Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2004, Qupperneq 32
r'/íí t í CJ^>jÍ 0 i Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem
birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar
^jnafnleyndar er gætt. ^ > ,—i f \ f
I—' '—' r ) r-J
ZJZJU zj
SKAFTAHLÍÐ 24, 705 RBYKJAVÍK [ STOFNAB 1910 ] SÍMíSSOSOOO
«V
40-
rjt
■*
• Margir eru kall-
aðir þegar kemur
að því að skipa
nýjan háskóla-
rektor í stað Páls
Skúlasonar. Með-
al þeirra sem l£k-
legir þykja er Sig-
ríður Dúna Krist-
mundsdóttir, fyrrverandi alþing-
ismaður og eiginkona Friðriks
Sophussonar,
forstjóra
Landsvirkjun-
ar. Líklegt er
að Sigríður
Dúna reikni
dæmið
þannig að ef
hún verður
háskólarektor
núna gæti það verið góð upphit-
un fyrir forsetaframboð eftir tæp
fjögur ár...
Fær hún Loga líka?
Sveppi og strákarnir hans í 70
mínútum hafa færst upp metorða-
stiga sjónvarpsins og standa nú í
samningaviðræðum við Stöð 2 um
nýja sjónvarpsþætti. Flest er klárt
en það getur verið snúið að semja
um peninga. Sveppi er orðinn dýr
en er ekki skepna þegar kemur að
peningum:
„Við erum þægilegir í öllum
peningamálum og viljum í raun
það eitt að eiga fýrir salti í grautinn.
En saltið er orðið dýrt,“ segir Sveppi
sem býst jafnvel við að verða með
daglegan þátt á Stöð 2 eftir áramót
með þeim Audda og Pétri Jóhanni.
„Aðalmálið er að gera eitthvað sem
okkur þykir skemmtilegt," segir
hann.
Hvernig sem fer er Sveppi sann-
færður um að nýr þáttur þeirra
félaga á Stöð 2 verði ekki sá dýrasti
á dagskrá stöðvarinnar: „Ekki á
meðan Idol er í loftinu," segir
Sveppi sem reyndar kann þá list
manna best að búa til ódýrt sjón-
varpsefni. 70 mínútur á Popptíví
var reyndar eins ódýrt sjónvarps-
efni oghugsast getur því umsjónar-
mennirnir gerðu allt sjálfir. Voru
jafnvel myndatökumenn, ljósa-
meistarar, förðunarmeistarar og
sviðsmenn sjálfir fyrir nú utan að
skrifa handritið og leika aðalhlut-
verkin.
„Við ættum að geta kennt þeim á
Stöð 2 hvernig hægt er að búa til
ódýrt sjónvarpsefni. Mestu skiptir
þó að það sé skemmtilegt því öðru-
vísi er ekki hægt að fá fólk til að
horfa," segir Sveppi sem starfaði á
grænmetislager Hagkaups áður en
hann sló í gegn í sjónvarpi. Auddi
félagi hans starfaði hins vegar á lag-
ernum hjá skrúfufyrirtækinu Wurth
og Pétur Jóhann var í Byko í Hafn-
arfirði:
„Við getum allir snúið aftur á
lagerinn ef fólk fær upp í kok af
okkur. En við eigum nóg eftir. Næst
eru það áskrifendur Stöðvar 2 sem
fá að njóta okkar. Við ætlum ekki að
bregðast þeim,“ segir Sveppi.
Sveppi og félagar Færast upp metorða-
stiga íslenska sjónvarpsins.
Icelandair þykist
vera lceland Express
„Meiri verður viðurkenningin
ekki. Við erum himinlifandi," sagði
Ólafur Hauksson, talsmaður flug-
félagsins Iceland Express, þeg
ar í ljós kom að skrifstofa
Flugleiða í London hefur
merkt heimasíðu sína
icelandexpress.org. „Að
sjálfsögðu munum við gera
athugasemdir við þetta en
hins vegar erum við
ánægðir með að Icelandair
telji sig best ná til viðskipta-
vina sinna með því að nota
nafn okkar," segir Ólafur. Ljóst er að
starfsmaður Icelandair á skrifstofu
félagsins í London hefur skráð
heimasíðu félagsins með þessu
tákni. Hvort það var gert með
vitund og vilja yfirmanna
hans í höfúðstöðvum Flug-
leiða hér á landi fékkst ekki
staðfest í gær.
Stofnandi iceland Express
Jóhannes Georgsson má vera
ánægður með árangurinn.
Jóhanna María í
stól Svanhildar Hólm
Svanhildur Hólm sést ekki lengur
í Kastljósi og ritar ekki lengur fund-
argerðir útvarpsráðs eftir að hún
ákvað að semja við Stöð 2 og halda
þangað til starfa. Jóhanna María Eyj-
ólfsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmað-
ur Björns Bjarnasonar í mennta-
málaráðuneytinu, hefur því verið
ráðin til að rita fundargerðir út-
varpsráðs og settist í stól Svanhildar
á fundi ráðsins á þriðjudaginn:
„Það gekk ágætlega. Þetta er bara
eins og hvert annað starf," segir
Jóhanna María sem réðst til starfa á
skrifstofu framkvæmdastjóra Ríkis-
sjónvarpsins þegar Björn Bjarnason
lét af embætti menntamálaráð-
herra. Áður hafði hún starfað hjá
Ríkisútvarpinu sem skrifta á frétta-
stofu og í textavarpi stofnunarinnar.
„Svo vinn ég líka við dagskrárgerð
núna,“ segir hún en margir muna
eftir Jóhönnu Maríu úr Mósaík-þátt-
unum í fyrra.
Jóhanna María er 37 ára, sagn-
fræðingur að mennt, býr vestast í
Vesturbænum og á bæði son og
mann.
McOstborgari,
litill McFranskar
eða gulrætur
og miðstærð af gosi
McOstborgari,
jógúrt með ferskum
ávöxtum og
miðstærð af gosi
McOstborgari
lítill McFranskar
eöa gulrætur
og McFlurry
i’m lovin’it