Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2004, Síða 29
DV Fókus
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER2004 29
Leikarinn Christopher Reeve lést á sunndagskvöldið 52 ára að aldri. Leikarinn sló Stjörnuspá
eftirminnilega i gegn sem Súperman árið 1978. Reeve, sem var lamaður frá hálsi eftir
að hafa dottið af hestbaki árið 1995, lést af völdum hjartaáfalls. Hann hafði snúið aft-
ur í kvikmyndabransann auk þess að vera talsmaður lamaðra.
,ann Reeve var til-1
lóþekkturáðuren P
gldi I hlutverk ofur- r
iar en stjarna hans \
tárið 1978þegar
úlkaði Súperman i |
ikiptið.Framleið-
myndarinnar vildu
ndlit og laist straxvel
,es emvarvelvaxinn
, teiknimyndahetjam
.
The Worst
Vogin0.se/)f.-2i.o*f.j
Vogin er mjög tilfinninganæm
á þessum árstíma. Hlustaðu betur, vertu
þolinmóðari og hættu að taka á þig
ábyrgð á mistökum sem þú hefur jafnvel
upplifað í samböndum fortíðar. - Þegar
hjarta þitt opnast og er ekki bundið
neinu framkvæmir þú án erfiðis, kæra
vog. Stjórnaðu tilfinningagáttum þínum
algerlega meðvitað.
111
Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0v.)
Upplifðu áhyggjuleysi og unað
samhliða breytingum sem birtast þér fyrir
vikulok kæri sporðdreki. Hér birtist eld-
heitt, hávaðasamt og ástriðufullt samband
tveggja öflugra einstaklinga (þú ert án efa
annar þeirra) sem hika ekki við að beita
viljastyrkog hagræðingu öllum stundum.
Bogmaðurinn(22.n*.-2/.tej
^4. --------------------------------
Þú hneykslast ekki og leyfir ná-
unganum að móta eigin skoðanir sem er
góður kostur í fari þínu kæri bogmaður.
Júpíter stýrir þér og sýnir að innra með þér
ríkir ávallt bjartsýni, sjálfstæði og léttleiki.
y Steingeitin p;.fc-;9./an.j
^ Þessa dagana ættir þú að
stjórna athöfnum þínum af mikilli ná-
kvæmni ef þú ert fædd/ur undir stjörnu
steingeitar. Að sama skapi birtist þú eftir-
gefanleg/ur og það reynir eflaust virki-
lega á þig á tilfinningasviðinu.
SPÁM AÐUR.IS
Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnmála-
fræðingur er 38 ára í dag. „Af einhverj-
um ástæðum kemur fram að hún er sér-
staklega glæsileg sama í hvaða ástandi
hún er. Hún er vinur í raun, sáttasemjari
(öllum ágreiningi og mjög
aðdáunarverður elskhugi.
Hátíðahöld eru framund-
j an (sigurtákn birtist) þar
! sem fjölskylda hennar og
í félagar koma saman og
fagna með henni í góðu
yfirlæti," segir í stjörnuspá
hennar.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Leikarinn Christopher
Reeve lést á sunnudagskvöldið
52 ára að aldri. Reeve var
þekktastur fyrir hlutverk sitt
sem ein allra þekktasta ofur-
hetja heimsins, Súperman.
Hann féll í dá eftir að hafa feng-
ið hjartaáfall um helgina og lést
seint á sunnudagskvöldið.
Lamaður frá hálsi
Leikarinn var lamaður frá
hálsi og niður og átti erfitt með
að tjá sig eftir að hafa fallið af
hestbaki í maí 1995. Eftir slysið
varð Christopher talsmaður
rannsókna mænuskaddaðra.
Hann hafði eytt síðustu vikunum á
sjúkrahúsi vegna legusárs sem er al-
gengur fylgifiskur lömunnar. „Fyrir
hönd allrar fjölskyldunnar vil ég
þakka þeim fjölda lækna og hjúkr-
unarfræðinga sem og milljónum að-
dáenda um heim allan fyrir stuðning
þeirra og ást í garð eiginmanns
míns,“ sagði Dana eiginkona hans
eftir andlátið.
