Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Side 41
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 4 7
Margt er
þingið
Það verður mikið þingað
um helgina og hefjast
þau öll fyrir hádegi. í
Salnum í Kópavogi verð-
ur talað um endurnýjuð
áhrif Spánar í samfélagi
Evrópu, í Orkusalnum á
Bæjarhálsi funda ungir
myndlistarmenn um
stöðu myndlistar í núinu
og framtíðinni og í Lista-
safni íslands verður tekið
á varðveislu menningar-
arfsins, innkaup á lista-
verkum, söfnun og varð-
veislu.
Spænska heimsveldið
endurrisið
í Kópavoginum eru fimm
fyrirlesarar: Sigrún Benedikz
talar um kennslu á spænsku,
Rebekka Rán Samper um
myndlist á Spáni, Eirfkur
Bergmann Einarsson talar um
Spán í samstarfi Evrópu, Orri
Árnason spjallar um húsa-
gerðarlist Spánverja og Guð-
mundur Erlingsson kvik-
myndagerðina.
í eftirmiðdag á laugardag
og sunnudag geta forvitnir
kíkt á nýjustu mynd Alma-
dovars, La mala educación, í
Smárabfói en þar er hún sýnd
kl. 18 báða dagana. Konferens
í Kópavogi hefst kl. 10 í dag.
Við Tjörnina
Þar hefst annað þingið í
Listasafni íslands. Þar tala
safnhaukar þjóðarinnar í
myndlistargeiranum: Eiríkur
Þorláksson frá Reykjavíkur-
safninu, Ólafur Kvaran frá rík-
islistasafninu og Níels Haf-
stein sem hefur hrint söftium
á flot bæði nyrðra og syðra.
Svo ræðir Viktor Smári Sæ-
mundsson, forvörður Lista-
safns fslands um varðveislu og
vandamál því samfara að hafa
lifandi efni, striga og olíu,
pappír og leirliti uppi á vegg
hjá sér í sjóðheitum húsa-
kynnum hitaveituþjóðarinnar.
Á Bæjarhálsi
Þar þinga yngri myndlistar-
menn um framtíð sína í fjöl-
breyttri flóru erinda allan dag-
inn. Listinn er of langur til að
geta um hvern mann, en þarna
verður á ferðinni fríður hópur
og er það gleðilegt að þar skuli
hafa safnast annað eins mann-
val. Hefst það þing kl. 10
Mikið væri nú gott að öll
þessi erindi yrðu skjótt sýnileg
á vefsíðum safnanna, sailanna
og samtaka myndlistarmanna
svo forvitið fjölskyldufólk geti
flett upp erindum og áttað sig
á stöðunni.
Austurísk andófskona, Elfriede Jelinek, fær Nóbelinn í ár og er níunda konan til
að fá þessa eftirsóttu viðurkenningu og hundrað og tuttugu miljónir að auki.
Jelinek var ekki talin í hópi þeirra sem þóttu líklegastir í vikunni.
Með vali hennar er Sænska akademían að benda á hið virka and-
óf margra höfunda af kynslóð Jelinek og eldri höfunda gegn
íhaldssemi og formfestu háborgarastéttar Mið-Evrópu. Hún er
að jafna hlut kvenskálda í hópi verðlaunahafa og bæta hlut leik-
skálda í hópnum. Síðast en ekki síst eru verðlaunin viðurkenn-
ing fyrir íjölbreytt ritstörf fyrir marga miðla: Jelinek hefur skrifað
skáldsögur, leikrit fyrir svið og hljóðvarp, ljóð og tilraunaverk
þar sem hún ræðst gegn ofbeldi samtímans gegn konum, kryfur
kynferði og hægri öfgar í heimalandi sínu.
Útgefandi hennar sagði á fimmtu-
dag á Bókamessunni í Frankfurt að
hún ætti þennan heiður skilið. Hún
væri einstakur rithöfundur, hug-
rökk og sýndi hvorki sjálfri sér né
viðfangsefnum sínum miskunn.
Akademían lofar hana fyrir þær
raddir sem kallast á í sögum hennar
og leikritum þar sem hún með ein-
stökum ákafa tungumálsins afhjúp-
ar klisjur samfélagsins og kúgandi
vald þeirra.
Úr kjarna Evrópu
Jelinek er aðeins 57 ára, fædd
1946, og allt bendir til að ferli henn-
ar sé fjarri lokið. Hún er fædd í
kantónunni Styrie inn í millistéttar-
fjölskyldu: móðirin kaþólskur
Austuríkismaður en faðirinn kom-
inn af tékkneskum gyðingum. Hann
var verkfræðingur og vann sér til lífs
að starfa í vopnaframleiðslu öll
stríðsárin. Hún hlaut borgaralegt
uppeldi, stundaði fhaldssama
eirdcaskóla, lærði píanóleik og list-
dans. Frá sjö ára aldri neyddi móðir-
in hana til að stunda jöftium hönd-
um nám í fiðlu, víólu og píanónámi
um sex ára skeið. Hún hóf síðan
nám tónsmiðum við Tónlistaraka-
demíu Vínar sextán ára. Hún kikn-
aði undan álaginu og fékk tauga-
áfall. Tvítug settist hún í háskólann í
Vín og lærði þar lista- og leikhús-
sögu. Uppreisn hennar gegn stífum
borgaralegum lífsháttum hefst 1968,
sama ár og faðir hennar deyr á geð-
sjúkrahúsi.
