Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Page 29
DV Sjónvarp MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 29 Skrifar aðdáendum bréf Britney Spe- ars stendur í ströngu þessa dagana. Poppprinsess- an er að skrifa aðdáendum sín- um bréf sem hú ædar að birta á heimasíðu sinni. í bréfinu ætlar hún að útskýra fyrir ósáttum aðdáendum að hún sé virkilega ástfangin af Kevin Federline. „Eftir að hafa byrjað að skrifa bréfið fann ég að mér leið betur. Bréfið lýsir andlegu ástandi mínu og hvar ég er stödd í lífinu. Ég er á nýjum stað og vona að að- dáendur mínir lesi bréfið svo þeir skilji mig og hegðun mína bet- ur.,“ segir Spears. forvitnum nágrönnum Leikkonan unga Keira Knightley er búin að fá nóg af forvitni sam- landa sinna og ætlar að flýja til írlands. Keira féll íyrir landinu þegar hún dvaldi þar við tökur á myndinni King Arthur. „Hún leigði íbúð í Dublin og er ástfangin af landinu og fólk- inu. Þar getur hún gert hvað sem hún vill og er látin í friði." Leik- konan er að leita sér að fbúð á Ir- landi sem hún ætlar að nota í frí- um. „Keira hefur unnið mikið síð- ustu mánuðina og ætíar nú £ frí í nýju íbúðina." Elturaf guðhrædd- umróna Mel Gibson varð að fá nálgun- arbann á brjálaðan róna sem lét hann ekki í friði. „Hann eltir mig út um allt og biður um að fá að biðja til Guðs með mér." Róninn, sem er 34 ára, mætti í kirkju þar sem leikarinn hafði mætt til guðsþjónustu ásamt fjöl- skyldu sinni. „Hann truflaði messuna, stóð óþægilega nálægt mér og grátbað um að fá að kxjúpa á kné við hlið mér og biðja." Síðar mætti aðdáandinn heim tii leikarins en þá var konu hans nóg boðið og hringdi á lög- regluna sem handtók hann. Jed og dauoi ■ ■ Konurnn Það er aldrei gaman að vera boð- beri slæmra tíðinda, enda góð og gild hefð fyrir því að hálshöggva slíka. Friðrik Þór hefur gert meira en nokkur annar einstaklingur til að koma ís- lenskri kvikmyndagerð á kortið. Hann er í fremstu röð, ekki bara íslenskra leikstjóra heldur núlifandi, og það er ótrúlegt og mikið gleðiefni að Islend- ingur skuli hafa náð svo langt. En nýjasta mynd hans, Niceland, hittir ekki í mark. Hún tekur fyrir grundvallarspumingu lífsins, sem oft hefur verið spurt en mönnum hefur ekki tekist að komast að svara á viðun- andi hátt í aldanna rás. Þegar stórt er spurt er jú iðulega fátt um svör. Ungt par stendur saman á brú með kött og eru að ræða um að gifta sig. Strákurinn, Jed, fer að djóka í kett- inum, kötturinn sleppur og hleypur fyrir bfl. Þetta er valdur að mikilli til- finningalegri angist sem leiðir til þess að stúlkan er lögð inn á spítala og strákurinn fer á haugana, í bókstaf- legri merkingu. Laclos komst rétt svo upp með að senda Madame le Tour- vel á sjúkrahús vegna ástarsorgar í Les Liasons Dangerouses fyrir rúmum 200 árum, en við ætíumst til þess að fólk í dag sé harðara af sér. Sérstaklega þegar ástarsorgin er vegna kattar- missis, sem ætla mætti að myndi í versta falli eyðileggja kvöldið. Þegar stúlkan neitar að tala við stráksa, sökum þess að hún hafi misst tilgang lífs síns vegna kattarmissisins, ákveður hann að fara að leita hans. Tilgangs lífsins, það er að segja, ekki kattarins, sem liggur að öllum lflánd- um grafinn í skókassa úti í garði. Þetta plott-tvist verður að teljast afar vanhugsað og maður gæti ímynd- að sér ótal aðrar leiðir til að koma krís- unni af stað en kattarmissi af slysför- um. er ekki úr vegi að spyrja um tilgang lífsins frekar en merkingu, eins og ís- lendingar eru löngu búnir að komast að. En fátt er um svör hjá Friðrik og fé- lögum. Jed sér Þorstein J., í sjónvarp- inu, taka viðtal við mann á ruslahaug- um sem segist hafa fúndið tilgang lífs- ins. Öskukarlinn neitar hins vegar að segja fiá honum, tekur hvorki tvö röng í burtu né spyr salinn, vinnur ekki milljón og hvorki Þorsteinn né Jed eru nokkurs vísari. Jed ákveður að elta manninn uppi og spyrja hann í eigin persónu. Tvær klisjukenndar lausnir em til á því hvemig sögupersóna kemst að til- gangi lífsins. Annars vegar getur Jed komist að því að tilgangurinn felist í litíu hlutunum, eins og Monty Python komst að fyrir rúmum 20 árum á afar fyndin hátt („Oh, it’s nothing special; be nice to your neighbour, read a good book every now and then...