Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Side 13
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 23. NÚVEMBER 2004 13 Hótelið fullt ár fram í tímann Gríðarleg aðsókn er í hótelgistingu í sveitum landsins. Nú er svo búið að fullbókað er í Hótel Skafta- felli í Freysnesi allt næsta sumar og byrjað er að bóka fyrir árið 2006. Fram kemur á samfélagsvef Ilornafjarðar að mikil ánægja sé með aðsókn túrista. Hefur ferðamanna- tíminn lengst, en skemmst er þess að minna að fjöldi fólks var á hótelinu þegar þak rifnaði af því í óveðri fyrr í haust. Pláss er fyrir 110 manns á hótelinu og eru biðlistar þegar teknir að lengjast fyrir sumarið. Reykjanesbrautin Hérók seinheppinn ökumaður út af um helgina, ölvaður og með amfetamín I bílnum. Keyrði út af, fullur og með dóp í bílnum. Spíttaður út af Reykjanesbrautinni Lögreglan í Haötarfirði var kölluð út aðfaranótt laugardags vegna bfls sem farið hafði út af Reykjanesbraut. "Þegar lögregla kom á vettvang vökn- uðu fljótlega grunsemdir um að ekki væri allt með felldu varðandi ástand mannsins sem menn töldu að væri ölvaður undir stýri. Lögreglan hafði afskipti af mann- inum og handtók hann grunaðann um ölvun. Þegar verið var að draga bflinn, sem var að sögn lögreglu tals- vert skemmdur, upp á veg tóku glöggir laganna verðir eftir nokkru sem vakti grunsemdir um að hugs- anlega væri ölið ekki það eina sem ökumaðurinn hafði innbyrt. Við eft- irgrennslan í bflnum fannst enda talsvert magn af hvítu efni sem lög- regla telur að sé amfetamín, eða spítt eins og það er jafnan kallað. Að sögn lögreglu var ekki um mikið magn af efninu að ræða en málið telst nú upplýst og sein- heppni ökumaðurinn þarf að öllum líkindum að ganga suður með sjó í næstu ferð því hann missir ökuskír- teinið. helgi@dv.is Tvíburarnir Arnar og Borgar Þórissynir fluttu til Danmerkur eftir skrautlegan feril á íslandi. Þeir voru þekktir fyrir að skipuleggja árás á lögregluna og stela af nemendafélagi Iðn- skólans. Ingi Þór Kjartansson segir Borgar reka verktakafyr- irtæki í Kaupmannahöfn með islenskum verkamönnum sem ekki fái greidd laun. Borgar borgar okki „Hann skuldar okkur öllum peninga," segir Ingi Þór Kjartansson sem starfaði hjá verktakafyrirtækinu Apartments sem Borgar Þórisson rekur í Kaupmannahöfn. Ingi Þór var einn af sjö fs- lendingum sem vann hjá Borgari, mest við að mála íbúðir sem Borgar tók að sér að gera upp fyrir fólk. Ingi Þór segir engan af mönn- unum sjö hafa fengið launin sín: „Borgar leigði okkur íbúð, lét okkur fá gsm-síma og svoleiðis. Við vorum þannig algerlega upp á hann komnir á meðan við vorum þarna hjá honum. Hann lofaði alltaf að borga, lét mann kannski fá svona þúsund kall á dag til þess að róa mann niður. Einu sinni þegar við vorum að rukka hann sagðist hann borga eftir viku en hækkaði launin til þess að bæta okkur óþægindin," segir Ingi Þór sem sett hefur sitt mál í innheimtu hjá Intrum. Ber sig eins og milljónamær- ingur Ingi Þór segir Borgar skulda sér 400.000 krónur og fullyrðir að hann skuldi hinum mönnunum sex líka peninga, jafnvel meiri en honum. Hann segir að slimað hafi upp úr áður órjúfanlegri vinátm tvíburanna Amars og Borgars. „Hann er útúr kókaður á hverjum degi. Lifir mjög hátt og hagar sér eins og milljóna- mæringur. Býr í risastórri „Pent- house íbúð á besta stað í Kaup- mannahöfn og keyrir um á glænýjum Audi. Hann lifir á svikum þessi mað- ur,“ segir Ingi Þór. Hann segir Borgar hafa