV Schumi spenntur fyrir Kína Michael Schumacher, öku- maður Ferrari liðsins i Formúlu 1 kappakstrinum, er spenntur fyrir móti helgarinnar sem fer fram í Shanghai í Kína. „Við höfum ckki ástæðu til annars en að hlakka til,“ sagði Schumacher. ^ „Miðað við Þa-'r C' -i myndir sem ég hef skoð- að, þá ætti þetta að verða mjög skemmtilegur kappakstur. Þarna er að finna talsvert af krefj- andi beygj- um og öflug- um spyrnu- köflum sem bjóöa upp á fram- úrakstur. Þctta gæti orðið virki- lega f jörugt.“ Þrátl fyrir að vera húinn að tryggja sér titil- inn í ár, er Schumachcr alltaf við saina heygaröshornið. „Eins og alltaf munum viö berjasl fyrir sigri i kappakstrinum," sagði Schumacher. Flóttl úr NHL Íshokkíleikmcnn deyja ekki ráðalausir þó svo að NHI.-deiId- in liggi niðri vegna verkfalls. Nú hafa alls 150 leikmcnn samið við lið í Evrópu og munu leika þar þangað til forráða- menn NHL og eigendur liða ráða l ram úr deilunni, sem snýst um að búa til launaþak á leikmenn. Tékkneska ís- hokkidcildin verður ekki á flæðiskeri stödd því 47 NHL- Icikmenn hafa lagt leið sína þangað og óhætt er að spá hcnni vinsældum í vetur, ef NHI.-deilan leysist ekki í tæka tíð. Allir leikmennirnir eru með ákvæði í samningi sínum þcss efnis að þeir geti snúið aftur í NHL, taki deilan fljótt enda. Það á að vísu ekki við um Svíau Peter Forsberg, fyrrverandi leikmann Colorado Avalanche, en hann lætur gamlan draum rætast og leikur heilt límabil með Modo Hockey í hcimalandi sínu. Keane varar Rooney við Roy Keane, fyrirliði Manchester United, hefur var- að Wayne Rooney við áhan- gendum liðsins og að hann muni eiga í vök að verjast. Kea- ne segir menn í þeirra stöðu þurfa að vera á varðbergi. „Maður verður að velja vini sína af kænsku,“ sagöi Keanc. „Um leið og maður telur sig þekkja einhvern, þá biður viö- komandi mann um eitthvað.'1 Keane sagði mikilvægt að treysta engum og leyfa fólki að njóta vafans. „Ég mun hitta 100 nianns á næstu tveimur vikum og 99 þeirra munu biðja mig um eitthvað," sagði Keane. Njáll Eiösson, þjálfari Vals, segist ekki verða þjálfari Vals á næstu leiktíð þó ekki sé búið að segja honum upp. Hann er ekki sáttur. f skít Ég var bara rekinn í beinni þótt það hafi ekki verið af stjórnarmönnum. Hemmi er í ákveðinni klíku og vissi greinilega hvað hann var að tala um. Ég er líka pottþéttur á að Guðni vissi vel hvað var í gangi. Fannstþér hann ekki vandræðalegur?" Njáll tók við Valsliðinu fyrir síðasta tímabil eftir að það var fallið í 1. deild. Hann gerði þriggja ára samning við félagið með uppsagnarákvæði á ári hverju. Þrátt fyrir að hafa komið Val strax upp aftur og þar að auki unnið deildina segir Njáll að honum verði sparkað þann 1. október næst- komandi. „Þeir geta ekki rekið mig fyrr en 1. október og ég á ekki von á öðru en að þeir láti mig fara þá,‘‘ sagði Njáll sem er verulega ósáttur við framgöngu stjórnar Vals í málinu. „Ég átti fund með stjóminni í dag og það er greinilegt að ég hef ekki það traust frá stjóminni sem ég þarf að hafa.“ Það vakti verulega athygli í þætti Guðna Bergs um daginn þegar hinn eini sanni Hemmi Gunn sagði að það yrði hallarbylting á Hlíðarenda í vetur og margt myndi breytast. Þegar Njáll horfði á þáttinn áttaði hann sig á að eitthvað var í gangi sem hann vissi ekki af. Rekinn í beinni „Ég var bara rekinn í beinni þótt það hafi ekki verið af stjórnar- mönnum. Mér fannst þessi uppákoma mjög furðuleg en vildi eiginlega ekki trúa þessu. Hemmi er í ákveðinni klíku og vissi greinilega hvað hann var að tala um. Ég er líka pottþétlur á að Guðni vissi vel hvað var í gangi. Fannst þér hann ekki vandræðalegur?," sagði Njáll og bætti við að þetta hefði ekki verið skemmtileg lífsreynsla. Eins og áður segir sigraði Valur 1. deildina með glans í sumar undir stjórn Njáls en það hefur greinilega ekki verið nóg til þess að heilla stjórnarmenn Vals. Njáll spyr sig að því hvað þurfi