Reeve var tiltölulega óþekktur
áður en hann nældi í hlutverk ofur-
hetjunnar en stjarna hans reis hátt
árið 1978 þegar hann túlkaði Súper-
man í fyrsta skiptið. Framleiðendur
myndarinnar vildu nýtt andlit og
Christopher Reeve Samkvæmt lækni gat
Reeve hreyft nokkra fíngur og nokkrar tær.
Hann gat einnig fundið muninn á heitu og
köldu og oddhvössum og rúnnuðum hlut-
um. Um tima taldi læknirhans jafnvel
mögulegt aðhann myndi geta gengið aftur.
leist strax vel á Reeve enda var hann
vel vaxinn lfkt og teiknimyndahetj-
an. Segja má að Reeve hafi orðið
heimsfrægur á einni nóttu og pen-
ingamir fóru að streyma inn.
Mikill baráttumaður
Reeve hafði mikil áhrif á baráttu
lamaðra fyrir betri kjörum og fékk
gesti Óskarsverðlaunahátíðarinnar
til að tárast er hann óskaði þess að
fleiri kvikmyndir um félagsleg
vandamál yrðu gerðar. „Hollywood
þarfn-
ast áskor-
unar. Höld-
um áfram að taka
áhættu. Kvikmynda-
heimurinn er eins góður
vettvangur fyrir baráttuna og
aðrir. Ef ekki betri.“
Missti aldrei vonina
Reeve lét ekki deigan síga og
snéri aftur í bransann bæði sem
leikari og leikstjóri.
Samkvæmt lækni gat hann hreyft
nokkra fingur og nokkrar tær. Hann
gat einnig fundið muninn á heitu og
köldu og oddhvössum og rúnnuð-
um hlutum. Á tíma taldi læknirinn
hans jafnvel mögulegt að hann
myndi einhvern tíma fá nægilegan
mátt
í fæt-
urna til
að ganga
aftur. Reeve
sagði sjálfur að
það mikilvæg-
asta fyrir hann
væri að geta fundið
fyrir faðmlögum eigin-
konu sinnar og barna.
Margir stórlaxar í
Hollywood hafa sent frá sér
fréttatilkynningar til að heiðra
minningu leikarans. „Andláti þess-
arar hetju fylgir mikil sorg. Það
fyrsta sem kemur í hugann eru per-
sónutöfrar Christophers. Hann var
frábær hasarmyndaleikari. Það var
okkur öllum áfall að sjá leikarann
sem túlkaði Súperman, svo ógleym-
anlega, lamaðan í hjólastól og nán-
ast mállausan en við trúðum öll að
hann myndi ná sér en nú er sú von
farin," sagði leikstjórinn Michael
Winner.
Krabbinng2./úri-22./iiw________
Þú ættir fyrir alla muni að huga
vel að tilfinningum þínum frekar en
köldu raunsæi sem birtist samhliða
stjörnu krabbans. Leyfðu hjarta þínu að
stjórna ferðinni.
LjÓniðfJJ .júli-22. ágúst)
Þegar völd eru annars vegar kýs
Ijónið að standa fremst í flokki og finnst
það ráða við hvaða starf sem er með sitt
mikla og háa sjálfsmat í farteskinu.
Meyjan (23. ágúst-22. septj
Hér birtist meyjan vernduð og
elskuð eins og hún hefur lengi þráð, jafn-
vel allt frá bernsku.
W Vatnsberinn (20./an.-is./eár.j
VV -----------------------------------
Þú ættir að hrinda af stað um-
breytingum á orku og upplýsingum með
réttu hugarfari. Nýr kafli bíður þín ef
marka má stjörnu þína.