Fyrstu verk
Hún gaf út sina fyrstu bók, ljóða-
safnið Lisa Shatten, 1967. Hún varð
virk í stúdentahreyfingunni í sínu
íhaldssama Austurríki og tók síðan til
við sagnagerð og samningu útvarps-
leikrita og var fljótt viðurkennd sem
mikið talent og verðlaunuð. í kjölfar-
ið komu verk á borð við „Wir sind
lockvögel baby“ - Við erum tálbeitur,
beibí, satírísk skáldsaga 1970. Næst
kom Mikael 1972 og Die Liebhaber-
innen, Þær sem eru elskaðar 1975 en
þá nokkur þögn uns Ausgersperrten
- Þeir inniluktu - birtist 1980.
Heimurinn er harður í þessum
sögum og miskunnarlaus. Lesand-
inn horfir upp á magnleysi og kúg-
un, bráð og kúgara. Jelinek beinir
ekki síst augum sínum að því hvern-
ig hugmyndir afþreyingariðnaðarins
hafa skotið rótum í hugum okkar og
lifa þar sjálfstæðu lífi og undiroka
okkur og stýra.
Landflótta
Hún bjó jöfnum höndum í Róm
og Berlín um tíma, giftist og sendi
frá sér sitt þekktasta verk, Píanóleik-
arann - Die Klavierspielerin - 1983,
sem var kvikmyndað 2001 og vakti
líkt og sagan mikið umtal, hlaut ótal
verðlaun.
Sagan af píanókennaranum
bælda, órum hennar og kvalalosta,
harkalega meðferð hennar á móður
sinni og nemendum, en auðmýking-
arþörf andspænis elskendum, sýnir
marga kosti Jelinek, djúpskyggni
hennar á völd og veiklun háborgara
Evrópu, opinskáa viðleitni til að
opna kjarna samfélagsins og sýna
hann nakinn.
Austurríki: Þjóð glæpamanna
í Lust- Losti - gengur hún skrefi
lengra í greiningu sinni á ofbeldi
gegn konum sem grunneiningu í
vestrænni menningu, einn helsta
vettvang ofbeldisóra gegn konum.
Verkið er sagt skrifað undir sterkum
áhrifum Sade og Bataille. Tónninn
er léttari en gripið fast.
Tvær síðustu skáldsögur hennar
Die Kinder der Toten - Börn dauð-
ans - 1995 og Gier 2000 hefur hún
beint sjónum sínum að þjóðarvit-
und Austurríkis: Þetta er þjóð
glæpamanna, sagði hún 1980.
Afstaða hennar til samfélags
Austurríkis og sögu þess byggir á
gamalli hefð þar í landi: gagrýnis-
röddum sem hafa ekki hljóðnað alla
síðustu öld: Karl Kraus, Horvarth,
Canetti, Tómar Bernhard stóðu hátt
gegn broddborgaraskap Vinar og
nágrennis. Sumir rekja þá spotthefð
alla leið aftur til Nestroys gamla.
Hún stendur því á gömlum meiði á
hæðni sinni og spotti um betri borg-
ara Austurríkis, samstarf þeirra við
nasista, rasismann og ofbeldisfulla
kúgun þess samfélags innan um
Mozartkúlurnar.
Dramadrottning
Jelinek er ekki minna þekkt sem
leikskáld. Leikrit hennar einkenna
uppbrot á raunsæislegum hefðum
leikhússins. Hún hefur einbeitt sér
að hlut kvenna í orðræðu álfunnar
og sjónmenningu og á síðari tímum
hefur hún í vaxandi mæli ráðist á
hlut fjölmiðlamenningar nútímans.
Oft tekur hún eldri texta til endur-
skoðunar eða leggur út af þeim. Hún
hefur á síðustu árum skrifað stór
verk fyrir svið sem þurfa mikinn
sviðsbúnað og íjölda flytjenda og
bera oft svip af danssýningum.
Aðeins eitt verka hennar hefur
birst hér á sviði, Clara S, sem Nem-
endaleikhúsið flutti fyrir rúmum
áratug undir stjórn Óskars Jónas-
sonar. Sögur hennar og prósaverk
eru til á ensku, frönsku og Norður-
landamálum og eru auðveldast að
nálgast þau í þýðingum þeim serrí
ekki er vellæsir á þýsku.
Frábærir tímar í Orkuverinu:
Átaksnámskeið hefjast 11. október Yoga fyrir krakka hefst 18. október
Orkukonur og orkukarlar, lokuð 6 vikna Fyrir krakka á aldrinum 8-11 ára.
aðhaldsnámskeið fyrir konur og karla á öllum aldri.
Einnig innifalið: Vigtun, mælingar og aðhald með
mataræði.
Ef þú vilt koma þér af stað í góðum hópi þá er þetta
eitthvað fyrir þig.
í þessum tímum er farið í hefðbundnar jógastöður
sem eru útfærðar á leikrænan hátt. Það er notuð
tónlist, sögur, sungið og leikið. Börnin læra að tjá sig,
styrkja líkamann, ná einbeitingu og slaka á.
jóga fyrir alla...lika krakka.
Nánari upplýsingar og skráning í síma
Unglinganámskeið hefst 11. október 594-9630 og á orkuverid.is
Skemmtilegt námskeið fyrir hressa krakka á aldrinum
14-16 ára (8., 9., og 10. bekkur). Kynntu þér tímatöflu og annað sem er í boði á ORKUVERIÐ
t
orkuverid.ls.
Einnig innifalið: Mælingar, aðhald með mataræði og
fræðsla.
www.orkuverid.is
9