Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 89
fremur voru þau efnalitil og sáu lítil ráð til að láta
föður minn, sem var yngstur barna þeirra, ganga
menntaveginn, en til þess stóð allur hugur hans. Pau
lögðu það þá á sig, gömlu hjónin, að taka til fósturs
barn af rikismanni, og vörðu meðgjöSnni til að kosta
föður minn i Bessastaðaskóla. Var hann fluttur upp
á Reykjanes og sunnanpóstur eða aðrir suðurferða-
menn beðnir að lofa honum að vera f för þeirra og
sjá honum fyrir reiðskjóta. En láðst hafði að taka
fram um reiðveri á hestinn, enda var hann berbak-
aður, þegar pabbi fekk hann. Er því liklegt, að dreng-
hnokkinn hafl verið vandræðalegur, þegar leggja
skyldi á stað, og ekki annað fyrir hendi, en að riða
berbakt, eða ef bezt lét, á gæruskinni.
Pá bar þar að vinnumann af næsta bæ. Spyr hann,
hvað í efni sé eða hvað það sé, sem drenginn van-
hagi um.
»Hann hefir ekkert á klárinn, anginn sá arna«,
sagði sá, sem ferðinni réð.
»Ætlar hann langt að ferðast?«
»Hann á að fara suður i Bessastaðaskóla«.
»Sussu, það er fyrir sunnan Faxaflóa og Reykjavík.
Já, langt er að ríða það berbakt, og engu betra fyrir
blessaöa skepnuna. Það er bezt, þú fáir hnakkpútuna
mína, lagsmaður; hann meiðir ekki, þótt ekki sé hann
stásslegurc.
»Það er vel boðið«, sagði faðir minn, »en ég get
ekki skilaö honum fyrr en að sumri«.
»Það gerir ekkert til; ég mun ekki gera svo víð-
reist, og er sama, hvort ég sé hann nokkurn tíma
eða aldrei«.
Mörgum árum seinna, þegar faðir minn var orðinn
prestur og þjónaði Miðdalaþingum og bjó á Kvenna-
brekku, komst hann að þvi, að Magnús þessi var
orðinn svo slitinn og gigtveikur, að ekki var fíkzl
eins í að fá hann að hjúi og meðan hann var á léttara
skeiði, var honum þá, eins og öðrum öreigum, ekkert
(85)