Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2004, Síða 31
DV Síðast en ekki síst
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 2004 31
Ef Halldór væri kona
„Af hverju er Steingrímur Joð ekki
kona?“ spurði Hannes Hólmsteinn í
Silfri Egils fyrir viku. Það kom fát á
viðmælenduma og þeim vafðist
tunga um tönn. „Hannes þó!“ hugs-
uðu sumir kannski með sér. Svarið er
hins vegar sáraeinfalt. Það væri mjög
óheppilegt fyrir Steingrím Joð að
vera kona af því að þá væri hann ekki
formaður vinstrigrænna. Raunar
væri Steingrímur ekki formaður í
neinum stjórnmálaflokki á íslandi í
dag ef hann væri kona. Hann væri í
mesta lagi varaformaður eða ffam-
kvæmdastjóri. En ekki formaður.
Það eru bara karlar sem fá að vera
flokksformenn.
Þær vegtyllur sem Halldór
hefði misst af
Þannig var spuming Hannesar
Hólmsteins í rauninni mjög djúp
þótt hún kunni í fyrstu að hafa virst
tómt bull. Hún vekur upp margar
aðrar gmndvallarspumingar af svip-
uðum toga. Af hverju er Halldór As-
grímsson til dæmis ekki kona? Aftur
blasir svarið við. Það hefði jafnvel
verið enn bagalegra fyrir Halldór að
vera kona en fyrir Steingrím Joð. Sá
síðamefhdi er bara formaður í næst
minnsta sjómmálaflokki landsins og
veraldargengi hans er í samræmi við
það. En hugsið ykkur allan þann
starfsff ama og vegtyllur sem Halldór
að segja hún - hefði fylgt sínum
manni á vit tækifæranna í Reykjavík
ef örlögin hefðu hagað því svo að
leiðir eiginmannsins hefðu legið
þangað.
Jafnvel má geta sér til um að hin
bosmamikla skonnorta frú Hall-
dóra Ásgrímsdóttir hefði drifið sig í
að taka stúdentspróf frá öldunga-
deildinni, farið svo í Kennarahá-
skólann og gerst gmnnskólakenn-
ari. Bara svona að gamni sínu, sjáið
þið til, en ekki vegna launanna,
enda væri þessi ágæta kona hvort
sem er kvótadrottning og milljóna-
mæringur. Þannig að kennaraverk-
fallið hefði ekki komið neitt sér-
staklega við heimilisfjárhaginn þar
á bæ.
Frekar, bitrar og skapillar
kerlingar
Annar Halldór sem hefði áreiðan-
lega átt allt aðra ævi ef hann væri
kona er forseti Alþingis. Það er að
vísu ekki fordæmalaust kona gegni
Fyrir austan er ekki talið kvenlegt að gerast
löggiltur endurskoðandi þannig að sennilega
væri Halldór bara heldri frú á Höfn í Hornafirði
efhann væri kona. Og hefði þótt gott.
hefði misst af ef hann hefði fyrir
dutdunga móður náttúm fæðst í
kvenmannsmynd.
Þar sem hann væri tæplega sæt
og ljóshærð skutla mætti ekki einu
sinni nota hann til skrauts á auglýs-
ingamyndum til að gefa flokknum
ferskara yflrbragð Lflct og Sjálfstæðis-
flokkurinn gerir með Þorgerði
Katrfnu menntamálaráðherra.
Hefði Halldóra fylgt manni
sínum á vit tækifæranna?
Það em sem sagt hverfandi líkur á
því að Halldór Ásgrímsson væri for-
sætisráðherra ef hann væri kona.
Það er hæpið að hann hefði orðið ut-
anríkisráðherra og óhugsandi að
hann hefði verið gerður að formanni
Framsóknarflokksins. Já, allt hans Kf
hefði orðið á annan veg. Fyrir austan
er ekki taflð kvenlegt að gerast lög-
giltur endurskoðandi þannig að
sennilega væri Halldór bara heldri
frú á Höfn í Homafirði ef hann væri
kona. Og hefði þótt gott. Að vísu er
ekki fyrir að synja að hann - það er
þessari virðingarstöðu - því tak-
marki erum við fyrir löngu búin að
ná á þessu jafnréttissinnaða landi.
En ætli það væri sami kraftmikli still-
inn á embættisfærslunum ef þing-
forsetinn héti Halldóra Blöndal? Eg
veit ekki hvað fólk segði ef ffú forseti
kastaði fram vafasömum ferskeytl-
um við öll hugsanleg tækifæri eins og
hver annar hrossabrestur að norðan.
