Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 61
fcvo ódýr, að almenningur gat eignazt pau. Árið 1919
var byrjað á tilraunaútvarpi í Hollandi og Austurriki,
en almenningur sinnti því pá lítið. Ura haustið 1920
hefst útvarp i Ameríku i sinni eiginlegu mynd; pá
fyrst fóru menn að koma auga á hina miklu kosti
útvarpsins. A næstu mánuðum vaknaði almenningur,
og miljónir manna gerðust útvarpsnotendur. Útvarps-
stöðvar ruku upp i tuga og hundraðatali, og nú eru
í Bandaríkjunum um 700 útvarpsstöðvar og um 7
miljónir útvarpstækja i notkun. Á næstu árum gekk
útvarpshreifingin yfir allan heiminn og hefir hvergi
náð hámarki sinu enn pá. Pað eru nú um 1200 út-
varpsstöðvar i heiminum, og um 100 miljónir manna
hlýða daglega á útvarp. Þannig hefir petta einfalda
fréttameðal breytzt í óviðjafnanlegt menningartæki.
Með útvarpinu getur einn maður talað til margra
miljóna manna, svo að þeir heyri allir vel til hans;
hann getur sungið og leikið á hljóðfæri fyrir pá, svo
að peir hafi verulega nautn af. Menningarsaga þessa
hnattar á ekkert annað dæmi, sem líkist útvarps-
hreifingunni, hvort heldur um próunarhraða eða
viðfeðmi.
Þeir munu vera fáir á pessu landi, sem ekki hafa
heyrt getið um útvarp, en hins vegar eru hér ekki
margir, sem hafa Iifað með í þróun útvarpsins í stóru
löndunum og hafa heyrt par og fundið æðaslög
nýrrar menningar Hingað hefir að vísu heyrzt veikur
og trufiaður ómur af röddum og hugnæmum tónum
frá útvarpsmenningu i púsunda kílómetra fjarlægð,
en fáir landar vorir hafa kynnzt útvarpinu í sinni
fullkomnustu mynd, séð og fundið, hve djúpt pað
getur hrifið tilfinningar og hugmyndaflug almennings.
Á voru landi hefir ræktarsemin viö menning liðinna
alda borið flest annað ofurliði, pannig að lítið hefir
verið unnt að sinna þeim verðmætura, er nútima-
menning hefir að bjóða. Pví er það engin furða, pó
að útvarpiö hafi til pessa ekki náð sama þróunar-
(57)