Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 68
tækja, líkt og ljósgeisli flytur okkur myndir af fjar-
lægum hlutum. Orðið sveiflur táknar vissa tegund
timabundinna hreiflnga eða breytinga á efni eða
krafti eða einhverjum eiginleika; þannig eru öldur
sjávarins vatnssveiflur og hljóðið loptssveiflur, lopt
í hreiflngu. Ef við athugum t. d. bylgjuhreifingu vatns
á einhverjum ákveðnum stað, pá sjáum við, að par
kemur fyrst bylgjuhæð, vatnið stendur par hæst, svo
smálækkar pað aftur og eftir stuttan tima nær pað
lægstu stillingu, bylgjudal, pá byrjar pað að smá-
hækka aftur og nær loks sömu hæð sem áður; pessi
hreifing endurtekur sig svo reglulega. Petta er nefnt
sveifluhrrifing eða sveiflur, og eftir pvi hve oft á
sekúndu hverri myndast bylgjuhæð á sama stað, pá
tölum við um, að hreifingin sé sérkennd af svo og
svo mörgum sveiflum á sek. eða að tiðnin sé svo og
svo mikii. Ef við i pess stað athugum bylgjuhreifingu
vatnsins samtimis á stóru svæði, pá sjáum við, að
allt af skiptist á bylgjuhæð oa bylgjudalur; í vissri
fjarlægð frá bylgjuhæð er bylgjudalur og í sömu
fjarlægð par frá er aftur bylgjuhæð. Við nefnum
fjarlægðina frá bylgjuhæð að næstu bylgjuhæð bylgju-
lengd (eða lengd sveiflnanna). Við vitum enn fremur,
að ef við köstum litlum steini i vatn, pá myndast
ölduhreifing út frá staðnum, sem steinninn lenti á,
og við sjáum öldurnar færast þaöan langt út til allra
hliða. Það má nú enginn halda, að pað vatn, sem er
i fjarlægustu öldunum, sé komið alla leið frá staðn-
um, sem steinninn lenti á; nei, pað er bara hreif-
ingin, sem er komin þaðan, en sjálft vatnið hefir
nærri ekkert flutzt til, eins og má sjá með þvi að
kasta korktappa á vatniö; hann flyzt ekki áfram á
öldunum, gengur bara upp og niður. Á sama hátt er
pað með hljóðsveiflurnar; par setur hljóðgjafinn
fyrst loptið, sem er næst honum, i sveifluhreifingu,
og hreifingin berst svo áfram; í stað bylgjuhæðar og
bylgjudals vatnssveiflnanna, skiptast hér á samþrýst-
(64)