Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Page 22
22 LAUGARDAGUR 9. OKTÚBER 2004
Helgarblað DV
Þórólfur Árnason, borgarstjóri í Reykja-
vík, hefur lifað mjúku lífi. Eitt mesta
höggið var þegar hann var hrakinn af
forstjórastólnum hjá Tali. Hann lýsir
ánægjunni af núverandi starfi. Þórólfur
var í hlutverki miskunnsama samverj-
ans á slysstað í Hvalfirði en komst að
því ári síðar að um tryggingasvik var að
ræða. Hann missti hundinn Kát undir
bíl fyrir nokkrum árum en heldur áfram
að hreinsa upp hundaskít í borginni og
berst fyrir því að eignast annan hund.
Þórólfur Ámason borgarstjóri hef-
ur setið í tæplega tvö ár í embætti.
Honum bauðst staðan óvænt eftir að
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgar-
stjóri og guðmóöir Reykjavíkurlistans,
hætti snögglega vegna gagnrýni sam-
starfsflokkanna innan R-listans þar
sem óeðlilegt var tahð að hún tæki
sæti á lista Samfylkingar viö alþingis-
kosningar. Þórólfur var á þeim tíma
enn að jafna sig eftir það áfall að vera
hrakinn af forstjórastólnum hjá síma-
fyrirtækinu Tali viö sameiningu við
fslandssíma.
„Þegar ég missti starf mitt sem for-
stjóri Tals var eins og hjartað væri tek-
ið úr mér. Þó hefur lífið kennt mér að
áföll geta leitt til góðs og í dag er ég
sáttur við hvemig líf mitt hefur þróast.
Borgarstjórastaðan bauðst af því ég
var á lausu á þeim tíma,“ segir Þórólf-
ur Ámason um það þegar hann
skyndilega varð atvinnulaus eftir að
hafa verið farsæll forstjóri símafyrir-
tækisins Tals. Við sameiningu við
helsta keppinautinn, Íslandssíma,
varð Þórólfur að víkja fyrir Óskari
Magnússyni.
„Við vorum mjög samhent fólk hjá
Tali og hlupum mjög í takt. Ég hef lif-
að frekar mjúku lífi en þetta var mér
mildð högg. Ég var mjög svekktur en
ég náði því úr mér á einum mánuði.
Ég fékk strax nokkur ágæt atvinnutil-
boð en ákvað að taka mér góðan tíma
til að hugsa málið,“ segir hann.
Ánægður borgarstjóri
Þórólfur segist finna sig vel í því
krefjandi starfi að vera borgarstjóri.
Sem forstjóri Tals var hann þekktur af
því hve vel hann þekkti til starfsfólks
og lét sér annt um hagi þess. Sam-
starfsmaður Þórólfs segir að hann hafi
vitað persónuleg deili á hverjum og
einum og verið vinsæll á meðal síns