Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Page 21
TSV Sport FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2004 21 Liverpool varð fyrir griðarlegu áfalli Gerrardfrá ítvo mánuði Treyja Stocktons upp í rjáfur Beckenbauer og Pelé heiðraðir Það var ekki nóg að Liverpool skyldi tapa fyrir Man. Utd á mánu- dag heldur fótbrotnaði fyrirliði þeirra, Steven Gerrard, einnig í leiknum. Fyrstu fréttir af meiðslum Gerrards voru á þá vegu að hann yrði ffá í þrjá mánuði. Gerrard segir það ekki vera rétt. „Ég get ekki séð betur en ég verði frá í tvo mánuði og ekki degi lengur. Ég verð ekki frá í þrjá mánuði," sagði Gerrard í gær. „Ég talaði við skurð- lækninn í gær og hann talar um átta vikur." Þetta eru ekki eingöngu vondar fréttir fyrir Liverpool heldur líka fyrir enska landsliðið enda má það illa vera án Gerrards. Hann mun missa af næstu tveim leikjum liðsins sem eru gegn Wales og Azerbaijan. Hann mun þar að auki missa af sex deildarleikjum og þremur leikjum í meistaradeildinni. Meiðsli Gerrard eru þau sömu og Wayne Rooney varð fyrir á EM í sumar. Hann áttí líka að vera frá í átta vikur en í dag eru liðnar þrettán vikur síðan hann meiddist og hann er rétt byjaður að æfa. „Ég veit að fólk er að tala um að þetta séu sömu meiðsli og hjá Wayne. En það er bara ekki rétt að meiðslin séu eins. Þau er lík en að mörgu leyti ólík. Ég tel mín ekki vera jafn slæm og hans. Ég vona það í það minnsta. Ég hvíli mig bara núna og einbeiti mér að því að komast í slaginn eins fljótt og ég mögulega get. Þetta verður erfitt en ég get það,“ sagði Gerrard. Alltaf í hasar Steven Gerrard, fyrirliöi Liverpool, fær oft ómaklegar móttökur hjá mótherjum sínum. Hér er þaö Ivan Campo sem lætur Gerrard finna fyrir því. 22. nóvember verður mikið um dýrðir í Delta Center í Utah þar sem að heimamenn í Utah Jazz leika heimaleiki sína í N'BA-deildinni. Ætlunin er að heiöra leikstjórn- andann .John Stockton, . sem lék allan sinn 19 " ára feril hengja > / treyju , ( J ’ hans upp í rjáfur. Hann hætti körfuknatt- leiksiðkun árið 2003 og skoraði 13,1 stig og gaf 10,S stoósendingar að meóaltali á glæsilegum ferli meó Jazz. Stockton og framherjinn Karl Malone mynduðu eitt skæðasta sóknarpar í sögu NBA. „Við hlökkum mikið til að heiðra þann sómapilt sem John Stockton er,“ sagði Larry Mili er, eigandi liósins. „Honum veróur boðió hingað ásamt f jöl skyldu sinni og kvöldió verður vafalaust eftirminnilegt." Þrátt fyrir að Stockton ynni aldrei NBA-titil, er hann í hópi bestu leikstjórnenda uppi hafa verið og gaf 15.806 stoðsendingar á ferlinum. Rush um Liverpool Liverpool þarf ekki að kvíða f jarveru Steven Gerrard, ef marka má orð Ian Rush, fyrr- um ieikmanns liðsins. Rush lýsti aðdáun sinni á Xabi Alonso og Dietmar Hamann og sagði þá geta leitt Liverpool í fjarveru Gerrard. „Samvinna þeirra í leiknum gegn United var algjört augnayndi," sagði Rush. „Ég er ekki í vafa um aó þeir geti fyllt skarð Gerrard meóan hann jafnar sig á meiðslunum." Liverpooi fær Norwich Citv í heimsókn á An field Road á laugardaginn. Gömlu knattspyrnusnilling- arnir Franz Beckenbauer og Pelé f á viðurkenningar frá FIFA á aldarafmælishátíð í kvöld. Vióurkenningarnar verða veittar í höfuðstöðvum FIFA í Zurich í Sviss. Fresta varð hátíðinni á sínum tíma vegna augnaógerðar sem gera þurfti á Pelé. Beckenbauer og Pele þykja hafa unnið framúr- skarandi starf í þágu íþróttar- innar, bæði á meðan þeir voru leikmenn og eftir að ferlum þeirra lauk. Pelé varð heims- meistari í tvígang með Brasilíu- mönnum, 1958 og 1970, og þyk- ir besti knattspyrnumaður sög- unnar. Beckenbauer komst á spjöld sögunnar þegar hann vann heimsmeistaratitiiinn með Þjóðverjum árið 1990 en meó því varö hann fyrsti knattspyrnu- maóur heims til að vinna heimsmeistara- titil sem fvrir- liði og