Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1930, Blaðsíða 32
Það fer að líkindum, að þessir erlendu visinda-
menn umgengust hér mest menntamenn landsins,
enda töluðu þeir aðallega latínu saman, og segir
sagan, að Páli hafi verið mjög liðugt um latinuna,
en nokkuð muni hún hafa verið á reiki i munni
hans. í veizlu er íslendingar i Kaupraannahöfn héldu
Páli um haustið 1839 var honum flutt hið stórfeng-
lega kvæði Jónasar Hallgrimssonar: Pú stóðst á
tindi Heklu hám, og hafði Jónas orkt það af skynd-
ingu þá um daginn.
Xavier Marmier.
Hann var fæddur 24. júní 1809, en lézt 11. okt.
1892. Hafði hann ferðazt víða um heim; um Norður-
lönd 1836—1839. Hefir Marmier snemma þótt mikið
visindamannsefni, þvi að árið 1836 gekkst hin merka
visindastofnun Académie Frangaise fyrir þvi, að hann
yrði einn þeirra^Vísindamanna, er Frakkastjórn gerði
þá út hingað tii lands undir forustu Paul Gaimards.
Var M. þá ekki nema 27 ára gamall. Rithöfundur var
M. i bezta lagi og skrifaði smelinar og fróðlegar
ferðalýsingar. Eitthvað ritaði hann jafnan um sögu
og bókmenntir þeirra þjóða, en hann kynntist á
ferðum sínura, og þykir frásögn hans afbragösgóð,
skýr og skemmtileg aflestrar, en svo sem gefur að
skilja, hefir þó slæðzt þar með ýmislegt það, sem
miður má telja áreiðanlegt. Hann hefir og þýtt margt
úr norrænum bókmenntum, m. a. Eldgamla ísafold
og Sigrúnarljóð eftir Bjarna Thorarensen. Birtir
hann þá þýðingu i bréfum sfnum um ísland (Lettres
eur l’Islande), er út komu i Paris 1837 og hann hefir
með eiginhendi ánafnað Finni Magnússyn.
Aðalrit Marmier’s um tsland kom út 1838, um sögu
landsins og bókmenntir, frá landnámsöld og fram
yfir 1800. Heitir það Histoire de l’Islande depuis sa
découverle jusqu’ á nos jours (i 3 bindum).
(28)