Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Page 9
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 9
Lögreglan
fann köttinn
Lögreglan í Reykjavík
aðstoðaði konu í Vesturbæ
sem bað lögregluna að
hjálpa sér að nálgast kött-
inn sinn. Kötturinn þessi
var kominn inn í hús sem
verið var að innrétta og
treysti konan sér ekki á eftir
honum. Lögreglumenn að-
stoðuðu konuna og köttur-
inn komst til sín heima.
Barinn
með hafna-
boltakylfu
Á laugardag var til-
kynnt til lögreglunnar í
Reykjavík að maður
hefði verið sleginn með
hafnaboltakylfu. Lög-
reglan og sjúkrabíll fóru
á vettvang og var maður-
inn fluttur á slysadeild.
Hann var með skurð á
enni og fulla meðvitund.
Lögreglan náði árásar-
aðilanum og lagði hald á
hafnaboltakylfuna.
Engin útköll
vegna
ölvunar
Segja má að helgin hafi
verið sallaróleg í umdæmi
lögreglunnar á Álftanesi, í
Garðabæ og Hafnarfirði.
Rólegt virtist yfir fólki og.
engin útköll bárust vegna
ölvunar. Þó þurftu lög-
reglumenn að hafa afskipti
af ungmennum sem höfðu
áfengi meðferðis í Hafnar-
firði aðfaranótt sunnudags.
Þau voru flutt í hendur for-
eldra.
Húsgögn
flugu út
um glugga
í upphafi helgarinnar
barst lögreglunni í
Reykjavík tilkynning um
heimilisófrið í Vesturbæ.
Sagt var að húsgögn
kæmu þar fljúgandi út
um glugga. Þegar lög-
reglan kom á staðinn til
að kanna málið kom í
ljós að þama vom iðn-
aðarmenn við vinnu sína
og drógu ekki af sér í
framkvæmdunum. Lof-
uðu þeir lögreglunni að
taka til eftir sig.
Ólafur Óskar Einarsson á lóðinni f
Bústaðahverfi Vill byggja falleg raðhús fyrir
fatlaða þar sem hanná son sem er fatlaður
en fær dræmar undirtektir I borgarkerfinu.
Ólafur Óskar Einarsson byggingameistari hefur sótt um leyfi til að byggja raðhúsa-
lengju fyrir fatlaða við Bústaðaveg. Málið brennur á honum enda á hann sjálfur
fatlaðan son en borgaryfirvöld hafa tekið heldur dræmt í góða hugmynd hans.
„Ég veit sem er að mín á ekki
alltafeftir að njóta við og ég
vil í það minnsta sjá son minn
i öruggu umhverfi áður en ég
erallur"
Raðhús fyrir
fatlaða af föðurást
Ólafur Óskar Einarsson múrarameistari hefur sótt um leyfi til
borgaryfirvalda til að byggja raðhús fyrir fatlaða á auðri lóð rétt
ofan við Bústaðaveg, í námunda við Bústaðakirkju. Málið hefur
verið tekið fyrir hjá borgaryfirvöldum en hlotið neikvæðar
undirtektir með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.
„Þetta brennur á mér vegna
þess að sjálfur á ég fatlaðan son. Ég
veit sem er að mín á ekki alltaf eft-
ir að njóta við og ég vil í það
minnsta sjá son minn í öruggu
umhverfi áður en ég er allur. Eg
geri þetta ekki síst af föðurást,“
segir Ólafur Óskar en faúaður son-
ur hans er nú um þrítugt; slasaðist
það mikið þegar hann féll ofan úr
stiga að aldrei verður hann samur.
Hugmynd Ólafs Óskars er að
byggja einnar hæðar há raðhús, 90
fermetra hvert, fyrir fatlaða á þeim
reit sem lengi hefur staðið auður
fyrir ofan Bústaðaveg:
Góður staður
„Ég vissi af þessari lóð og held
reyndar að ástæðan fyrir því að
ekki er búið að byggja þarna nú
þegar sé að aðrir hafi ekki komið
auga á hana. Þetta er besti staður í
bænum, umvafinn gróðri og myndi
henta ákaflega vel sem sérbýli fyrir
fatlaða," segir Ólafur Óskar sem
hefur þegar eytt stórfé í undirbún-
ing og teikningar raðhúsanna sem
yrðu án hliðstæðu í borgarlandinu.
