Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Side 34
r 34 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 Helgarblað DV ég ekki alveg viss, það var of langt í það, ég vissi hins vegar hvað ég vildi verða strax, ég vildi verða barnaleikkona, vildi fá að leika í Kardimommubænum og Dýrun- um í Hálsaskógi. Það gekk að vísu ekki eftir, en ég fékk samt annað tækifæri til að leika í Þjóðleikhús- inu, ég lék blinda stúlku á munað- areysingahæli í leikritinu Krafta- verkið, sem fjallaði um ævi Helen Keller. Snædís systir mín tók líka þátt í þeirri sýningu. Það var skemmtilegur tími og við systurnar og Gunnvör Braga sem lék Helen Keller unga urðum góðar vinkonur og brölluðum margt og mikið saman. Ég lék líka í sjónvarpsmynd og síðan í gagnfræðaskóla og með Herranótt í Menntaskólanum í Reykjavík. Ég var þó á mennta- skólaárunum farin að endurskoða hug minn verulega til leiklistarinn- ar, það ver ekki laust við að mér fýndist hún dálítið mikill gervi- heimur. Mig langaði til að gera eitthvað sem var göfugra og skipti meira máli, verða læknir, helst með austurlensku ívafi, nála- stungiúæknir eða nuddlæknir - ég varþó ekki alveg viss... Ég ákvað að leggjast í ferðalög eftir stúdentspróf og átta mig á þvi hvað ég vildi gera við líf mitt - finna sjálfa mig - takast á við það að vera ein og óstudd úti í hinum stóra heimi. Ég þvældist víða, en var þó aðallega í Suður-Evrópu, mikið á Grísku eyjunum. Ég fékk vinnu hér og þar til að framfleyta mér, svo átti ég sjóð í bakhöndinni eftir sumar- vinnu í fiski á Súgandafirði. Ekki það að ég þyrfti mikið, ég ferðaðist mest á puttanum og lifði spart, ævintýraþráin ein réð ferð- inni og það að geta um frjálst höf- uð strokið í öllu tilliti var dásamleg upplifun. Um tíma var ég komin háffa leið til Indlands í hipparútu en sá svo allt í einu engan tilgang í því að vera að þvælast alla þessa leið án markmiðs, hætti við og tók lest til baka. Foreldrar mínir höfðu auðvitað áhyggjur af þessum þvælingi, en ég skynjaði engar hættur sjálf, sendi þeim reglulega póstkort þar sem stóð, ef til vill: „Er í Istambúl, líður vel, ekki hafa áhyggjur. Ykkar Tinna.““ Tinna hlær og hristir höfuðið. „Ég áttaði mig á því síðar, þegar ég eignaðist sjálf börn, hvað þetta hefur verið mikið álag á þau, ég var bara nítján ára og auðvitað ótta- legur kjáni á margan hátt. En ég slapp sem betur fer við öll áföE og uppákomur og tel mig ríka í dag að eiga þennan reynslusjóð. Ég var líka búin að fá útrás fyrir mesta fiðringinn og útþrána þegar ég kom heim og settist á skólabekk í líffræði í Háskóla íslands, átti að verða mjúk leið inn í læknisfræð- ina. Leiklistin varð ofan á Nokkrum vikum síðar hitti ég vin minn, Gunnar Rafn heitinn Guðmundsson, en við höfðum meðal annars starfað saman í Herranótt í MR. Hann tók af mér ráðin og dreif mig með sér í SÁL- skólann, leiklistarskóla sem áhuga- fólk um leiklistarkennslu hafði sett á stofn. Skólinn var kvöldskóli fyrsta veturinn og það má segja að eftir að ég hafði stigið þar inn fyrir dyr, varð ekki aftur snúið. Ég fann að þetta var það sem ég vildi gera, þetta var sá heimur sem ég vEdi lifa og hrærast í. Ég hélt samt út í líffræðinni fram á vor, var í háskólanum á dag- inn en í SÁL á kvöldin. Skólinn var til húsa í gömlu hóteli á Ingólfs- torgi, Hótel Vík. Nemendur ráku skólann sjálfir og sáu um allt sem tilheyrði rekstrinum, greiddu húsaleigu, réðu kennara og mál- uðu veggi og loft. Sumir bjuggu þarna jafnvel. Þennan sama vetur kynntumst við EgEl, maðurinn minn, en hann var þá þegar kom- inn á kaf í tónlistina, bæði í tengls- um við SÁL-skólann, en einnig vour bæði SpUverkið og Stuðmenn í