Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Síða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.2004, Síða 59
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2004 5ft Aldraðir búi á Álftanesi Bæjarráð Áiftaness vill semja við hjúknmarheimil- ið Eir um uppbyggingu þjónustmbúða fyrir eldri borgara áÁIftanesi. „Jafn- framt sé skoðaður mögu- leiki á rekstri þjónustu- miðstöðvar fyrir eldri borgara, sem tengist íbúðunum. Sam- hliða verði Ieitað eftir landi vegna sllkrar starfsemi og gert ráð fyrir því í skipulagi að land sé frátekið til framtíðamota," segir í bókun bæjaráðs sem þegar hefur falið Gunnari Val Gíslasyni bæjarstjóra að leita samninga við Eir og ræða við Félag eldri borgara um þátttöku félagsins í und- irbúningi málsins. Slagsmál í þinginu Slagsmál brutust út í vikunni á þinginu í Venesúela milli stjórnar- þingmanna og stjórnar- andstöðunnar. Að sögn BBC fór allt í háaloft og kjaftshöggin gengu á milli þingmanna í fram- haldi af heitum umræð- um um mjög umdeilt ^ ölmiðlafrumvarp. Frumvarpinu var víst laumað inn í dagskrá þingsins gegn vilja stjórnarandstöðunnar. Gera þurfti tíu mínútna hlé á þingstörfum með- an þingmennirnir voru kældir niður. Almenn- ingur gat fylgst með slagsmálunum í beinni útsendingu. Breiðdæling- arvilja göng Flreppsnefnd Breiðdals- hrepps hefur sent sam- gönguráðherra ályktun þar sem þess er farið á leit að gerð verði göng undir Breiðdalsheiði, milli Breiðdals og Skriðdals. Ennfremur hafnar hreppsnefnd framkomnum tillögum um breytingu á legu þjóðvegar 1, en sveitarstjóm nágrann- anna í Austurbyggð ályktaði nýlega á þá leið að þjóðvegur 1 skyldi fara um ný Fáskrúðsfjarðargöng f stað vegarins um Breið- dalsheiði eins og nú er. Vampírugarð- urstofnaður Rúmeníumenn em nú að byggja fyrsta vampím- garðinn í heiminum, það er skemmtigarð sem innblás- inn er af Dracula greifa. Riflst hefúr verið um stað- setningu á garðinum und- anfarin þrjú ár en nú hafa menn komið sér saman um að garðurinn skuli rísa í grennd við höll konungsins Vlad Tepes sem var fyrir- mynd Bram Stokers í fýrstu bókinni um Dracula. Meðal annars er ætlunin að hafa golfvöll í garðinum og skemmtanir fyrir bæði börn og fullorðna sem gaman hafa af blóði drifnum hryllingssögum. Spaugstofuleikarinn Karl Ágúst Úlfsson og Ásdís Olsen kona hans stefna Guðrúnu Þóru Hjaltadóttur næringarráðgjafa til að greiða hálfa milljón sem vantar upp á 25,7 milljóna kaupverð íbúðar á Ægisíðu. Guðrún telur leynda galla hafa verið í íbúðinni sem hún keypti í janúar 2003 og neitar því að borga fullt verð. Héraðsdómur Reykjavíkur þarf nú að skera úr um hvort kaupandi íbúðar hjónanna Karls Ágústs Úlfssonar og Ásdísar Olsen á að greiða fullt verð eða hvort veita eigi aflslátt vegna leyndra galla. „Þetta er ómerkilegt mál,“ segir Karl Ágúst Úlfsson spaugstofustjóri sem ásamt eiginkonu sinni Ásdísi Olsen hefur stefnt Guðrúnu Þóru Hjaltadóttur næringarráðgjafa til að greiða eftirstöðvar af verði íbúðar sem Guðrún keypti af þeim hjónum. Lak inn og á milli hæða Guðrún keyptí íbúðina á Ægisíðu 98 í janúar 2003. Kaupverðið var 25,7 milljónir króna. Fljótlega taldi hún sig sjá marga galla á íbúðinni sem vísvitandi hefði verið haldið leyndum fýrir henni við kaupin. Guðrún neitaði í kjölfarið að greiða 1,5 milljón króna sem voru eftir- stöðvar kaupverðsins. Meðal gallanna sem sagðir eru hafa komið í ljós voru lekir gluggar og baðherbergi sem lak úr ofan á kyndiklefa sem þar er undir. Eftir að matsmaður hafði verið fenginn til að meta þörf á viðgerðum og áætlaðan kosmað greiddi Guð- rún spaugstofuhjónunum eina milljón króna. En Karl Ágúst og Ás- dís telja sig eiga heimtingu á þeirri hálfu milljón króna sem eftir stend- ur. Með hæðinni sem Guðrún keypti af hjónunum fýlgir hálfur kjallari. Meðal annarra núverandi íbúa hússins má nefna Jakob R. Möller hæstaréttarlögmann. Húsið er byggt árið 1950. Smámunasemi út í hött Mál Ásdísar og Karls Ágústs gegn Guðrúnu Þóru var tekið fyrir í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Hjónin vilja fá það sem út af stendur af kaupverðinu auk útlagðs lögfræði- kostnaðar vegna