Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.2004, Side 21
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 21 Lt Róbert ekki í liði mótsins Róbert Gunnarsson, línu- maður íslenska landsliðsins, i handknattleik, var ekki valinn í úrvalslið World Cup í Svíþjóð eins og greint var frá í DV í gær. Róbert spilaði hreint út sagt frábærlega á mótinu og var markakóngur þess með 45 mörk en hlaut ekki náð fyrir augum dómefndar. Þess í stað var danski h'numaðurinn, Michael Knudsen, valinn. Auk hans voru sænski mark- vörðurinn Thomas Svensson, homamennirnir Lars Christi- ansen frá Danmörku og Mirza Dzomba frá Króatíu, skyttumar Siarhei Rutenka frá Slóveníu og Holger Glandorf ffá Þýskalandi og leikstjórnandinn Jonas Larholm frá Svíþjóð. Atburðarásin í Detroit á lostudagskvöldið braut af tileftuslausu á Ben yaUatt þegar 45,9 sekúndur voru til ; Iuksloka. Staðan var 97-82 fyrir Indiana. j j ^ 2 WaUace svaraöi fyTÍr sig með því að htiiida Artest og upphófust þá töluverð- v 1 stimpingar Ieikmanna á milli. \ ">»5 3 WaS8ðÍSt d ritaraborðið °R ögraði ^ '' SAitesu,,^ upp f stúku og réðist á einn inn 01,11 ‘ni að sá væri sökudólgur- 6Stephen Jackson fór í humátt á eftir Art est og iet hncfanna tala. ** 8heiknum var ekki haldið áfram og var bað í >r ta sinn í sögu NRA sem dómari nevdd- A st nl að flauta leik afvegna óláta. ' 9iermaine O’Neal kom hlaupandi og \\ ,ky,dl hhorfanda á ferðmni en ^ S&jfiU .^10 11 í,eiðinni f á« að búningsher- \ I I \gRuuimvar0llu lauslegu jg SDht í átt að O’Neal 8 ~^á 11 "fygortMsiglfldegan ■» [W I <• ítí7 Vm sinn mann með íft' ■ ;. ðn' ^K'ssköflu sem barefli en „ unn ;!( aðstoðítrþjálfurum Pacers náði að siíww, u.! ’ n > náði að stöðva hann. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu/KR. Á eftir að gera góða hluti „Mér þótti flest varðandi þetta mót jákvætt. Það var mikill stígandi í leik íslenska liðsins allt mótiö og nýir leikmenn eins og Markús Máni Michaelsson og Einar Hólmgeirs- son vora mjög góðir eins og reyndar Róbert Gunnarsson sem var frábær. Markverðimir Hreiðar Guðmunds- son og Roland Eradze vora mjög góðir og það er vonandi að mark- varslan, sem hefur verið veikleiki liðsins á undanförnum mótum, sé komin í lag. Viggó fer sínar eigin leiðir og trúir á þær og mér fannst skína í gegn á mótinu í Svíþjóð að leikmenn trúðu einnig á það sem hann lagði fyrir þá. Ég er því ekki í vafa um að hann á eftir að gera góða hluti," sagði Ágúst Jóhannsson. Hann sagði að vamarleikurinn ætti eftir að slfpast til og hrósaði Viggó fyrir að spila framliggjandi 3:3 vörn. „Það eru ekki margir þjálfarar í heiminum sem þora því en það tekur mikinn tíma að æfa svona vörn. Ég hef hins vegar fulla trú á því að hún verði klár í Túnis," sagði Ágúst sem vill fá Alexander Peter- son með til Túnis. „Hann myndi leysa hægri horna- stöðuna með glans." Viggó Sigurðssyni eftir World Cup í Svíþjóð? Lengsta keppnisbann í sögu NBA-deildarinnar var sett í fyrra- kvöld á hendur Ron Artest, hjá Indiana Pacers, fyrir slagsmál við áhorfendur í leik við Detroit