Alltént má fullyrða að engin ís-
lensk kona, hvort sem sem hún
væri þingforseti eða bara húsmóð-
ir, myndi snýta sér hátt og snjallt í
beinni sjónvarpsútsendingu.
Það er ekki heldur neinn vafi á því
að forseti Alþingis yrði að hafa betri
hemil á önuglyndi sínu, fiekju og
vanstillingu skapsmunanna ef hann
væri kona. Ekki misskilja mig - auð-
vitað er líka til fullt af frekum, bitrum
og skapillum kerlingum; en hvað
myndi gerast ef kvenforseti hleypti
upp þingsetningu með því að hreyta
út úr sér geðvonskulegum staðhæf-
ingum á svipaðan hátt og Halldór
Blöndal gerði hér um daginn?
Halldór Blöndal er enginn
„girlie man"
Spumingin er í raun óþörf. Það er
ákaflega óflklegt að nokkurri konu,
hversu mikið skass sem hún væri,
dytti í hug að sfl'ta sundur friðinn á
Alþingi. Það má að minnsta kosti
bóka það að kona hefði valið lúmsk-
ari aðferð til að ná fram markmiðum
sínum, ef einhver væru. Baktal, ill-
mæli og rógur eru þó baráttuaðferð-
ir sem eru fyrir neðan virðingu
sannra karlmanna.
Og Halldór Blöndal er enginn
„girlie man“, eins og Arnold
Schwarzenegger, framtíðarforseti
Bandaríkjanna, myndi orða það. Hér
er kannski komið að kjarna málsins:
vafasamt er að þingsetningarræða
Halldórs Blöndals hafi haft nokkuð
annað markmið en það eitt að skapa
ófrið og skemmta nokkrum herská-
um körlum af Engeyjarættinni.
Svona á að valta yfir þessar móðgun-
argjömu stelpur og stelpustráka í
stjómarandstöðunni, frændi sæll!
Davíð væri frægasta skap-
gerðarleikkona landsins
Það leiðir hugann að öðrum
áhrifamiklum stríðshaukum í flokki
þingforseta - og fer þar vitaskuld
ffemstur fyrrverandi forsætisráð-
herra, núverandi utanríkisráðherra.
Síðustu mánuðina sem Davíð Odds-
son veitti ríkisstjóminni forystu var
það helst á stefhuskrá hans að ala á
úlfúð og sundurþykkju, einkum hér
heima en einnig í óvinalandi okkar,
Irak. Fæmstu stjórnmálaskýrendum
hefur ekki tekist að benda á neinar
sérstakar ástæður fyrir furðulegum
uppátækjum hans aðrar en gamal-
dags karlrembu og venjulegt mikil-
mennskubrjálæði sem hlýst af allt of
langri setu við kjötkada valdsins. Hitt
er ljóst að Davíð Oddsson væri ekki
Alltént má fullyrða að
engin íslensk kona,
hvort sem sem hún
væri þingforseti eða
bara húsmóðir, myndi
snýta sér hátt og
snjallt í beinni sjón-
varpsútsendingu.
þar sem hann er nú ef hann væri
kona. Hann væri sennilega frægasta
skapgerðarleikkona landsins eftir að
hafa brillerað í hlutverki Lýsiströtu á
Herranótt.
Eða kannski væri hann bara önn-
um kafinn við sláturgerð heima á
Selfossi og fengi útrás fýrir stjóm-
lyndi sitt með því að vera einlægt að
rexa í veslings kallinum sínum, hon-
um Ástráði.
En ef Ingibjörg Sólrún væri
karlmaður?
Lengi mætti prjóna við þennan
leista en ætli boðskapurinn sé ekki
kominn til skila. Þjóðfélagið væri
betra, réttlátara og umfram allt ró-
legra ef Halldór Asgrímsson, nafni
hans Blöndal, Davíð, ýmsir nótar
hans og jafnvel Steingrímur Joð
væru konur. Kannski væri vistin
svolítið dauflegri - en það yrði bara
að hafa það. Aftur á móti verður
ekki hjá því komist að benda á að
það eru tvær hliðar á þessu máli
eins og á öllum málum. Ætli ein-
hverjum myndi ekki renna kalt vatn
milli skinns og hörunds ef hann
vaknaði einn góðan veðurdag upp
við það að Ingibjörg Sólrún væri
orðin karlmaður?
• Útgefandinn Óttar Felix Hauks-
son er svo sannarlega að slá í gegn
með því að ná und-
ir sig heimsrétti á
lögum hins ítalska
Robertino sem fór
beint í 9. sætið á
opinbera danska
sölulistanum. Kín-
verjar hafa einnig
tekið Robertino opnum örmum.
