Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 88
heldur er um menntir, listir, pjóðmál eða verkbragð
alll. Vér íslendingar eigum mjðg mikið að þakka
fornritum vorum, bæði inn á við, um þjóðernismál
öll, auk sístæðrar gleði almennings af lestri þeirra,
og út á við, i viðurkenningu annarra þjóða á oss og
þjóðerni voru. Því mun enginn neita. Hitt er aftur á
móti víst, að einhliða fornaldar- og fornritadekur af
vorri hálfu er beinlínis skaðlegt, verpur á oss með
öðrum þjóðum leiðum orðrómi um mannleysuhátt
og úrkynjun, enda heflr þess lengi kennt og kennir
enn. Til þess að vega í móti þvi, ríður oss á, þjóð,
sem vill vera sjálfstæð, vill vera virt, að halda vel
til skila og þó öfgalaust öllu manntaki og öllu mann-
vali þjóðarinnar óslitið fram á vora daga og láta það
ná að koma til vitundar útlendum þjóðum. En til
þess verður að sjálfsögðu öll rannsókn og ritun fyrst
að fara fram á vora tungu. Og hitt er þó miklu meir
vert, að þjóðin hafi fyrir sér skýra mynd úrvrls-
manna sinna, en af þeim er Jón Sigurðsson lang-
fremstur á öllum öldum. í hann mun þjóðin jafnan
geta sókt styrk og þrek.
Brot úr bernskuminningum.
1. Karlarnir á Kvennahrekku.
Peir voru tveir og voru báðir heimilisfastir hjá
foreldrum mínum, þegar ég man fyrst til mín. Hétu
þeir Magnús Arason og Jón Björnsson.
Magnús var, að mig minnir, ættaður vestan úr
Reykhólasveit, en ókunn er mér ætthans að öðru leyti.
Tildrögin að þvi, að hann réðst til foreldra minna
voru þessi:
Foreldrar föður míns, Einar Ólafsson og Ástríður
Guðmundsdóttir, bjuggu i Skáleyjum á Breiðaflrði;
(84)