Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004
Helgarblað DV
12
11 1
10 ár að ofan 2
Laugavegi 30
g 517-6777 3
Þar sem úr g er skartgripur 7 6 5 4
BORGARLEIKHÚSIÐ
Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík
FIMMTUDAGUR 7/10
belgIska kongó__________________
eltirBraga Óla/sson
Gríman íyrír besta leik i aöalhlutverkl
Kl 20:00 Oriáar sýnmgar
RÓMEÓOGJÚUA_____________________
eítir SHAKESPEARE
Kl 20:00 Oriáar sýningar
FOSTUDAGUR 8/10
HÉRIHÉRASON
ettir Coline Serreau
LAUGARDAGUR 9/10
MEHNINGARDAGSKRÁ FEB
Kl 14:30
CHICAGO________________
eftir Kender, Ebb og Fosse
Tvenn Grímuverölaun
Kl20:00Fáar sýirírtgar etiir
RÓMEÓOGJÚLlA___________
eftir Shakespeare
Ki 20:00 Oriáar sýnmgar
SUNNUDAGUR 10/10
kl 20:00 Frumsýning Uppselt
GHTIH____________________________
eftir Fdward Albee
Kl 20:00
RÓMEÓOGJÚUA______________________
eftir SHAKESPEARF
Kl 20:00 öriáar sýningar
SfÐASTA SÖLUVIKA
- ASKRIFTARKORT A 6 SÝNINCAR -
VERTU MEÐ f VETUR
Una ungsokkur
eftirAstrid Undgren
kl 14:00
HÉRIHÉRASON
eftir Coline Serreau
kl20:00- Gulkort
GEITIN__________
eftir Fdward Aibee
Kl 20:00
Miðasala á netinu:
www.borgarleikhus.is
Miðasala, simi 568 8000
RÓMEÓ OG JÚLlA______________
eftir SHAKESPFARE
Kl 20:00 Uppselt - Öriáar sýningar
QKcíLkíspmmj
\ Haustsýning Kynjakatta
^ veröur haldin 9. og 10. október 2004
í reiöhöll Gusts, Álalind, Kópavogi.
Sýningin er opin frá klukkan 10-18
báða dagana.
Jakob S. Jónsson leikhúsmaður hefur verið búsettur úti í Sví-
þjóð allt frá árinu 1982. Hann tók sig til og las alla Njálu á
sænsku upphátt fyrir gesti og gangandi á menningardögum í
Jönköping. Það er óopinbert heimsmet
Oopinber heimsmeistari
í upplestri Las upp dr
Njalu í 14 tíma og korter
„Ég verð að líta á mig sem óopinberan heimsmethafa í upplestri.
í sagnalestri. En til þess að verða opinber heimsmethafi í sagna-
lestri á ég engra kosta völ annarra en endurtaka leikinn að ári.
Það verður á sama stað. Á menningardegi í Jönköping. Þá verð
ég orðinn tvöfaldur heimsmethafi - óopinber sem og viður-
kenndur," segir Jakob S. Jónsson leikhúsmaður. Þar hefur hann
verið búsettur frá því árið 1982 og starfað við leikhús, fengist við
skrif, verkefnastjórn og leikstjórn. Er að vinna að skemmtilegri
sýningu núna hjá atvinnuleikhúsinu hér í borg. Sýning sem
byggir á Völuspá fyrir flmm manna lúðrasveit. Þetta ætlum við
að sýna börnum í vetur.“
Um síðustu helgi var mikil dagskrá í
Jönköping í Mið-Svíþjóð, fallegri borg
sem stendur við suðurenda Vætta-
vatns, sem bar yfirskriftina „Mennin-
ingardagur og nótt“ - hófst að morgni
dags og stóð fram á nótt.
Vanilluís til að slípa raddböndin
„Dagskráin byrjaði með því að ég
hóf lestur Njálssögu. Það var fyrsta dag-
skráratriðið. í Borgarbókasafninu. Svo
lauk dagskránni með því að ég lauk
lestri Njálssögu 14 klukkutímum og 15
mínútum síðar. Þá var ég búinn að lesa
viðstöðulaust að undanskildum stutt-
um hléum sem ég tók svona á hálftíma-
fresti, þrjár til fjórar mínútur í senn að
jafnaði, rétt til að fá mér vatn að drekka,
hlaupa á klóið og fá mér vanilluís sem
er besta smuming fyrir raddböndin
sem um getur."
