Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 3 Bræðumir Atli og Símon Bragi Símonarson létu kuldann ekki hafa áhrif á sig þegar þeir unnu hörðum höndum í steypunni við gatnamót Kringlumýrar- og Skyndimyndin Háaleitisbrautar. Röð af bílum beið við gatoamótin meðan vél- ar hikstuðu í frostinu og drápu svo á sér. „Þetta gerist þegar maður hættir að vinna og byrjar að spjalla," sagði Atli, setti hettuna á höfuðið og ræsti vélina á ný. I veðri sem þessu virtist steypan óvenjufljót að harðna „Við erum nú ekki að pæla í veðrinu,'1 sagði Símon Bragi sem stóð með skóflu í hendi og var að bæta við blautri steypu fyrir bróð- ur sinn. „Enda er maður ýmsu vanur," bætti hann við. Rokið kom í veg fyrir að spumingar blaðamanns næðu eyrum verkamannanna sem vom þar að auki önnum kafnir. „Það era stíg- vél héma fyrir aftan ef þið viljið stökkva og hjálpa til," kallaði Símon Bragi og hló. Atli hélt áfram að slétta úr steypunni. Símon Bragi bætti á þar sem vantaði. Við höfnuðum stígvélunum pent og spurðum hvort þeir hefðu verið lengi í bransanum. ,^Allt of lengi," sagði Atli. „f ein 17 ár,'' bætti bróðir hans við. Og eftir 17 ár verða Reykvíkingar trúlega enn gangandi á stéttinni sem bræðumir unnu við þennan kalda haustdag. Og á dögum sem þessum gefst lítið svigrúm til að kveðja. „Þið búið eitthvað til úr þessu," var það eina sem Símon sagði - tók upp skófluna og hélt áfram að vinna. Spurning dagsins Hvernig var stefnuræða forsætisráðherra? „Sama tuggan hjáDavíðll" „Þetta varsama tuggan og hefur ver- ið ár eftir ár. Þarna er ekkert nýtt nema einna helst það að Davíðarnir eru orðnir tveir, hvað sem það svo þýðir. Sé ekki fram á neinar breyting- arþarna." Jóhann Óskarsson sjómaður. „Ég sá og heyrði hluta af þessari ræðu. Mér fannst hún sérstaklega leiðinleg, bara. Þarna var fjarri því eitthvað sérstakt á ferðinni enda ekki við því að búast." Rúnar Guðbergsson ellilíf- eyrisþegi. „Mér datt bara ekki í hug að horfa á þetta þótt ég hefði til þess tíma. Mér fínnst blessað- urmaðurinn svo hryllilega leiðinlegur. Varþetta ekki sama súpan og vanalega bara, þakk- aði hann ekki Davíð, og þá væntanlega fyrirsig?" Svanhildur Ásgeirsdóttir skrifstofukona. „Ég var nú upptekin ígær en horfði að- eins. Hef stundum horft ogyfirleitt alltaf fundist þetta leiðinlegt, bara." Irine Karlsson húsmóðir. „Mér fannst hún svona eins og Össuri fannst, að það vantaði í hana stærstu málin sem hann átti að fjalla um. Annars býst ég ekki við miklu af þessum stólaskiptum, hefalltaf litið á Ihaldið og Framsókn svip- að og svarta dauða." Jóhann Smári Jóhannsson, fyrrverandi húsgagnasmið- ur, nú ellilífeyrisþegi. Halldór Ásgrímsson tók við embætti forsætisráðherra þann 15. septem- ber síðastliðinn.Hann flutti í gær sína fyrstu stefnuræðu I embætti. Hlaut hún, eins og von var á, mikla gagnrýni stjórnarandstöðu en inni- legar þakkir frá meðlimum ríkisstjórnarinnar. Halldór boðaði breytingar á stjórnarskrá í ræðu sinni auk þess að þakka Davíð Oddssyni.fráfarandi forsætisráðherra, innilega fyrir verk sín á undanförnum árum. Heimsmet í ísáti Talnaglöggir menn hafa fimdið úthvaða þjóðir í veröldinni koma mestu afís í sig á ári og er þá reiknað með lítrum afís á hvert mannsbam ílönd- unum. Lönd 1. Ástralía I 2. Bandaríkin 3. Nýja Sjáland gg|j 4. Svíþjóð g 5. frland Lítrar á mann á ári 17.7 Ö.Danmörk 13.7 6. ísrael 13.3 8. Kanada 1*1 11.7 9. Finnland 10.2 10 . Noregur s 9.3 9.3 9.1 8.5 8.4 ...að til þess að þyngjast um hálft kiló af kartöfluáti verður maður að troða i sig fimm og hálfu kiló afjarð- eplunum góðkunnu. Reyndar eru nákvæmlega jafn margar kaloríur iþeim og i venjulegum eplum sem vaxa á trjánum. Leikstjórinn ■mJ Jíffræðingurínn Viðar Vílángsson kvikmyndaleikstjóri og Gísli Víkings- son líffræðingur eru bræður. Viðar hefíir starfað fyrir rfkis- sjónvarpið og er þekktur fyrir áhuga sinn á óravíddum geims- ins. Að undanfömu hefur frægðarsól Viðar ris- ið hæst sem aðalleikara í kvikmyndinni Opin- berun Hannesar. Gísli hefur lengi starfað fyrir Hafrannsóknarstofnun. Hann er þjóðinni ekki hvað síst kunnur vegna þekkingar sinnar á hvalastofnum í hafinu í kringum ísland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.