“), Hins vegar er hægt að láta sögu- persónu komast að leyndarmálinu án þess að áhorfandi fái að vita hvað það er. Þessi leið var til dæmis notuð í The Simpsons, þegar Hómer spurði Guð hver tilgangurinn væri, en það var klippt áður en Guð næði að svara. Niceland lætur sér ekki nægja að nota eina af þessum leiðum, heldur fer hún báðar. Fyrst heldur Jed mjög kléna ræðu um að tilgangurinn felist í að horfa á vini sina brosa bla, bla, bla, og svo hvíslar öskukarlinn einhverju í eyra hans, sem myndi kannski útskýra allt en við fáum ekki að heyra það. Allt endar svo hamingjusamlega þegar parið giftist á ruslahaugunum og er kella þá loks búin að jafna sig á kattar- missinum. Staðleysupæling Friðriks bætti litíu við þá annars ágætu mynd Engla Alheimsins og er hér til mikilla vansa. Næsland Sýnd í Háskolabíoi. Leikstjórn: Friðrik Þór Friðriks- son. Aðalhlutverk: Martin Compston, Gary Lewis Kerry Fox. Handrit: Hul ar Breiðfjörð. ★ ★ Valur fór í bíó Maður hefði frekar vilja fá tilfinningu fyrir íslandi, Skotíandi eða hvaða stað sem myndinni svipar mest til. Stað- leysan gengur alls ekki nógu langt til að ganga upp. Friðrik Þór greip tíðar- andann með glæsibrag í Rokk í Reykjavflc og endurskapaði stemm- ingu eftirstríðsárana meistaralega í Djöflaeyjunni. Það væri óskandi að hann færi aftur að binda sig við tíma og rúm eins og við hin. Myndin rís aðeins undir lokin. Þegar haugamaðurinn Max biður Jed um að hjálpa sér að hengja sig örlar á svörtum húmor sem hefði mátt hafa mun meira af í myndinni. Hann gerir síðan fleiri tilraunir sem verðá frekar þreytandi og maður fer að vona að honum takist nú ætíun- arverk sitt. Persóna pabbans er við það að verða áhugaverð þegar hann fær allt í einu áhuga á örlögum son- arins, en hann missir hann jafn skyndilega aftur án þess að það sé útskýrt. í einu besta atriði myndarinnar gengur pabbinn um götur Nicelands, lítur inn um glugga og sér alls staðar fólk hópast saman fyrir framan sjón- vörpin. Þetta er miklu áhugaverðari spurning varðandi tilvistarkreppu nú- tímamannsins og tilgang eða tilgangs- leysi en hægt er að koma í orð. Friðrik Þór er mikill listamaður sem á síst skilið að ráðist sé á hann niðri í bæ. En hann á heldur ekki skil- ið að fólk standi upp og klappi sjálf- krafa fyrir öllu sem hann gerir. Við eig- um betra skilið af honum en þetta. Og hann af okkur. Valur Gimnarsson En enn er von, því nú hefst leitin að tilgangi lífsins. Á enskri tungu talar maður yfirleitt um „the meaning of life," sem er frek- ar gölluð spuming í sjálfu sér. Hvað er raunverulega merking nokkurs hlutar, eða hvað gerir það að verkum að við getum ætlast til þess að lrfið hafi ein- hverja merkingu? Aðstandendur Næslands breyta spumingunni í „What is the purpose of life,“ sem er mun betri spuming. Jafnvel þó lífið hafi enga merkingu þurfúm við samt sem áður að taka okkur eitthvað fyrir hendur í þessari jarðvist okkar og því Sir Elton John notaði tækifærið þegar hann tók við verðlaunum á Q hátíðinni og réðist að stjörnunum. Madonna er svikari Svikari Samkvæmt Elton John syngur Madonna aldrei á tónleikum og því fannst honum ósanngjarnt aö hún væri tilnefnd fyrir bestu sviösframkomuna. Madonna varð þó að lúta i iægra haldi fyrir strákunum i Muse. Elton John missti algjörlega stjóm á sér þegar hann tók við Q verðlaununum fýrir bestu texta- skrifin á mánudaginn. Söngvarinn réðist að Madonnu en hún var til- nefnd til verðlauna fyrir bestu tón- leikaffamkomuna. „Ég hef aldrei heyrt jafn mikið mgl. Madonna? Hún syngur ekki einu sinni á tón- leikunum. Hún er svikari sem læt- ur aðdáendur sína borga háar upp- hæðir til að horfa á sig hreyfa munninn. Allir sem syngja í hljóði á meðan diskurinn er spilaður undir ættu að vera skotnir. Mér er alveg sama þó hún verði reið við mig. Ég er ekki hræddur I við hana,“ sagði söngvar- inn og snéri sér svo að Robbie Wiliiams. „Robbie