Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Side 29
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 9. OKTÚBER 2004 29 Kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson forsýndi á fimmtudaginn mikla heimildarmynd um Bubba Morthens. Myndin hefur verið í um þrjú ár í vinnslu enda segir Ólafur að ekki sé til eins mikið efni um nokkurn einstakling annan á íslandi. Þau voru því mörg handtökin. „Já, ég var að ná REM-stiginu,“ seg- ir Ólafur Jóhannesson kvikmynda- gerðarmaður þegar DV átti við hann viðtal. Þá hafði hann ekki sofið lengi enda lokafasinn í gangi, fíníseringar, klipping og ffágangur. „Það eru ótrú- lega mörg handtök í þessari mynd. Enda er þetta ekki nokkuð sem rubbað er upp. Það gengur ekki, hafi maður ákveðið að gera mynd um Bubba. Hann er mest ‘documenteraði’ mað- urinn á landinu. Það toppar hann eng- inn í þeim efiium: Ekki Vigdís, ekki Davíð... hrein bilun er hversu mikið er til um hann. Ég hef, ásamt klippidýr- inu Benedikt bróður, verið undan- fama mánuði að klippa og við höfum gert margar útgáfur. Loks fundum við línu sem okkur fannst ganga. Allt það sem snertir ævisögu Bubba sjálfs fékk að halda sér. Annað fór beinustu leið út. Myndin er 100 mínútur og erum við að tala um stærstu opnun heimild- armyndar á fslandi hingað til: Myndin er sýnd í þremur kvikmyndahúsum." Bubbaveggurinn Forsýning var haldin á fimmtudag- inn og var henni slengt saman við útgáfupartí hjá Bubba Morthens í Bubbi og Ólafur Það reyndist Ólafi og hans mönnum nokkuð snúið að fínna lykil- inn að kóngnum sem notar einlægriisem vörn! Óli Paiii tók viðtölin sem betur fer þvl þá gat Ólafur verið grimmur við klippiborðið. Smáranum. Myndin hefur verið í vinnslu nú í tæp þrjú ár og hefur Bubbi verið Ólafi og hans mönnum innan handar allan tímann. „Margir hafa ætl- að að gera mynd um Bubba, margir hafa byrjað en hætt svo við. Ég fór að slálja hvers vegna þegar á leið. Þú lend- ir á einhverjum vegg - Bubbavegg. Hann notar einlægni sem vöm. Þú spyrð hann að einhverju og hann veð- ur einlægur beint í vélamar: Fer að tala um alkóhólistann pabba sinn og svo framvegis. Atriði sem fæstir myndu tala um fyrirvaralaust. Þannig afvopn- ar hann menn með því að svara strax hreint og beint. Það tók tímann sinn að finna lykil að honum. Óli Palli er hand- ritshöfundur og hann tók öll viðtöl. Gerði það mjög vel. Það hjálpaði mikið að ég gat haldið ákveðinni fjarlægð á viðfangsefnið og gat því verið grimmari en annars á klippiborðinu." Bíó að horfa á Bubba horfa á bíó Hugmyndina að gerð myndarinnar á útvarpsmaðurinn Óli Palli sem hringdi í Ólaf þar sem hann lá í baði. Þar og þá komst hann að þeirri niður- stöðu að þetta væri málið. Framleið- andi myndarinnar er Ragnar Santos. Ólafur segist „svindla“ upp að ákveðnu marki með því að notast við það sem hann kallar gerviheimildir. Til að mynda leikur sonur Bubba, Brynjar Úlfur Morthens, Bubba ung- an. „Með því var hægt að mynda þriggja þátta bíómyndastrúktúr og það þurfti að hnika einu og öðru til að efnið félli inn í það form. Þetta er ekki ósvipað því og Michael Moore hefur verið