W Fiskarnir(/!i. febr.-20. mars)
' ' Heimur fiska er samfellt ævin-
týri og trú þeirra á sanna ást mun ávallt
vera til staðar. Þú kýst að láta hlúa að þér
því á þessum árstíma þarfnast þú
ómældrar alúðar og hlýju og ert svo
sannarlega fær um að opna faðm þinn og
hjartastöðvar óttalaus þegar ástin er ann-
ars vegar.
Hrúturinn (21. mars-19. a
Umhverfi þitt einkennist af
hlýju, mýkt, tilfinningalegu jafnvægi, að-
lögunarhæfni og ekki síður góðum
stundum ef þú tilheyrir stjörnu hrútsins.
Hins vegar hafa síðustu dagar einkennst
af gagnkvæmri ogjafnvel óskiljanlegri
aðdáun milli þín og félaga eða elskhuga
þíns.
Nautið (20. april-20. mai)
Nautið er mjög meðvitað og
rómantískt þegar ástin er annars vegar
þessa dagana. Þú ert án efa afkasta-
mikil/l þessa dagana og vikurnar
framundan og vissulega fær um að
skilja og hlúa að eigin væntingum
varðandi dýpstu drauma og þrár.
nTvíburarnir (2/. mo/-2;./ú/)0
Hér birtist þú efnislega þenkj-
andi en átt það hinsvegar til að gleyma
fjármálahlið heimilisins. Þú lifir á einhvern
máta í einhverskonar draumaheimi mið-
að við stjörnu þína og ættir að leyfa
manneskjunni sem þú elskar innilega að
kynnast hugarórum þínum og þrám.
Aronnd the Sun er þrettánda
breiðskífa R.E.M. og sú þriðja eftir
að trommuleikarinn Bill Berry
ákvað að yfirgefa sveitina árið 1997
og hefja búskap. Þegar Berry hætti
var Michael Stipe, söngvari
sveitarinnar, spurður að því hvort
sveitinni væri stætt á því að halda
áfram án Berry og svaraði Stipe að
hundur með þrjá fætur væri ennþá
hundur. Miðað við frammistöðu
þeirra félaga, Mike Mills,
Michaels
Stipe og
Peters
Buck, á
þessari
plötu þá er
þessi
hundur á
þremur
fótum í
besta falli
haltur en í
R.E.M.
Around The Surt
Warner Bros./Skífan
★
Tónlist
versta falli á leiðinni að vera lógað.
Það verður að segjast eins og er
að þessi gripur gerði afskaplega
lítið fyrir mig. Fyrsta lagið, Leaving
New York, er reyndar afbragðsgott,
en eftir það taka við tólf lög sem eru
hvert öðru leiðinlegra. TUfinningin
sem hefur einkennt söng Michaels
Stipe á fyrri plötum sveitarinnar er
víðsfjarri, lagasmíðamar eru mátt-
lausar og langt úr takti við það sem
þessir menn hafa sent frá sér áður
og það verður bara að segjast eins
og er að semúlega hefði diskurinn
átt að heita eftir eUefta lagi disksins,
The Worst Joke ever. „Give me a
minute and I’U teU the setup for
the worst joke ever,“ segir Stipe í
laginu og hann gæti þess vegna átt
við plötuna sem hann var að skila
af sér ásamt félögum sfnum. Hún
er svo hlægUega léleg og langt
undir þeim gæðum sem þessir
menn hafa vanið aðdáendur sínar
á í gegnum tíðina.
Það sýndi sig hins vegar á
síðustu plötu R.E.M, Reveal, aö
þeim er farið að förlast og því
miður heldur þróunin hér áfram.
Ég ætla bara rétt að vona að þessir
ágætu herramenn taki sig saman í
andlitinu þegar kemur að útgáfu
næstu plötu - annars geta þeir
pakkað saman.
Peter Buck talaði um að þeir
legðu ferilinn að veði með þessari
plötu - ég myndi skjóta mig ef ég
væri í þeirra sporum.
Óskar Þorvaldsson
Joke Ever - ég er hræddur um það
%