Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Side 3
DV Fyrst og fremst ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 3 HörkuM á meðan á tökum stáð Egill Ólafsson í Englakroppum Sjón■ varpsmynd eftir Friörik Þór sem Egilt man ekki mikið eftir en man að það var ógurlega kait á meðan á tökum stóð. „Ég man ógurlega lítið eftir þessari mynd en man að hún var tekin einhvern tíma rétt fyrir 1990, líklega 1989," segir Egill Ólafsson um skyndimyndina Skyndimyndin sem er úr kvikmyndinni Englakroppum eftir Friðrik Þór. Egill segist eftir sem áður muna eftir að það hafi verið hörkufrost og ægilega kalt á meðan á tökum stóð. „Ég man ekki hverjir voru með mér í þessari mynd en við vorum þrír og lékum einhvers konar demóna. Hvort myndin hafi verið leiðinleg svarar Egill að það hafi hún ugglaust ekki verið. „Ætli hún hafi ekki frekar hvatt fólk til að hugsa. Hvaðan í andskotanum kemur annars þessi krafa ungu kynslóðarinnar um að allt eigi að vera svo skemmtilegt. Það á alltaf að vera svo gaman. Ég skil ekkert í þessu því ef allt væri svona skemmtilegt, þá rynni allt saman og allt yrði að lokum leiðinlegt," segir Egill hlæjandi og vill mátulegan skammt af hvoru tveggja. Spurning dagsins Góðar skattalækkanir? Efþærleiða tiljöfnuðar „Skattaiækkanir eiga rétt á sér leiði þær til meiri jöfnuðar í samfélaginu. Tekjuskattslækkun stjórnvalda gerir það ekki. Hins vegar myndi lækkun matarskattsins gera það svo um munaði." Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður. „Ég hefaldrei verið hrifinn af skattaiækkun- um sem koma niður á þjón- ustunni. Óttast að menn muni finna fyrirþessu í auknum þjón- ustugjöldum þegar fram líður. Svo menn þurfa að skoða þetta betur." Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins. „Ég hefekki sett mig inn í málið. Var fjarverandi um helgina. Mér finnstgottef það er hægt að lækka óbeinu skattana, til dæmis á nauðsynjavörum, en ég veit ekki með hitt. Þarfað hugsa málið betur." Sigrún Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða kross íslands. „Mér finnst þetta allt oflít- ið. Það borgar sig varla að taia um það. Skattalækkan- ir eru samt alltaf til góða. Þeir ættu samt frekar að lækka virðisaukaskatt- inn sem er að drepa alla." Guðný Halldórsdóttir kvikmyndaleiksstjóri. „Eigum við ekki að vona að þetta verði okkur til hags- bóta. Sérstak- legafyrirþá sem mest þurfa á því að halda. Það breyt- ir því ekki að tekjustofni ríkis og sveitarfélaga er misjafnlega skipt miðað við þau verkefni sem hvíla á herðum okkar. Fyrst og fremsthvað varðargrunn- skólana. En ríkið getur ekki skorast undan því." Bergur Elías Ágústsson, bæj- arstjóri íVestmannaeyjum. Ríkisstjómin ætlar að lækka tekjuskattinn um fjögur prósent og afnema eignaskatt. En sitt sýnist hverjum. Barnaþrælkunin Alþjóðavinnumálastofnunin hefur tekið saman lista yfir þau tlu riki íheiminum þar sem mest kveðurað vinnuþrælkun barna á aldrinum 10-14 ára. I gögnum stofnunarinnar er þó tekið fram að þar á bæ telji menn víst aðum 21 milljón barna, 5-14 ára, sé þrælað út á degi hverjum. Börn þessi eru ekki að vinna með skóla, þeim stendur skóla- ganga ekki til boða. Og þau þekkja ekki sögnina að leika sér nema afafspurn. LAND BARNAÞRÆLARALLS HLUTFALL AF HVERJUM 100 BÖRNUM i. Malí 726.000 51,14 2. Bhútan 136.000 51,10 3. Búrúndí 445.000 48,50 4. Úganda 1.343.000 43,79 5. Nfgería 609.000 43,62 6. Búrkína Fasó 686.000 43,45 7. Eþíópía 3.277.000 42,45 8. Nepal 1.154.000 42,05 9, Rúanda 413.000 41,35 10. Kenýa 1.699.000 39,15 Náttúran reynir hvaö hún getur aö láta okkur takast ætlunarverk okkar en hún er ekkiháð okkur. Við erum ekki eina tilraunin sem hún er með í gangi. - R. Buckminster Fuller 1895-1983 Það erstaðreynd... ...aðíþær 250 milljónir ára sem kakkalakkar hafa verið til á jörðinni hafa þeir ekkert þróast. Rithöfundur, leikari og markaðsstjóri Hallgrímur Helgason rithöfundur er bróðir stjóri. Hallgrímur er fæddur árið 1959 og tviburabræðranna Gunnars leikara og er því sex árum eldri en tvíburarnir. Gunn- Ásmundar markaðsstjóra. Faðir þeirra er ar hefur verið á fullu að leikstýra barna- Helgi Hallgrímsson, fyrrverandi vegamála- og unglingasýningunni Hinum útvalda en Ásmundur er að hefja störf sem markaðsstjóri Ölgerð- arinnar Egils Skallagríms- sonar. Hallgrimur gafút bók um Grim fyrir skemmstu en skrifarnú um Bödda.is, bloggara á lands- byggðinni, bók sem á að koma útá næsta ári. í tilefni af þakkargjörðardeginum 25. nóvember 2004 mun Eiki bjóða upp á kalkún og meðlæti að hætti Bandaríkjamanna í hádeginu fimmtudaginn 25. nóvember og föstudaginn 26. nóvember. Borðapantanir í síma 511 6030 Verð krónur 1.490,- BMBH Hótel Cabín Borgartúni 32 * 105 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.