að kynna fyrir okkur. Myndir Moores eru ákaflega vel upp byggðar. Þar er kannski að finna ákveðna fýrir- mynd." Bubbi var ekki ailtaf þægilegur viðureignar. „En það góða við Bubba er að ef hann er geðillur, í vondu skapi, þá reynir hann ekkert að fela það. Ög sama hvað hann var þreyttur, alltaf var hann til í allt. Og við fengum alveg frjálsar hendur. Hann var ekkert með puttana í þessu. Hann kom stundum og horfði á það sem komið var og hon- um fannst ekki alltaf þægilegt að horfa. Annars var algert bíó út af fyrir sig að horfa á Bubba horfa á sjálfan sig. En Bubbi sagði eftir þá upplifun að svona sé þetta og hann ætli sér ekkert að röfla neitt í því." Hefur dömpað þeim ófáum kærustunum Þegar talinu víkur að sjálfum kvik- myndagerðarmanninum þá má ljóst vera að honum er léttara að ræða um myndir sínar en sjálfan sig. Hann seg- ist Búðdælingur, 29 ára lítill kvik- myndastrákur sem byrjaði í þeim bransanum fyrir tíu árum, fór alveg á bólakaf. „Já, og hefur maður dömpað þeim ófáum kærustunum til að fá frið til að klippa og gera kvikmyndir. Þetta hljómar eins og brandari en það er mikil kvöl bak við þessa setningu. En þegar allt kemur til alls er þetta spurn- ing um aðlögunarhæfni." Ólafur segist hafa verið með kvik- myndir á bak við eyrað nánast alla tíð. „Ég var að keyra út pitsur eftir mis- heppnaða námstilraun á Italíu. Ég ætl- aði sem sagt að gerast náttúrueðlis- ffæðingur. En svo má segja að þung- lyndið hafi ýtt mér út í þetta kvik- myndadót aÚt. Maður fékk svo mikið ógeð á sjálfum sér. Svo er þetta allt að koma með hjálp góðra manna." Búddamunkur gengur af trúnni og giftist kasakstönskum eró- bikkkennara Og þetta aUt sem er að koma núna eru þrjú stór verkefni sem hafa verið lengi á borði Ólafs. Hann segir að eftir sig liggi það sem hann kallar „nokkrar aumingjastuttmyndir“ en nú er Ólafur að senda frá sér hið mikla verk um Bubba. Og hann er farinn að sjá fyrir endann á mynd um dínamískan söfn- uð sem kallast Afríka United - menn sem eru frá ýmsum heimshomum og mynda utandeildarlið í knattspyrnu. Fyrir liggur áhugi erlendra aðila á að kaupa dreifingarrétt en Ólafur segir Ólafur Jóhannesson Kvikmyndagerðarmaöurinn sem ætlaði að verða náttúrueðlisfræðing- ur, fékk ógeð á sjálfum sér og sneri sér að kvikmyndagerð. ekki tímabært að tjá sig frekar um það. „Svo er það mynd sem ég hef verið að gera síðustu átta ár. Mitt fyrsta verk- efni var mynd um sjálfan tilgang lífsins - 19 ára og ædaði bara að afgreiða þann pakka. Ég ræddi við fulltrúa hinna ýmsu trúarhópa, meðal annars Róbert búddamunk. Afar athyglis- verður maður og sú hugmynd kvikn- aði að gera mynd um búddisma og Róbert. Ég hef fýlgst með honum lengi og hans athyglisverðu sögu. Hann sagði skilið við búddisma á sínum tíma, fór til Kasakstan, kynntist eró- bikkkennara, flutti hana heim og gift- ist henni. Hjónabandið entist í fimm mánuði. Svo var það fyrir fjórum árum að hann fór til Bankok til að gerast búddamunkur á ný. Ég ætla til Tælands í janúar til að fylgjast með honum. Ég hef verið heppinn með söguþráð þeirrar myndar - hann hefur skrifað sig algerlega sjálfur." jakob@dv.is Dagbók leikstjórans á forsýningardag 09:00 13:00 19:00 „Raggi (framleiðandi) vakti mig klukkan n(u til að setja mig f gang, forsýning á Blindskeri f dag. Ég að sjálfsögðu sagðist vera glaðvaknaður, enda mikilvægur dagur framundan. Sofnaði stuttu sfðar. 