Að sögn Jakobs var hvatamaður
þessa sérstæða tiltækis borgarbóka-
vörðurinn í Jönköping, Erik Lindfeldt,
en þessari hugmynd hafði Jakob
kastað fram einhvern tíma í vetur.
Það var í tengslum við samtal þeirra á
milli þess efnis að sagnalestur sem
afþreying væri á undanhaldi. „Hann
skoraði á mig að gera eitthvað í því,
fyrst mér þætti svo vera og án þess að
ég gerði mér almennilega grein fyrir
því hvað ég var að segja þá taldi ég að
það þyrfti þá að gera almennilega.
Taka þá lengstu og bestu íslendinga-
sögu sem til er og lesa hana upphátt.
Hann tók mig á orðinu og þá varð
ekki aftur snúið.“
Gersamlega úrvinda eftir upp-
lesturinn
Menn komu og fóru þar sem Jakob
stóð lengi við í Borgarbókasafninu og
las upp úr Njálu. Flestir settust niður
í um korter og hlýddu á, aðrir sátu allt
upp í tvo tíma. „Einn sat með mér frá
upphafi til enda og sagðist aldrei hafa
upplifað neitt skemmtilega. Sem seg-
ir mér að kenningin mín stenst: Að
upplestur er hin ágætasta skemmt-
un.“
Raddböndin stóðu sig furðanlega
vel við allan þennan lestur en Jakob
bjóst einna helst við að það yrðu þau
sem gæfú sig. „En það var furðulega lít-
ið. Reyndar talaði ég næstu tvo daga á
eftir hálfri áttund neðar en ég á venju
til. Aftur á móti var ég líkamlega ger-
samlega búinn. Eins og ég hefði staðið í
þindarlausum skurðgreftri í jafn langan
tíma, fékk harðsperrur og var gersam-
lega úrvinda."
Fulltrúar Guinness viðstaddir að
ári
Nokkrum dögum áður en Jakob tók
til við lesturinn kom upp sú spuming
hvort þama væri met í uppsiglingu. Við
eftirgrennslan í Heimsmetabók
Guinness kemur á daginn að skráð
heimsmet í maraþon-upplestri er frá
árinu 2002 en þá var það lið sex ítala
sem las upphátt í 53 tíma og tvær mín-
útur, sem þýðir tæpa níu tíma á mann.
„Það er langt undir þeim tíma sem ég
las. En til að fá þetta skráð í Guinness
sem formlegt met þurfa fulltrúar
Guinness svo langan undirbúnings-
tíma að það reyndist ekki gerlegt."
Eins og áður sagði hyggst Jakob
endurtaka leikinn að ári og þá verða
fulltrúar Guinness viðstaddir. Njálu-
upplestur Jakobs var á sænsku og hann
studdist við þýðingu Ingegerd Fries,
þýðingu sem hann segir vera þá að-
gengilegustu og áheyrilegustu sem í
boði er. Nokkrar sænskar þýðingar á
Njálu em til. „Þetta er góð þýðing hjá
Fries og þjál til lestrar. Hún gerir sér far
um að hafa orðfæri sem er aðgengilegt
og áheyrilegt. Hún á allt hrós skilið fyr-
ir þessa þýðingu. Ég er ekki ffá því að
nútíma-Svíi skfiji Njálssögu betur en
nútíma-íslendingur. “
Að sögn Jakobs er hugsanlega kom-
inn tími á að endurrita Njálu og færa
textann til nútímahorfs. Þetta er vissu-
lega sprengjusvæði þvf íslendingar
státa sig að því á hátíðarstundum að
geta lesið fomíslensku reiprennandi.
En Jakob segir að ísland sé þá eina
landið þar sem tungumálið hafi ekkert
breyst. „Menn em byrjaðir á að þýða
Biblíuna upp á nýtt. Hver kynslóð verð-
ur að taka til sín sinn menningararf og
ekki væri vitlaust að gera íslenskum
nútímalesendum Njálu aðgengilega."
jakob@dv.is