er alvarlega bilaður í koll- inum. Hann segir mig hafa rænt sér þegar það eina sem ég gerði var að bjarga honum úr bráðri lífs- hættu." Elton var mjög full út í Robbie eftir að hafa les- ið ævisögu popparans. „Ef ég og David Durnish hefðum ekki komið honum til bjargar þá væri hann dauður úr of stómm skammti af eiturlyfjum. Við rændum honum ekki, það var hann sem leitaði hjálpar okkar." Elton til mikillar gleði tapaði Madonna fyrir hljómsveitinni Muse. Stjörnuspá Þórunn Lárusdóttir leikkona verður 31 árs í dag. „Konan sem hér um ræðir veit að hið karllega og hið kvenlega er ekki eilíflega aðskilið en einnig kemurfram að hún hefur loksins áttað sig á því hvað það raunveru- lega er sem hún kýs að » j | bera sig eftir og er vilj- I ug til að hlíta þeim Ílögmálum sem þarf til að óskir hennar rætist," k segir í stjörnuspá ^ hennar. Þórunn Lárusdóttir W w Vatnsberinn (20.jan.-i8. febrj H Styrkur þinn er áberandi mikill um þessar mundir en þú átt til að gleyma því þegar mest á reynir. Ef þér finnst mikil ábyrgð hvíla á þér er það af þv[ að þú ein/n hefur það á tilfinningunni. Fiskarnir (19. febr.-20. mars) Ef samband þitt við maka þinn eða félaga er gott þessa dagana skaltu leyfa þér að njóta samverunnar og leyfa hlutun- um að þróast í rétta átt.Tilfinningar þínar koma þér eflaust í opna skjöldu næstu miss- erin en þú virðist stundum eiga til að ímynda þér hvernig framhaldið verður. Hrúturinn (21. mars-19. aprll) Þú ættir að nýta hæfni sína í mannlegum samskiptum meira. Ef fólkið í kringum þig dregur úr lífsgleði þinni og ánægju ættir þú að eyða tíma þínum með þeim sem vekja hjá þér góðar tilfinningar. Breytingar eru framundan og þær reynast þér jafnvel erfiðar í fýrstu en verða þér svo sannarlega til framdráttar. T ö Nautið (20. apríl-20. mai) Ef þú ert samstíga sjálfinu verð- ur þú vissulega fær um að framkvæma óskir þínar án þess að lyfta svo miklu sem litla fingri og þú veist það reyndar innra með þér, kæra naut. Lífgaðu drauma þína meðvitað við. n V\bmm (21. mal-21.júnl) Sköpun, stjórnun og fram- kvæmdir eru áherslurnar þegar kemur að starfi tvíbura. Mikil hamingja virðist ætla að vefja örmum sínum utan um þig en þér er ráðlagt að vera sönn/sannur sjálf- inu öllum stundum. '^y Krabbinn (22.jún/-22.júio_______________ Þér er ráðlagt að axla ábyrgð á eigin tilfinningum en eyða ekki orku þinni í að reyna að breyta fólkinu í kringum þig því þá verður þú vonsvikinn, kæri krabbi. Ef samskipti innan fjölskyldu þinnarvaida þér áhyggjum skaltu einbeita þér að öðru og mundu dagana framundan að hver gjöf sem þú gefur felur í sér endurgjald. LjÓnið (2íjúll-22. ágúst) Horfðu fýrir alla muni ekki fram- hjá líðan þeirra sem standa þér næst og mundu einnig að fólk eins og þú ætti að einbeita sér að því að hlúa vel að sér því þá er auðveldara fyrir það að hlúa að öðrum. Meyjan (21 ágúst-22. sept.) Hérfinnur þú mikla ánægju í nú- tíðinni. Aukin innsýn og gott jafnvægi virð- ast vera til staðar innra með þér, um þessar mundir, þegar stjarna þín er skoðuð. n \0qÍW (23. sept.-23.okt.) Tilfinningalega séð skiptir eitt- hvað verkefni þig miklu máli þessa dagana og þú leggur þig alla/n fram við að ná lausnum. Langanir, hugsanir, tilfinningar og hvatir þínar ýta undirvelgengni þína. Breytingar fara af stað mjög fljótlega mið- að við stjörnu þína. Sporðdrekinn (2iokt.-21.mv.) Gættu þess að dæma ekki aðra að ósekju og hugaðu fyrst og fremst að eigin málum ef þú ertfædd/ur undir stjörnu sporðdrekans. Ekki bæla athafna- semi þína þegar starf þitt er annars vegar í vetur. / Bogmaðurinn(22mi/-2f.*sj Þú ert fær um að standa á eigin fótum og ættir ekki að gleyma dýpstu hvöt þinni en hún tengist hjarta þínu, þessa dagana, af einhverjum ástæðum. Skapgerðareiginleiki bogmanns er einn sá heilbrigðasti í fari þínu þegar eiginleik- ar þínir eru skoðaðir. Steingeitingzda.-i9.jonj Steingeitin virðist umgangast sterka manneskju sem virðist hafa mikil áhrif á hana þessa dagana. - Hlustaðu á fólkið sem vill þér vel. z SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.