Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Síða 44
Helgarblaö DV 44 LAUCARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 Einn besti leikarinn i Hollywood virðist einhvern veginn alltaf leika aukahlutverk. Þó svo sé hefur drauma- smiðjan fyrir löngu uppgötvað hversu mikill snillingur William H. IVIacy er. Sem er eins gott því Macy ætlaði sér að verða dýralæknir og þá hefðum við aldrei fengið að sjá hann í Fargo og Boogie Nights. Fargo William H. Macy I bestu mynd sinni. Sem Jerry Lunder- gaard I Fargo, frábærri mynd Coen■ bræðra. Hann var tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leik sinn. í William Hall Macy er augljóslega ekki þessi týpíska Hollywood- stjarna. Rólegt fas hans og vinaleg framkoma gera það að verkum að hann sker sig úr í öliu glysinu og glamúrnum þar í borg. Þó hann sé kannski sjaldnast aðalstjarnan er naíns aðaU að láta sumar stjörnurnar líta betur út með frábærum leik í aukahlutverkum. Hann leikur í CeUular sem frumsýnd var í íslensk- um kvikmyndahúsum í gær. Macy í hljómsveit Þegar faðir Macys sneri aftur eftir að hafa barist í Seinni heimsstyrj- öldinni kvæntist hann ekkju sem hafði misst mann sinn í stríðinu og átti fyrir eitt bam. WUliam fæddist í Miami á Flórída, 13. mars 1950. Þeg- ar hann var níu ára fluttist fjölskyld- an norður til Cumberland í Mary- lahd þar sem pabbi hans fékk vinnu hjá tryggingafýrirtæki. WUliam gekk í AUegheny- menntaskólann og var vinsæU nem- andi, var tU að mynda kosinn bekkj- arforseti í tvígang. Það var í þessum skóla sem Macy kynntist leiklistinni fyrst þegar hann lék Mordred í upp- setningu á Camelot. Þó að hann hafi W* gaman af að prófa þetta fékk hann ekki leiklistarbakteríuna. Bróðir WiUiams hvatti hann tU að stofna hljómsveit með sér, sem þeir köUuðu Minnesingers. Báðir voru þeir tónelskir og hneigðir tU Usta. Árið 1969, eftir að hafa lokið menntaskóla, var Macy í Reading á Englandi þar sem hann lærði leikfist. Hann tók þó lítinn þátt í uppsetn- ingu á leiksýningum, hafði greini- lega áhuga á leikUst en hafði ekki alveg áttað sig á því fyllUega enn. Hætti við að verða dýralæknir Þegar hann sneri aftur heim skráði hann sig í Bethany-háskólann í Vestur-Virginíu tU að læra að verða dyralæknir. í skólanum var Macy flptlega farinn að leUca í nokkrum leikritum, þar á meðal Of Mice and „Þegar maður gerir eitthvað vel er maður beðinn um að gera það aftur. Snemma á ferlinum hlýt ég að hafa gertþetta (að leika aula) vel og það spurðist út. Þetta er skrýtið því í einkalíf- inu finnst mér ég ekki vera auli. Þvert á móti, mér líður frábærlega." Men, og ákvað þá loksins að þetta vUdi hann gera. Hann skipti yfir í Goddard-háskólann í Vermont og einbeitti sér að leUdistinni. Þar lærði hann af David Mamet, sem þá var upprennandi leikskáld, og mynduð- ust sterk tengsl þeirra á mUli. WUli- am gerðist aðstoðarkennari hjá Mamet, og þeir ásamt nokkrum öðr- um nemendum stofnuðu svo St. Nicholas Company, leikhóp sem tU að byrja með einbeitti sér að því að setja upp leikrit Mamets. WiUiam Macy útskrifaðist frá Goddars árið 1971 og starfaði áfram með leikhópnum um tveggja ára skeið áður en hann fluttist tU KaU- fomfu. Hann fékk í fýrstu engin hlutverk en hafði í sig og á með því að vinna ýmis störf við leiksýningar. Macy gafst upp á þessu og fluttist tíl Chicago þar sem hann hitti aftur fýr- ir David Mamet, sem var þá um það bU að slá í gegn. Macy endurstofnaði St. Nicholas Theater Company og setti upp nokkrar leiksýningar. Vissi að hann yrði að vera í Fargo Þegar Mamet hóf að leikstýra