Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Síða 6
6 LAUGARDACUR 9. OKTÓBER 2004
Helgarblaö DV
Svör fleiri íbúa voru á svipaða leið.
Nágranni Annþórs sagði að fyrir
nokkru hefði verið mikið um partí í
húsinu en nú væri aðeins rólegra yfir.
Nágranninn tók þó fram að hann
þekkti Annþór aðeins af góðu. Hann
kæmi alltaf vel fyrir, heilsaði og væri
tilbúinn í spjall.
„Tófan bítur ekki í grenið sitt,“ út-
skýrði sjómaður sem var að störfum
skammt frá heimili Annþórs. Og sú
virðist raunin. Allir viðmælendur DV
báru Annþóri góða söguna. Svo virðist
sem glæpsamlegt líferni hans ein-
skorðist við Reykjavfk. Fyrir Annþór
eru Vogarnir trúlega skjól sem hann
vill ekki eyðileggja.
Ofbeldishneigður í æsku
Sakaferill Annþórs hófst þegar
hann var 15 ára. Fram að því hafði
hann verið óstýrilátur unglingur og
erfitt barn. Fólk sem þekkti hann sem
krakka segir hann hafa verið mjög
óþekkan - jafnvel ofvirkan.
„Hann var kannski ekki góður nem-
andi en var ekki með mikil læti í skól-
anum,“ segir gamall nemandi í Haga-
skóla sem man vel eftir Annþóri.
Annar nemandi sagði hann alltaf hafa
verið „stóran, þéttan og ógnvekjandi"
- jafnvel látið menn hanga fram af
svölum.
Á þessum
árum
„Núna, hin seinni ár,
hefur hann unnið með
þröngum hópi manna
við að lemja mann og
annan."
Annþór einnig lagður inn á barna- og
unglingageðdeild Landspítalans við
Dalbraut. Samkvæmt heimildum DV
var ástæðan hegðunarvandamál og
ofbeldishneigð.
Eftir að Annþór kláraði grunnskól-
ann lagði hann námsbækurnar á hill-
una. Hann á samt að hafa tekið nokk-
ur námskeið í sjómennsku en hefur að
sögn kunnugra aldrei stundað sjóinn.
Eina vinnan sem Annþór á að hafa
unnið, fyrir utan parkettslípunina, er
byggingarvinna.
Þá vinnu fékk Annþór eftir að hann
slapp út af Litla-Hrauni og sat inni á
Vernd. Á Vernd er skilyrði að vera í
fastri vinnu.
Þorirekki aðkæra
FriörikÞórFrið-
riksson leikstjóri sem
barinn var af hand- Jp
rukkaranumAnn- ú ^
þóri Kristjáni Karls- L* ^ 1
syni hefúr enn ekki E . f
þorað að kæra árás-
ina. FriðrikÞór flaug ■
til Suður-Kóreu um miðja viku þar
sem kvikmyndin Næsland var frum-
sýnd í gær. Að sögn heimildarmanns
DVhefúr Friðrik Þór ákveðið að
hætta ekki á að kæra árásina af ótta
við hefndir Annþórs og tengdafoður
hans, Jóns Ólafssonar.
Góður drengur
„Hann er elskulegur og góður
drengur," sagði Sólveig Kristjánsdóttir
fiskvinnslukona, móðir Annþórs, ívið-
tali við DV í gær. Hún keypti íbúð fyrir
Annþór í Grafarholtinu þegar sonur-
inn var um 16 ára.
Eins og aðrir sem þekkja til Ann-
þórs sagði hún drenginn duglegan og
góðan strák en vildi ekkert tjá sig um
hans mál frekar.
Annþór ólst upp hjá móður sinni og
var í litlu sambandi við föður sinn,
Karl Jensen Sigurðsson, starfsmann
Háskólans, sem segir erfitt að horfa
upp á krakkana sína í þessari stöðu.
„Maður getur ekki annað en vor-
kennt þeim,“ segir hann en ítarlegra
viðtal við hann er hér á síðunni.
Um hundrað kærur
Annþór hefur verið kærður til lög-
reglu 70-90 sinnum. Fyrst hafði lög-
reglan afskipti af honum þegar hann
var fimmtán ára. Hann hefur verið
viðriðinn innbrot, skjalafals og fíkni-
efnamisferli. „Núna hin seinni ár hef-
ur hann unnið með þröngum hópi
manna við að lemja mann og annan,"
segir heimildarmaður DV innan lög-
reglunnar.