verið með skæting þegar hann reyndi að rukka hann. „Hann sagði mér að hann kæmist upp með að borga mér ekki vegna þess að ég hefði gefið reikningana út á íslandi. Hann sagðist komast upp með allt sem hann ætlar sér,“ segir Ingi Þór. Varar við Borgari sem ekki borgar Ingi Þór ásakar Borgar um að svíkja jaínvel sína bestu vini sjái hann sér hag í því. Hann segir Borg- ar hafa sett einn besta vin sinn á hausinn með því að fá hann og fjöl- skyldu hans til þess að skrifa upp á skuldbindingar vegna kaffihúss sem þeir opnuðu og fór á hausinn skömmu síðar. „Maður þrælaði fyrir hann í margar vikur án þess að fá borgað. Um leið og ég hætti að vinna vegna Hann lofaði alltafað borga, lét mann kannski fá svona þús- und kall á dag tíl þess að róa mann niður. launaleysis, þá tók hann af mér sím- ann og henti mér út á götu,“ segir Ingi Þór sem varar aðra íslendinga við að vinna hjá verktakanum Borg- ari sem borgar ekki. Ingi Þór segir að Vítisenglarnir hafi verið komnir í mál bræðranna í Kaupmannahöfn sem þeir hafi boðist til að rukka með sínum aðferðum. Ekki náðist í Borgar Þórisson. ... að vera rokkari? „Það er alltaf gaman að vera rokkari, auðvitað er það misjafn- lega gaman en það er samt alltaf gaman,“ segir Rúnar lúlíusson, rokkari íslands. „Ég er nú búinn að vera í þessu starfi, sem tónlist- in og rokMð er, frá árinu 1963 og til dagsins í dag og samanlagt ger- ir það rúmlega fjörtíu ár. Ætli ég sé ekki alveg að fara ná tökum á þessu starfi, ég held samt alltaf áfram að vinna í þessu verkefni sem tónlistin er. Ég hef alltaf gam- an af tónlistinni og fylgifiski henn- ar rokkinu. Aðal- kosturinn við að starfa við þetta tvennt er að mað- ur er sjálfs síns herra, frjáls eins og fuglinn og maður getur verið í stöðugri þróun með sig sjálfan samhliða starfinu. maður bara upptekin við að skapa sína eigin en maður reynir hvað maður getur að skanna flór- una hverju sinni, svona til að vera með á nótunum. Tónlist er bara nokkuð sem ég hef alltaf svo gaman af tíminn mætti bara vera lengri. „Ætíi það lýsi því ekkibesthvað mér fínnst gaman að vera rokkari aðégheldég verði i því að eilífu hvað sem hún er nú löng." Tónlistin í blóðinu Maður getur verið í stanslausri þróun með starf sitt. Þetta er lík- lega í blóðinu, ég spila og flest all- ir í fjölskyldunni tengjast tónlist meira og minna og á einhverju stigi, hvort sem það eru börnin mín tvö eða barnabörnin sex. Ég hlusta og fylgist mikið með mjög fjölbreytilegri tónlist bæði nýrri og eldri. Það eru lflca ákveðnir listamenn sem maður fylgist alltaf vel með. Það verður þó að viðurkennast að oftast er Held að ég spili að eilífu Ég hef alltaf spilað mjög mik- ið, síðast í gær vorum við í Hljómum að hita upp fyrir strák- ana í Beach Boys og höfðum við allir gaman af. Það er alltaf mik- ið að gerast og alltaf koma fleiri plötur og auðvit- að breytast þær með tímanum það væri nú verra ef tónlistin sem við erum að gera í dag væri alveg eins og hún var hjá okkur 1963, maður er alltaf að reyna að verða skárri og skárri í þessu verkefni sem tónlistin er. Fyrr á árinu gaf ég út plötu sem ég kallaði Trúbrotin 13 svo var nátt- úrulega að koma út ný plata með okkur í Hljómum fyrir viku síðan, sem hefur nú bara hlotið nafnið Hljómar. Ætli að lýsi því ekki best hvað mér finnst gaman að vera rokkari er að ég held ég verði rokkari og tónlistamaður að eilífu, hvað sem hún er nú löng.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.