Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Síða 50
5»' LAUAGRDAGUR 9. OKTÓBER 2004
Sport DV
Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari um leikinn gegn Möltu í dag
Ætlum að taka völdin snemma
Ásgeir Sigurvinsson, landsliðs-
þjálfari var brattur þegar DV ræddi
við hann á Möltu í gær en var þó ekki
hrifinn af aðstæðunum sem boðið
var upp á.
„Aðstæður hér koma okkur
ekkert á óvart
enda vissum við
DV, Möltu
V'
fýrirfram
hvernig þær myndu verða. Það er
ekki boðið upp á neitt „Wembley-
gras“ hérna. Völlurinn er ósléttur og
grasið er frekar hart en við munum
ekki láta það á okkur fá heldur reyna
að spila okkar leik.“
Aðspurður um liðið sagði Ásgeir
að hann og Logi væru ekki enn búnir
að ákveða byrjunarliðið en það væri
þó ljóst að einhverjar breytingar
verða gerðar á byrjunarliðinu frá því
í leiknum gegn Ungverjum, sérstak-
lega í ljósi þess að Jóhannes Karl
Guðjónsson er í banni eftir að hafa
fengið tvö gul spjöld í fyrstu tveimur
leikjunum.
Ásgeir sagði að stefnan væri að
taka völdin snemma og setja pressu
á Möltumenn ofarlega á vellinum.
„Við eigum að hafa getuna til
þess og ætlum ekki að bíða og sjá
hvað þeir gera. Við verðum að koma
okkar leik í gang strax, það er
lykillinn á góðum leik,“ sagði Ásgeir.
Aðspurður um Möltuliðið sagði
Ásgeir að það spilaði nokkuð
grimma rangstöðutaktík og reyndi
að sækja hratt þegar það ætti mögu-
leika.
„Þeir eru ekki mjög varkárir í
sínum leik og við verðum að nýta
okkur það. Ef við höldum hreinu þá
er ég fullviss um að við fáum þrjú
stig,“ sagði Ásgeir í samtali við DV í
gær.
henry@dv.is
Glaðbeittur Geiri AsgeirSigurvinsson varí
góðu skapi á æfíngu landsliðsins á Möltu.
DV-mynd Domenic Aquiiina
ÞÆGIND
GÆÐI
Myndaðu þér sjálfstæða skoðunl
Cerato er ekki bara eftirtektarverður við fyrstu sýn. Hann hefur upp á að
bjóða stílhreint og fallegt útlit innra sem ytra. Straumlínulöguð hönnun Cerato
ásamt sérstakri einangrun gerir hann einstaklega hljóölátan í akstri umfram
aðra bíla í sama flokki.
í samræmi við hefðina hjá KIA er Cerato sneisafullur af staðalbúnaöi sem
eykur á þægindi bílstjóra og farþega. Öryggisbúnaður er allur hinn vandaðasti
enda gefur U.S. NHTSA (National Highway Traffic Safety Administration)
Cerato 5 stjörnur fyrir öryggi farþega og bílstjóra. Hjá KIA er öryggi ekki
valkostur heldur partur af hugmyndafræði sem setur fólk fremst.
Þróunarvinnan við Cerato tók yfir 40 mánuði og kostaði nálægt 20 milljörðum
íslenskra króna að fullkomna verkið!
Við getum talið upp svo margt annað sem mælir með Cerato en bestu
meðmælin gefur hann sjálfur.
Komdu, skoðaðu og reynsluaktu!
tm
KIA MOTORS
ÁRFELL - KIA ÍSLAND EHF.
VIÐ KAPLAKRIKA • 220 HAFNARFJÖRÐUR • SÍMI 555 6025 • www.kia.is
KIA CERATO
sjálfskiptur 1.6L kr. 1.790.000,-
Rekstrarleiga frá kr. 32.569.-
Vlnnum ef
við spilum
okkar leik
Þórður Guðjónsson var eina
spurnlngamerldð varðandi
meiðsli í fslenska
hópnum en hann ' '\
ristarbrotnaði í
leiknum j/ • í.
gegn Ung- jgi J J< '
verjum í /r - » •) $
síðasta / m
mán- / ^ ;
uði.
Þór-
ður
virk- \.t ■?; h :
aði %
hins 43$^ »
vegar fiískur á
æfingu í gær og virtist
klár í slaginn. En
spumingin er hvort
hann endist í níutíu . f
mínútur. „Það er jCjgj
ekli spuming að '”#T
við ætlum að taka
þrjú stig f þessum leik og ég er
verttlega bjartsýnn á að við náum
því takmarki. Eg er f fínu standi
og klár í slaginn en það verður
bara að koma í ljós hvort ég geti
tekiö nfutíu mínútur. Það hefur
ekkert reynt á það enn þá. Ég
mun gefa allt sem ég á í þennan
leik og sjá svo til hvað ég endist,“
sagði Þórður. Hann sagði leikinn
í dag leggjast vel í sig. „Ég held að
þessi leikur sé kærkominn fyrir
okkur eftir tvö óþarfa töp gegn
Búlgörum og Ungverjum og við
ætlum okkur sigur í þessum leik.
Við erum vel stemmdir og vitum
hvað þeir geta og hvað við
getum. Ef við spilum okkar leik er
ég ekki í vafa um að við vinnum
leikinn. Þetta er þó erfitt verkefni
því Malta eygir kannski einna
helst að ná í stig gegn okkur á
heimavelli en það er okkar að sjá
til þess að það gerist ekki,“ sagði
Þórður Guðjónsson í samtali við
DV í gær.
Þurfum þrju
stig til að lifa
í riðlinum
Brynjar Björn Gunnarsson
kemur að öllum líkindum inn í
liðið aftur eftir að hafa verið í
leikbanni gegn Ungverjum.
Brynjar sagði í samtali við DV að
hann væri klár í slaginn og
sagðist sjaldan hafa verið í betra
formi. „Það er alveg ljóst aö við
þurfum þrjú stig til að halda lífi í
riðlinum. Við ætlum að leggja allt
undir til að taka þau þrjú stig
sem f boði eru. Liðið frá Möltu
mun væntanlega selja sig dýrt en
ég lofa því að við munum berjast
eins og villimenn á vellinum,“
sagöi Brynjar.
Geir aðstoð-
ar ekki Viggó
Geir Sveinsson mun ekki
verða aðstoðarþjálfari Viggós
Sigurðssonar hjá íslenska lands-
liðinu en Viggó hafði lagt hart að
Geir að vinna við hlið hans.
Viggó staðfesti í samtali við DV í
gær að Geir hafði haft samband
við sig og tjáð honum að hann
gæti ekki aðstoð hann. „Hann gaf
mér í sjálfu sér enga ástæðu fyrir
því en það hefði verið mjög gott
að fá hann," sagði
Viggó sem þarf
að finna að-
stoðarmann ___
sem fýrst. JjiMflHka