burðarliðnum. Svo það má segja að það hafi verið mikið ævintýri í gangi þenn- an vetur, bæði í mínu eigin lífl, en Tinna Gunnlaugsdóttir andaði að sé andrúmsloftinu í Þjóðleikhúsinu frá unga - aldri og stefndi snemma að því að verða „barnaleikkona“. Á unglingsárunum snérist henni hugur, hún ætlaði að verða læknir, gera eitthvað allt annað, eitthvað sem „skipti máli“. En römm er sú taug sem rekka dregur móðurtúna til og hún endaði með að standa á sviði Þjóðleikhússins áratugum saman. Og nú hefur hún meira að segja verið ráðin til að stjórna húsinu næstu fimm árin. þessu sviði og hverjir fá að sitja þar á bekk eða prUa út um glugga. Því Tinna Gunnlaugsdóttir leik- ari hefur verið skipuð þjóðleikhús- stjóri, fyrst kvenna. Mamman er Herdís Þorvalds- dóttir, helst leikkvenna Þjóðleik- hússins í áratugi og sú fyrsta sem var ráðin þar á fastan samning, að- eins 24 ára gömul. Að hlusta á raddirnar og finna lyktina „Ég held að aUir krakkar njóti þess að koma í leikhús og ekki síð- ur baksviðs en á sýningar. Umfram annað var Þjóðleikhúsið auðvitað vinnustaður mömmu, en stundum fengum við systurnar að fara upp á herbergið og bíða eftir að hún kláraði æfingu eða sýningu. Fyrir mér varð leikhúsið snemma ævin- týraheimur - bara það að sitja uppá herbergi og hlusta á leik- raddir í hátalarakerfmu og fmna þessa undarlegu lykt, sambland af sminki, ryki og Umvatni, var ein- stök upplifun og situr enn í skUn- ingarvitunum, hvað þá ef maður fékk að laumast hljóðlega út í sal og fylgjast með í smá tíma. Ég og Snædís, eldri systir mín, sóttum báðar tíma í listdansskóla ÞjóðleUdiússins og það kom fyrir að við vorum valdar til að taka þátt í leiksýningum. Snædís fékk tE dæm- is hlutverk í Pétri Gaut, lék litlu syst- ur Solveigar, og ég fékk stundum að fara með henni og mömmu á sýn- ingar og sitja baka tE í ljósastúkunni og fylgjast með. Þessi sýning stend- ur hér kristalstær fyrir hugskots- sjónum enn í dag. Myndin af Gtrnn- ari Eyjólfssyni í titilhlutverkinu að lesa í skýin, hann og Amdís Bjöms- dóttir í dauðasenu Ásu og auðvitað senan með Grænklæddu konunni, dóttur Dofrans, sem mamma lék, aEt þetta get ég kaEað fram eins og ég hafi séð það í gær. Sennilega hefur leiklistarbakt- erían grafið um sig þarna. Fyrsta reynsla mín af því að stíga sjálf á fjalirnar var síðan í sýn- ingunni Andorra, en þar gengum við nokkrar stúlkur úr listdansskól- anum þvert yfir sviðið í skrúð- göngu með blómakransa á höfð- inu. Pabbi hafði gaman af því hvað ég tók þetta hátíðlega og sagði gjarnan sögur af því að ég hefði alltaf æft mig heima fyrir sýningar með því að ganga hringinn í kring- um stofusófann með ímyndaðan blómakrans á höfðinu. í leit að sjálfri sér Þegar ég var spurð hvað ég ætl- aði að verða þegar ég yrði stór var „Ein af fyrstu bernskuminning- um mínum tengjast Þjóðleikhús- inu. Ég man eftir mér sitjandi úti í ^ sal. Ég var svo lítil að ég þurfti að teygja mig tU að sjá upp fyrir sætis- bakið fyrir framan mig. Á sviðinu er maður í hvítum sportsokkum, með hvítt parruk og hann situr á bekk. Mamma mín er í glugga fyrir ofan hann og þau eru að tala sam- an. Hún er í ægilega fínum kjól og voðalega sæt. Allt í einu prflar hún út um gluggann og sest á bekkinn hjá manninum." Hver á að vera í hvítum sokkum? Það er langt sfðan litla stúlkan úti í sal flutti sig upp á sviðið. Núna stígur hún niður af því aftur og tek- ur sér að nýju stöðu í salnum, veg- ur og metur það sem gert er á svið- inu. Og ákveður hvað sett er upp á Tinna Gunnlaugsdóttir verðandi þjóðleikhússtjóri „Upplifði nokkra tilvistarkreppu i Þjóðleikhúsinu tilað byrja með."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.