Samkvæmt teikningum gerir Ólaf-
ur Óskar ráð fyrir 14 íbúðum í rað-
húsunum en myndi sætta sig við
færri ef út í það færi:
Gefst ekki upp
„Ég er að vísu ekki enn búinn
að fá úrskurð yfirvalda en ég trúi
ekki að gott fólk setji sig upp á
móti þessu. Hvers vegna ættu
fatlaðir ekki að fá að búa á þessum
reit sem hentar þeim svo vel? Þá er
næsta skref að útskýra málið betur
fyrir borgaryfirvöldum. Alla vega
var mér vel tekið þegar ég fyrst
setti þessa hugmynd fram svo ég
vona hið besta," segir Ólafur
Óskar.
Lóðin sem hér um ræðir er fyrir
ofan Austurgerði, skáhalt upp frá
gatnamótum Sogavegar og
Bústaðavegar í hvarfi frá allri
umferð: „Einstakur staður fyrir
fatlaða," segir Ólafur Óskar Einars-
son.
Villiköttum að mestu útrýmt á
Fáskrúðsfirði
Mýsnar stíqa dans
„Ég held að það sé ekkert meira
um mýs en á hverju hausti. Við höf-
um ekki verið með neina herðferð í
gangi gegn kattaeigendum," segir
Steinþór Pétursson, sveitarstjóri á
Fáskrúðsfirði um að fækkun katta í
bænum leiði til mikils músagangs.
„Á hverju hausti er gert átak í að
fækka útigangsköttum. Það kann að
vera að þeim hafi eitthvað fækkað.
Um samspilið þarna á milli veit ég
ekki," segir sveitarstjórinn.
Birgir Steinþórsson meindýra-
eyðir staðfestir að músagangur sé
talsvert meiri en oft áður.
„Við höfum undanfarin ár gengið
fram í að útrýma öllum villiköttum.
Það er varla til villiköttur lengur.
Þetta voru vannærðir kettir sem
höfðu það ekki gott. Aldraðir bæjar-
búar sem gefið hafa þeim ár eftir ár
hafa sjálfir verið að falla frá," segir
Sjást ekki lengur Átak Iað halda afturaf
villiköttum er meðal annars ástæða þess aö
músum fjölgar á Fáskrúðsfirði.
Birgir og bendir þeim sem vilja
útrýma músum hjá sér í útihúsum
og bílskúrum á að fá hjá honum
sérstaka bakka sem mýsnar festast í.
„Fólk getur líka notað gildrur og
veitt þær lifandi og sleppt. En það
hefur ekkert upp á sig ef á að fækka
þeim," segir Birgir.
Ánægður með nýja ævisögu Laxness
Hannes skorinn upp í
desember
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
segist ánægður með nýja ævisögu
Halldórs Laxness sem Halldór
Guðmundsson hef-
ur nýverið sent frá
sér:
„Ég hef aðeins
kíkt á hana og sýn-
ist þetta vera falleg
bók," segir Hannes
Hólmsteinn sem
lagður var á sjúkra-
hús fyrir skemmstu
með sprunginn
botnlanga. Hefur
hann síðan verið á
sýklalyfjum en til
stendur að skera hann upp vegna
botnlangans í desember. Leggst
Hannes þá aftur inn á sjúkrahús.
Halldór Guð-
mundsson
Ævisaga hans um
Laxness hefur
fengið óvenju-
góða dóma.
Hannes Hólmsteinn Skrifar ekki fyrir
söluna, heldur söguna.
Aðspurður hvort góðir dómar
sem Halldór Guðmundsson hefur
fengið vegna ævisögu sinnar um
Laxness eigi eftir að hafa áhrif á sölu
á þeirri ævisögu sem hann sjálfur er
að skrifa um skáldið, svarar Hannes
Hólmsteinn: „Ég skrifa ekki fyrir
söluna, ég skrifa fyrir söguna. En
hins vegar hef ég ekkert á móti góðri
sölu eðli málsins samkvæmt."