Stefnt er að því að gullbarkinn Ro-
bertino komi til íslands í vetur og
haldi tónleika í Austurbæjarbíó...
• Sirrý er stöðugt að koma áhorf-
endum á óvart með gestum sem slá
í gegn með fádæma berorðuym lýs-
ingum á lífi sínu. í næsta þætti
munuhjónin Margrét Frfinaxms-
dóttir alþingismaður og Jón Gunn-
ar Ottósson ræða af
einlægni hjónalíf í
skugga
brjóstakrabba-
meins. Margrét
mun við þetta tæki-
færi kom ffarn á
bikinibaðfötum...
• Dorrit Moussai-
eff sló í gegn í aug-
lýsingu Rauða
Krossins fyrir
átakið „Gengið til
góðs“ þar sem hún
sat á hjóli í lopa-
peysu og með bauk. Einn höfunda
auglýsingarinnar er Júlítis Þor-
finnsson hjá Mættinum og dýrð-
inni. Þegar Dorrit sat fyrir hringdi
sími hans með
háværu jarmi
sem vakti í
senn kátínu
og athygli
Dorrit.
Eldsnemma
morguninn
mun for-
setafrúin
hafa hringt í
Júlíus til að
fá upplýs-
ingar um
hvar hún
gæti nálgast
jarmandi
hringitón...
Einhleypir karlar
hættulegir börnum?
Ottó Sveirisson skrifai og skorar
á sýslumann aö svara:
Oft rennur það í gegnum huga
minn hvort mun-
ur sé á karlkyn-
inu og kvenkyn-
inu þegar kemur
að barnauppeldi.
Ástæða þessarar
hugrenningar er
sú framkoma
sem karlmönn-
um er sýnd þegar
þeir vilja sinna uppeldishlutverki
sínu eftir skilnað frá eiginkonu
sinni.
Bæði hafa konur verið duglegar
við að neita að láta bömin af hendi
til feðranna yfir nótt fýrr en þau em
orðin nokkurra ára. Ef feður em
ósáttir við þessa ákvörðun fyrrver-
andi eiginkvenna sinna þá geta þeir
snúið sér til sýslumannsembættis og
fengið séstakan úrskurð þess efnis
hversu mikinn tíma þeir fá að taka
þátt í uppeldi barna sinna.
Hjá sýslumanni eins og ég hef
bent á áður, í hinum ýmsu prent-
miðlum, starfa einungis konur sem
því miður endurspegla þessa skoð-
un þeirra mæðra sem hefta umgengi
yfir nótt hjá feðmm og getur það
Lesendur
teygt sig alveg upp til fjögurra ára
aldurs barnsins. Það sem ég skil ekki
er að karlmenn em nógu góðir til
þess að sjá um börnin sín á nóttu
sem degi meðan þeir em í sambúð
við konu, en þegar þeir eru orðnir
einhleypir kemur annað hljóð í
strokkinn. Emm við karlmennirnir
svona rosalega tilfinningarheftir,
kærulausir og barninu hættulegir ef
kona er ekki í nágrenninu?
Flestir sálfræðingar vilja meina
að barn tengist sínum sterkustu til-
finningaböndum til tveggja ára ald-
urs. Hvað er þá verið að gera börn-
um og feðmm þeirra? Eru það virki-
lega bestu hagsmunir barnsins að
vera aðskilið frá föður sínum að
nóttu til og hefta þar með þau
tengsl sem barnið næði? Veit ég til
þess að brjóstagjöf sé oft nefnd
ástæða þessa en þeir sem vita betur
kaupa ekki þá skýringu. Flest börn
eru orðin óháð næringastöð móður
sinnar frá átta mánaða aldri og því
varla hægt að nota slíkt sem afsök-
un eftir þann aldur. Einnig veit ég
til þess að afsökun fyrir þessum
skoðunum sé sú að þær vilji ekki að
barnið sé á öðrum stað en á heimili
sínu. Þetta kaupi ég heldur ekki því
mæðurnar fara oft út af heimilinu
en neita að setja barnið til föðurins
þó svo barnið þekki umhverfið.
Vil ég spyrja sýslumanninn í
Reykjavík sem er ábyrgur fyrir mörg-
um sflkum úrskurðum hver er
ástæða þess að börn eru aðskilin frá
feðrum sínum að nóttu til á þessum
aldri?
Til að koma í veg fyrir að svarið sé
að svona séu sárafáir úrskurðir þá
bendi ég á það að þetta er hefð hjá
embætti yðar og leyfi ég mér að
benda yður á samtöldn Ábyrgir feð-
ur til að finna út að svo er ekki.
Ottó Sverrisson.