málarekstursins. „Þetta em algerir smápeningar," segir Ásdís Olsen, sem býr nú með Karli Ágústi í einbýlishúsi í Heiðar- lundi í Garðabæ. „Hún fór í einhverja smámuna- semi og var eitthvað ósátt. Það er búið að kveða til matsmenn sem eru búnir að vísa þessu öllu frá. En hún hefur samt ákveðið að halda hluta af peningunum eftir. Við erum al- veg ömgglega í rétti svo þetta er al- „Við erum alveg ör- ugglega í rétti svo jf þetta er alveg út í hött hjá henni veg út í hött hjá henni. En þetta er eina leiðin sem við höfum," segirÁs- dís. „Fólk er einfaldlega ekki sam- mála um hvað sé á ábyrgð seljanda og hvað á ábyrgð kaupanda," bætir Karl Ágúst við. Guðrún Þóra segist ekkert vilja láta hafa eftir sér um ágreining sinn við Karl Ágúst og Ásdísi á meðan dómsmálið sé óútkljáð. gar@dvjþ,. Karl Ágúst Ulfsson og Ásdfs Olsen Við erum I rétti og þetta er ómerkilegt smdmál segja spaugstofuhjónin sem seldu ibúðina sina á Ægi- slðu fyrir 25,7 milljónir króna. Kaupandinn neitar að greiða síðustu hálfu milljónina afkaupverð- inu vegna meintra leyndra galla á íbúðinni. Guðrún Þóra Hjaltadótt- ir Segir fbúðina sem hún keypti á Ægislðu hafa verið meingallaða og neitar að greiða umsamiö verð. Ægisíða 98 Deilt er um meinta leynda galla llbúðl þessu húsi á Ægi- síðu. Gluggar láku og vatn streymdi úr baðherbergi ofan I kyndiklefa. Framleiðendur Næslands fyrir dóm Sendi 3 milljóna Audi fram af klettum Neita að borga afpöntuð herbergi „Þetta er vegna ágreinings um hóp sem pöntuð var gisting fyrir en mætti ekki," segir Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótels Keflavíkur, sem stefnt hefur framleiðanda kvik- myndarinnar Næslands til að greiða 100 þúsund krónur. Steinþór segir hótelið vilja greiðsluna fyrir herbergi í þrjár nætur sem aðstandendur Næs lands hafi pantað með fimm daga fyrirvara í sumar vegna töku myndarinnar. Listí með nöflium gestanna hafi verið sendur hótelinu. „Áætlanir þeirra breytt- ust á síðustu stundu. Her- bergin voru afbókuð sama dag og hópurinn áttí að koma. Þórir Snaer Sigurjónsson Fram- leiðandi Næslands neitar að greiða 100 þúsund krónur fyrir hótelher- bergi sem voru afpöntuð I Keflavlk. Það er ágreiningur um hvort við eig- um rétt á þessum greiðslum eða ekki. Við erum bara að fara fram á að þeir borgi fýrstu nóttina. Við teljum það vera eðlilega kröfu, enda lentum við í vandræðum því við höfðum vísað fólki frá. Þeim fannst hins veg- ar ekki sanngjarnt að þeir borguðu þar sem tiltölulega stutt væri síðan þeir hefðu bókað," segir Stein- þór og ítrekar að kvikmyndafram- leiðandinn sé í raun ekki að hlaup- ast á brott frá við- urkenndri skuld. Forsvarsmenn Næsland telji fyrir- tækið einfaldlega ekki eiga að greiða fyrir þjónustu sem eldd hafi verið nýtt. Þóttist hafa bjarqast úr bílslysi Þrítugur maður, Benedikt Matthí- asson, fékk fimm mánaða fangelsis- dóm í Hæstaréttí í gær. Hann var dæmdur fyrir að hafa sviðsett bílslys í Vættarnesskriðum þar sem hann var á leiðinni frá Fáskniðsfirði að Hall- ormsstað. Benedikt kallaði til lögreglu þar sem hann sagði bíl sinn, þriggja milljón króna Audi, hafa hrapað fram af klettunum. Hann var á stutterma- bol og var með drullu og skrámur á öðrum handleggnum. Benedikt sagð- ist hafa verið á 60-70 kílómetra hraða þegar hann fór ffam af, en honum hefði tekist að stökkva úr bílnum á ferð. Lögreglu þótti firásögnin grun- samleg og komst að því að hjólfór hefðu verið í kantinum sem bentu til þess að bíllinn hefði ekki getað verið á þeirri ferð sem Benedikt sagði. Fyrir Fáskrúðsfjörður Þritugur maður sviðsetti bllslys en lögreglan á Fáskrúðsfirði upplýsti máliö. dómi vitnuðu ýmsir sérfræðingar og studdi málflutningur þeirra grun- semdir lögreglu. í héraði dæmdi Helgi Ómar Bragason jarðeðlisfræð- ingur í málinu. Benedikt krafðist þess að dómurinn yrði gerður ómerkur þar sem Helgi hefði verið skólameist- ari í Menntaskólanum á Egilsstöðum og vikið Benedikt úr skóla vegna áfengisneyslu þegar hann var þar við nám og væri því vanhæfúr. Þetta gerðist fyrir 10-14 árum og Ilæstirétý ur sagði þetta ekki skipta máli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.