eiginlega að gera til að halda starfinu á Hlíðarenda. „Það em mikil vonbrigði að fá ekki að klára verkefnið. Ég er bara notaður í skítverkin og svo látinn fara. Auðvitað er maður ósáttur því ég tel mig hafa gert allt sem ég gat gert með þetta lið,“ sagði Njáll en hann telur eitthvað mikið vera að hjá félaginu. „Menn geta ekki endalaust verið með einhverja fortíðarhyggju. Valur þarf að breyta ýmsu til að eignast lið sem lætur að sér kveða. Það sjá allir að það er eitthvað að þegar félag fellur trekk í trekk. Svo sér fólk stöðuna sem fyrrverandi þjálfarar félagsins, sem kennt hefur verið um föllin, em í. Annar tók lið í 3. deild sem hann er kominn með í 1. deild en hinn stýrði liði í fjórða sætið í úrvalsdeild í sumar. Menn geta því spurt sig hvort slæmt gengi hafi verið þjálfurunum algjörlega að kenna eins og stjórnin vill gefa í skyn. Þetta hlýtur að snúast um mun fleira en það.“ Njáll var óþolinmóður DV Sport sló á þráðinn til Barkar Edvardssonar, formanns knatt- spyrnudeildar Vals, og spurði hann út í málið. „Ég ætla ekkert að tjá mig um Harkaleg lendlng Njáll Eiösson var tolleraður á Hllöarenda fyrir skömmu síðan. Vandamái Njáis varaö enginn virtisthafa áhuga á að grlpa hann á niðurleiöinni. niMtz þetta mál," sagði Börkur í fýrstu en fékkst síðan til þess að opna sig aðeins. „Við erum í þeirri stöðu, Valsmenn, að við ædum ekki niður aftur. Við erum að skoða þessi mál og Njáll var svolítið óþohnmóður. Við erum með stóra ákvörðun í höndunum. Við erum stórt félag með stórt lið og við teljum okkur eiga heima annars staðar en í þessu jójói sem við höfum verið í. Við viljum vera í toppbaráttunni. Það er alveg ljóst. Það er samt á huldu hvað við gerum í þjálfaramálunum," sagði Börkur Edvardsson. henry@dv.is Allt annað en daglegt brauð að þjálfari 1. deildarmeistaranna haldi ekki áfram Gerðist síðast í Vestmannaeyjum fyrir 19 árum Njáll Eiðsson verður fyrsti þjálfari B-deildarmeistara í 19 ár sem fær ekki að stjórna liðinu í efstu deild árið eftir ef svo fer sem horfir að Valsmenn leiti á önnur mið að þjálfara liðsins í Landsbanka- deildinni 2005. Ólafur Þórðarson stýrði Fylkismönnum reyndar til sigurs f deildinni sumarið 1999 en tók við Skagaliðinu áður en því tímabili lauk og yfirgaf Fylki því á eigin forsendum. Allt frá því að Pólverjinn Griegorz Bielatowicz tók við meisturum ÍBV sumarið 1986 af Kjartani Mássyni, hafa þjálfara B-deildarmeistaranna stjórnað liðinu í efstu deild árið eftir. Undir stjórn Bielatowicz endaði ÍBV-liðið hinsvegar í tíunda og síðasta sæti A-deildarinnar sumarið 1986 og fékk aðeins 12 stig úr 18 leikjum. Frá þeim tíma hafa 1. deildarmeistararnir sex sinnum fallið aftur niður í B-deild árið eftir en 13 sinnum haldið sér í deildinni, einu sinni orðið íslandsmeistarar og átta sinnum komust upp í efri hluta deildarinnar. Hér á eftir má sjá lista yfir þá þjálfara sem hafa gert lið sín að B- deildarmeistruum síðustu nítján ár og má sjá mörg stór nöfn í íslenska þjálfaraheiminum á þessum ágæta lista. Aðeins Ólafur og Kjartan héldu ekki áfram með sín lið en Ólafur tók eins og áður sagði strax við Skagamönnum um haustið og hefur verið við stjömvölinn á Akranesi síðan. Þjálfarar meistaranna frá þeim tíma eru eftirtaldir: 2004 Njáll Eiðsson, Val 2003 Milan Jankovic, Keflavik 2002 Þorlákur Árnason, Val 2001 Kristján Guðmundsson, Þór 2000 1999 Logi Ólafsson, FH Ólafur Þórðarson, Fylki 1998 Sigurður Grétarss., Breiðabliki 1997 Willum Þór Þórsson, Þrótti 1996 Ásgeir Ellasson, Fram 1995 Magnús Pálsson, Fylki ' 1994:: Lúkas Kostic, Grlndavlk 1993 Ingi B. Albertss., Breiðabliki ; 1992 Magnús Jónatanss., Fylki 1991 Guðjón Þórðarson, lA 1990 Óskar Ingimundarson, Vlðl I 1989 Jóhannes Atlason, Stjörnunni . 1988 Ólafur Jóhannesson, FH 1987 Youri Sedov, Víkingi 1986 Guðmundur Ólafss., Völsungi 1985 Kjartan Másson, (BV ooj@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.