Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Síða 17
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 1 7
Fingrafaralesari á lyklaborðið
Ertu orðinn leiður á að muna leyniorðin sem veita þér
aðgang að hinu og þessu í tölvunni? Nú hefur
tölvufyrirtækið Microsoft hannað nýtt lykla-
borð fyrir tölvur með innbyggðum fingra-
faralesara sem gerir það að verkum að not-
andinn þarf ekki að gefa upp óteljandi
leyniorð til að komast leiðar sinnar um
hugbúnaðinn eða á netið. Microsoft kynnti
einnig nýja þráðlausa mús sem sérhönnuð
er fyrir fartölvur. Þegar lyklaborðið kemur á
markað í Bandaríkjunum er talið að það kosti milli 4.000 til 8.000 íslenskra
króna og þráðlausa fartölvumúsin rúmar 3.000 íslenskar krónur.
Nýjasta vitleysan frá Japan
Konur fagna hljóðprinsessunni
Hljóðprinsessan, eða Sound
Princess, er nýtt apparat sem er að slá í
gegn í Japan þessa dagana.Tækið hefur
þann undarlega tilgang að búa til niður-
sturtunarhljóð á salernum, einkum
kvennasalernum. Japanskar konur
kváðu afsaplega óttaslegnar þegar þær
sitja á skálinni og beinist ótti þeirra
einkum að því að stöliur þeirra í næstu
klósettklefum heyri einhver óviðurkvæmileg
hljóð. Hljóðprinsessan bjargar þessu þvi ekki
þarf annað en að styðja á hnapp og ómar þá
„niðursturtun" úr klefanum.Tækið hefurauk-
inheldur þann góða kost að spara vatn því
áður voru japanskar konur sýknt og heilagt að
sturta niður til þess að fela búkhljóðin. Ekki
hafa borist tíðindi um að Hljóðprinsessan
verði flutt til Vesturlanda en það er aldrei að vita.
Nóbelsverðlaun í gríni eða lg Nobel veitt fyrir óvenjulegar uppfinningar
reglunni er fólki með öllu óhætt
að borða mat sem fellur á gólfið ef
það nær að stinga honum upp í
munninn á innan við fimm sek-
úndum. Clarke komst að því að
70% kvenna fylgja þessari reglu
og 56% karlmanna. Það kemur
heldur ekki á óvart að reglan virð-
ist fremur eiga við þegar sælgæti
dettur í gólfið en grænmeti.
Af öðrum athyglisverðum
verðlaunum má nefna læknis-
fræðinóbelinn fyrir skýrslu um
áhrif bandarískrar sveitatónlistar
á sjálfsmorðstíðni og svo auðvitað
friðarverðlaunin sem féllu í skaut
hins japanska Daisuke Inoue of
Hyogo fyrir að finna upp
karókítæknina - enda hafi söng-
vélin haft góð áhrif á umburðar-
lyndi manna og vegna hennar
hafi þeir lært að umbera annað
fólk betur.
List að hætti Nóbels
islendingar gefa Japönum
lltið eftir I karókl og nýtur
þessi listgrein vinsælda
hérlendis.
Feðgarnir, Frank og Donald
Smith, fengu háðungarnóbelinn í
verkfræði fyrr í vikunni enda þyk-
ir framlag þeirra feðga allmerki-
legt. Frank og Donald fundu
nefnilega upp gagnlega aðferð til
að greiða yfir skalla án þess að
bæta við utanaðkomandi hári.
Þetta var árið 1975 og gengu
feðgarnir svo langt að fá einka-
leyfi á hárgreiðslunni. Það er
nefnilega alls ekki sama hvernig
greitt er yfir skallann og snýst að-
ferð feðganna í grófum dráttum í
því að hárinu er skipt í þrjá parta
- sem síðan eru greiddir hver yfir
annan þannig að skallinn verður
ósýnilegur.
Hin svokölluðu Ig-nóbelsverð-
laun voru afhent í hinum virta
Harvard-háskóla í Massachusetts
í Bandaríkjunum og voru „alvöru"
nóbelshafar fengnir til að afhenda
verðlaunin. Forráðamenn Ig segja
tilgang verðlaunanna að vekja
athygli á vísindum og einnig
óvenjulegum uppgötvunum.
Fleiri Nóbelar voru afhentir og
meðal verðlaunahafa var Jillian
Clarke sem fékk „heilsunóbelinn"
fyrir kenningu sína um „fimm
sekúndna regluna". Samkvæmt
SkallayfirgraöslMi og haróhf fá Móbel
►
Sendu SMS skeytið
JA DBD á númerið 1900
°S þú gætir unnið.
Vinningar
eru miðar á myndina,
DVD myndir og fleira
9. hver vinnur.
Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið
(Brennó)
Óvæntasti grínsmeiiur ársins
For beint á toppinn í USA
FRUMSÝND I.OKT.