10:00 Vaknaði fyrir alvöru, tók sturtu, karmur slitnaði og fyllti loftið af vatni. Tók bað f staðinn. Velti þvf fyrir mér hvernig væri að vera Bubbi Morthens og vera fara horfa á mynd um sig. 11:00 Dægurmálaútvarpið hringdi, vildi fá mig f viðtal, fréttastofa sjónvarpsins hringdi, það sama. „Frægur?" Hugsaði ég og horfði f spegilinn, tæp- ast. Ólafur Jóhannesson er ekki gott nafn til að muna. Kannski Óii Jóh. Eða Olavialli. Það ætti að greipast inni f minnið. (Tek fram að á meðan öllu þessu stendur hef ég verið að hlusta á morgun- djassinn og stripplast um á adamsklæðum.) 12:00 Ekkert markvert. Nema jú, nýju fötin passa fínt. Viðtal við Sirrý frá fréttastofu RÚV. Ekkert stress, einkennilegt. Ffnt viðtal. 14:00 Innhverf fhugun. Not. Fór á netið að slæpast. 15:00 DVD diskur sendur á Akureyri fyrir sýninguna þar. 16:00 Viðtal á Rás 2, dægurmálaútvarpið með kollega og meistara Páli Steingrímssyni. Snerist meira og minn um Friðþjóf Helgason (myndatöku- mann) náttúrufrfk. 17:00 Heim, föt, Smárabfó. Bubbi f botn f bflnum. 18:00 Myndin prufuð f þriðja skiptið, Jón Skuggi hljóð- meistari með allt á hreinu. Poll-rólegur með hann, Ragga Santos, Jón Eirfk sýningarstjóra og Benedikt bróður, traustir gæjar. Gestir mættir, allt að byrja. Styttist í sýningu. Brynja, herforinginn hans Bubba búin að skipu- leggja for-partfið af tærri snilld. Hitti Jakob Bjarnason af DV á klósettinu, töluð- um saman milli pissuklefa. Flestir úr mínu Iffi heiðra mig með nærveru sinni, þykir vænt um að vera til. Hitti Bubba, fiðringur f honum, eðlilega. Jónatan Garðarsson peppaði hann upp. Kyssi mömmu, ömmu og Sunnu systir. 20:00 Ræður, alls ekkert stress, afar einkennilegt. Óli Palli þakkar Brynju fyrir að lána okkur Bubba. Benni bróðir minn með einlægar Ifnur. Ég legg áherslu á að þakka Bubba fyrir deila hjarta sfnu með okkur. Enda háalvarlegt mál að þegar gerð er mynd um mann. Get ekki fmyndað mér hvern- ig það er. 20:07 Myndin hefst ...Hef ekki hugmynd um hvað ég er að horfa á. Búin að sjá allt svona nokkur hundruð milljón sinnum. Sýnist fara vel f liðið. Annars takmarkað að marka forsýningar. Allir jákvæðir að sjálfsögðu. 21:53 Léttir, léttir, léttir. Sýningarvélin bilaði ekki, fólk ánægt með myndina ... Bubba létt. Óli Palli segir mér að ég sé snillingur, spegla það. Merkilegt þegar fólk hrósar manni, þá finnst manni samt maður vera sami maðurinn. 22:13 Ölstofan, viðbrögð frá forsýningargestum. Ekk- ert nema gott, ásamt nokkrum áhugaverðum at- hugasemdum. Skemmtilegt samtal við Kjartan f Sigur Rós um myndbandagerð. Ég þakka honum fyrir mikla innspfarsjón af fyrsta disknum þeirra. 23:50 Heim að sofa. Glaður. Þá er það bara dómur göt- unnar á Bubba. Kemur f Ijós. Skrfð undir sæng. Sé starálfinn þeirra Sigur Rós- armanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.