Framhaldá
næstusíðu
Ibúar í Vogum á Vatnsleysuströnd eru óttaslegnir vegna frétta um að á meðal þeirra búi einn
alræmdasti handrukkari íslands - Annþór Kristján Karlsson - sem Friðrik Þór Friðriksson sakar
um að hafa ráðist á sig um síðustu helgi. DV fer yfir feril þessa manns sem margir telja einn
helsta handrukkara íslands. Manns sem lenti á barna- og unglingageðdeild vegna ofbeldis-
hneigðar og hefur undanfarin ár verið tíður gestur á Litla-Hrauni.
Heimili Annþórs íbúariVog-
unum bera honum vel söguna.
„Fólki er afar brugðið," segir íbúi í Vogunum sem kannast vel við
Annþór. „Allir sem þekkja hann eru miður sín. Þótt við vissum innst inni
að hann væri viðriðinn einhverja starfsemi vildum við ekki trúa því."
Faðir Annþórs Kristjáns Karls-
sonar er sleginn yfir fregnum af
syni sínum. Karl Jensen Sigurðs-
son segir son sinn þó búa yfir
hlýju sem sé í hrópandi mócsögn
við atferli hans á stundum.
Vill son sinn á
bakvið lás og slá
„Ég get liúu svarað. Þetta er
leiðinlegt og ég get liúu breytt
úr þessu," segir Karl J. Sigurös-
son. En sonur hans, Annþór
Kristján Karlsson, gengur laus
þrátt fyrir aivarlega líkamsárás
á Friðiik Þór og hefði því getaö
orðið helsta kvikmyndaleik-
stjóra þjóðarinnar að fjörtjóni.
Annþór ólst ekki upp hjá fóður
sínum og hann vissi framan af
líúð um vandræði sonarins: KarlJ- Sigurðsson Harmarörlög
sonar sins en stendur ráðalaus
frammi fyrir þróun mála.
Það verður að bregðast við
þessu öllu og ég veit að Ann-
þór hefði gott að því að taka út
refsingu. Ég veit það eitt að
hann hafði gott af því síðast
þegar hann var settur inn. Var
miklu betri maður á efúr þar
úl allt fór í sama horfið aftur.
Yfirvöld verða að grípa í
taumana og láta menn ekki
ganga lausa þegar öllum má
ljóst vera að hegðtm þeirra
hlýtur að enda með ósköp-
um,“ segir Karl sem íúekar þó
að sonur hans eigi aðra og
betri hlið en þá sem nú snýr að
fólki:
Sendur á Dalbraut
„Það var ekki fyrr en efúr
fermingu hans sem mér varð
ljóst að ekki var allt með
felldu. Það var þegar drengur-
inn var sendur á Dalbraut
vegna vandræða. Ég held að
ástæðan hafi verið sú að Ann-
þór var lagður í einelú í skóla
og þar sé upphafsins að leita,“
segir Karl sem eignaðist eigin
fjölskyldu og átú böm með
konu sinni á meðan Annþór
var í umsjá móður sinnar.
„Ég trúi því sem ég heyri og
trúi því sem ég les. Eins og
rnálum er komið vildi ég sjá
son minn á bak við lás og slá.
„Ég held að
ástæðan hafi
verið sú að Ann-
þór var lagður í
einelti í skóla og
þar sé upphafs-
ins að leita."
Sönn hlýja
„Mér og fjölskyldu minni
hefur Annþór aldrei sýnt ann-
að en ljúfmennsku. Þegar við
hittum hann er hann vanur að
taka utan um okkur og þá
finnur maður sanna hlýju
súeyma frá honum. En við
sjáum hann ekki nema þegar
adlt er í lagi hjá honum. Þess á
milli ekki,“ segir Karl J. Sig-
urðsson.
Annþór Kristján Karlsson
handrukkari ibúar IVogum
á Vatnsleysuströnd eru furöu
lostniryfir fréttum afAnnþóri.
Bílar fyrir utan heimili
Annþórs Annþór hefur beðið
á hvita jeppanum fyrir utan
DV og heimili ritstjóra.