þjálfari. Hann starfar nú sem forseti undirbúnings- nefndar HM í Þýskalandi 2006. Stjórn KR-Sports fundaði um þjálfaramál félagsins í Frostaskjólinu í gær. Ekki er hægt að segja að niðurstaða fundarins hafi komið á óvart. tveimur titlum í röð. Síðan hallaði undan fætí á þessu ári og það er bara ekki nógu gott fyrir KR að enda í sjötta sæti. Við í KRerum kröfu- harðir og kannski erum við stundum of kröfuharðir en þessa línu hefur KR haft í gegnum tíðina. Við erum í þessu til að vinna. Við teljum best fyrir félagið á þessum tímapunkti að skipta um mann í brúnni," sagði Jónas og bætti við að ákvörðunin hefði verið erfið enda væri Willum mikill KR-ingur og hefði skilað góðu starfi til félagsins. Ekki sáttur Willum sagði í sjónvarpsviötali eftír lokaleikinn í mótinu að miðað við aðstæður hefði það hreinlega verið gott hjá honum að halda liðinu í mótinu. Því hlýtírr hann að hafa tekið tíðindum stjórn- arinnar illa. „Hann er örugg- lega ekki sáttur en hann er KR-ingur og vill félaginu allt það besta. Við erum með mjög gott knattspyrnulið. Vissulega lentum við í miklum meiðslum en við vorum ekki eina liðið í deildinni sem lentí í slíku. Það er aldrei hægt að skella allri skuldinni á þjálfarann. Það eru líka leikmenn og stjórn sem eiga hlut í máli. Við stýrum þessu aftur á mótí núna og reynum að taka ákvarðanir sem við teljum bestar fýrir félagið hverju sinni og við teljum best fyrir félagið í dag að skipta um þjáÚara." Erlendur þjálfari Það eru fjölmargir leikmanna KR með lausan samning og Jónas sagði að næstu dagar og vikur færu í að skoða leikmannamálin og leita að nýjum þjálfara. Guðjón Þórðarson og Magnús Gylfason hafa helst verið orðaðir við starfið en Jónas segir einnig koma til greina að fá erlendan þjálfara til félagsins. „Við vitum hvaða nöfn eru í umræðunni og við munum örugg- lega kíkja á það og svo munum við leita eitthvað út fyrir landsteinana. Það kemur vel til greina hjá okkur að fá erlendan þjálfara." Willum Þór er farinn í frí til Portúgal og því miður náðist ekki samband við hann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. henry@dv.is Gengi KR á leiktíðinni var afleitt. Meistarar síðustu tveggja ára voru aldrei með í baráttunni og sluppu ekki við falldrauginn fyrr en eftir 17. umferð. Á endanum varð KR að sætta sig við sjötta sætið í deildinni. Sæti sem engan veginn getur talist ásættanlegt í Vesturbænum enda er krafa á titil þar á hverju ári. Þessi slaki árangur í sumar felldi Willum. Það er ekki flóknara en það. ,.m Það má segja að byrjunin á endalokunum hjá Willum hafi komið eftír að þeir tryggðu sér títilinn í fyrra. í kjölfarið fýlgdu tveir tapleikir og annar þeirra 7-0 tap gegn FH. KR tapaði síðan í meistarakeppninni gegn ÍA og tapaði síðan fyrir færeyska félaginu HB í Atlantíc Cup en það var fyrsta tap íslensks liðs gegn færeysku í keppni. Það þarf síðan ekki að hafa mörg orð um frammistöðu KR-liðsins í sumar en það virkaði algjörlega andlaust. Willum var kominn á endastöð með liðið og það sá stjóm KR þótt Willum hafi ekki verið á sama máli. Willum vann gott starf „Það var endurskoðunar- ákvæði í samningi okkar við Willum, þar sem báðir hafa út- gönguleið, og við ákváðum að nýta okkur það,“ sagði Jónas Kristinsson, formaður KR-Sports. „Willum er búinn að vinna mjög gott starf fyrir félagið. Hann tekur við eftír vont tímabil og skilar teljum bestar fyrir félagið hverju sinni og við teljum best, fyrir félagið í dag, að skipta um þjálfara." „Við stýrum þessu núna og reynum að taka þær ákvarðanir sem við já 'V- W illum rekinn Fékk sparkið Willum Þór Þórsson hefur stýrt KR í slðasta sinn. Stjórn KR- Sports dkvaö f gær aö framlengja ekki samninginn við Willum en hann vildi aftur á móti ólmur þjálfa liðið áfram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.