kvikmyndum fékk Macy auðvitað hlutverk í þeim. í fyrstu notaði hann nafnið W.H. Macy en velgengnin lét á sér standa. FeriUinn var á hraðri niðurleið og hann vissi að hann yrði að breyta tíl. Macy losaði sig við skammstöfunina í nafiii sínu og fluttist tU Los Angeles. Þar tók fer- iUinn aftur kipp og hann fékk aukahlutverk í mynd- um á borð við Mr. Hol- land’s Opus og Murder in the First, svo ekki sé minnst á fast hlutverk í nýju og vinsælu sjón- varpsþáttunum Bráðavaktinni. Það var um þetta leyti sem WiUiam H. Macy rakst á handrit sem hann vissi strax að hann yrði að fá að koma nálægt. Eftir fyrsta lestur vissi hann að hann væri fúllkom- inn í hlutverk Jerrys Lundergaard í Fargo, frábærri mynd Coen- bræðra. En bræðumir vom ekki eins vissir í sinni sök. Macy fór í tvö áheyrnarpróf og var neitað í bæði skiptin. Það var ekki fyrr en Macy hafði upp á bræðrunum og hótaði að drepa hundana þeirra að þeir vissu að hann væri réttí maðurinn. Nokkraraf myndum Macy Conquistadora (2005) (f fram- leiðslu) Sahara (2005) (f eftirvinnslu) Cellular (2004) In Enemy Hands (2004) Spartan (2004) Seabiscuit (2003) Stealing Sinatra (2003) The Cooler (2003) Welcome to Collinwood (2002) Focus(2001) Jurassic Park III (2001) State and Main (2000) Panic (2000) Magnolia (1999) MysteryMen(1999) Happy, Texas (1999) A Civil Action (1998) Psycho (1998) Pleasantville (1998) JerryandTomH 998) Colin Fitz (1997) Wag the Dog (1997) Boogle Nights (1997) Air Force One (1997) Fargo (1996) Down Periscope (1996) Mr. Holland's Opus (1995) ( Murder In the First (1995) Benny & Joon (1993) | ,11, lls v' ' < ■; h William H. Macy Eftir Fargo varð Macy þekktur. Nafnið hans var kannski ekki svo þekkt en það þekktu allir andlitið á hon- um. Leikur hans I myndinni var líka frábærogvar hann tilnefndur til óskarsverölauna. Frábær karakterleikari Eftír Fargo varð Macy þekktur. Nafnið hans var kannski ekki svo þekkt en það þekktu allir andUtíð á honum. Leikur hans í myndinni var líka frábær og var hann tUnefndur tíl óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Síðan þá hefur WUliam verið í mörgum frábæmm aukahlutverk- um og stutt þannig við margar af stærsm stjörnum samtímans. Hann er frábær karakterleikari og fólk kemst ekki hjá því að taka eftír WiUi- am H. Macy, jafnvel þó hlutverkin séu h'tU og hæversk. Macy fékk hlutverk í mörgum stórum myndum eftir Fargo. Meðal þeirra eru Air Force One, Wag the Dog, PleasantviUe og State and Main. Þær tvær sem standa þó upp úr em myndir Pauls Thomas And- erson, Boogie Nights og MagnoUa. Macy er hreint ógleymanlegur í þeirri fyrri og stendur sig sömuleið- is frábærlega í þeirri síðari. Nýjasta mynd hans, CeUular á móti Kim Basinger, er komin í íslensk kvik- myndahús og á næstunni gæti ver- ið von á meira góðgætí frá Macy. Á næsta ári verður aUa vega ffumsýnd kvikmyndin Sahara þar sem hann leikur á móti Matthew McCon- aughey og Penelope Cruz. Hún fjallar um landkönnuð sem leitar að guUi í Afríku en fær að kynnast dularfuUum sjúkdómi sem drepur fólk í Afríku í miklu mæli. Sem fyrr er Macy í aukahlutverki en mun væntanlega gera myndina þess virði að sjá hana. En Macy hefur ekki bara leikið í bíómyndum. Hann lék í um 50 leik- ritum á tíu ára tímabih sem hann bjó í New York og hefur leUdð í ógrynni af sjónvarpsþáttum og myndum f sjónvarpi. Áuk þess hefur Macy kennt leikhst og leikstýrt nokioið sjálfur. Hann er kvæntur leikkonunni FeUcity Huffman og saman eiga þau tvær dætur. Þau búa í Los Angeles. hdm@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.