Pistons á föstudaginn var. David Stern, framkvæmdastjóri NBA, brá skjótt við og felldi dóm strax tveimur kvöldrun seinna. Tveir aðrir leikmenn hjá Pacers voru dæmdir í 25 og 30 leikja bann. Eftirmálar verstu slagsmála sem komið hafa upp í sögu NBA-deildar- innar, hafa vakið mikla athygli í íþróttaheiminum. Aldrei hafa áhorf- endur NBA-leiks fengið að kenna jafn harkalega á því og í leik Detroit Pistons gegn Indiana Pacers. Þrír leikmenn hjá Pacers fengu harða dóma en spekingar um allan heima kölluðu á hörð viðbrögð af hálfu David Stern, ffamkvæmdastjóra NBA, sem létu ekki á sér standa. Ron Artest, upphafsmaður áflog- anna, var dæmdur í bann út tímabil- ið, alls 73 leiki. Samheiji hans hjá Pacers, Stephen Jackson, fékk 30 leikja bann og Jermaine O’Neal, sem að tvímælalaust átti „tilþrif’ kvölds- ins, fékk 25 leiki. Aðrir leikmenn fengu vægari dóma. Ben Wallace, leikmaður Detroit, fékk 6 leikja bann fyrir að hrinda Ron Artest eftir að Artest braut á honum af tilefnislausu. Anthony Johnson, bráðmyndarlegur „Mörgum finnstþeir geta gert hvað sem er, hvenærsem, hvar sem er, hvernig sem er og hlusta ekki á neinn sem reynir að leiðrétta þá," í jakkafötum á bekk Pacers, fékk 5 leikja bann fyrir að láta höggin dynja á áhorfanda sem átti í höggi við Ron Artest. Þá fengu Elden Campbell, Derrick Coleman og Chauncey Billups hjá Detroit, eins leiks bann fyrir að yfirgefa bekkinn og sömuleið- is Reggie Miller, leikmaður Indiana. Áhorfendur til skammar Dómur Davids Stem ætti ekki að koma á óvart ef tekið er mið af þeirri ábyrgð sem að NBA-leikmenn bera. Stjórn deildarinnar gerir miklar kröfur hvað varðar fyrirmyndir og fordæmi og er ljóst að NBA-deildin hefur beðið mikla álitshnekki með ffamkomu þremenninganna á föstudagskvöldið. Ron Artest hafði lengi verið til vandræða og var nýlega skikkaður í tveggja leikja bann hjá Pacers eftir að hann bað um mánaðarfrí til að geta gefið út rappplötu. Upp á síð- kastið hefur Artest verið áltinn tíma- sprengja og því ætti hegðun hans ekki að koma neinum á óvart. Ekki er ólíklegt að einhverjar lög- sóknir á hendur þeirra leikmanna sem stóðu fyrir ofbeldinu, munu líta dagsins ljós. Þó að leikmenn beri mikla ábyrgð og eigi að vera til fyrir- myndar, vora áhorfendur í Detroit til háborinnar skammar. öllu laus- legu var hent að leikmönnum Pacers, poppkorni, flöskum, stólum og brúsum. Hingað til hefur ekki verið þekkt að NBA-lið leiki fyrir luktum dyrum, líkt eins og í fótbolt- anum, en David Stern skoðar mögu- leika á að refsa áhangendum Detroit með þeim hætti. Þá þykir gæsla vallarins hafa bragðist í meira lagi. Viðstaddir verðir áttu ekki möguleika gegn æst- um áhorfendum og leikmönnum sem slógust að vild og gátu áhorf- endur valsað inn á völlinn, alveg ó- áreittir. Forráðamenn Detroit hafa nú þegar hert gæsluna í höllinni í þeirri von um að þetta endurtaki sig ekki. Þeim er sama um afieiðing- arnar Larry Brown, þjálfari Detroit- liðsins, fullyrti að atvikið væri sorg- legt fyrir NBA og körfuboltann í heild. „Sem þjálfarar og leikmenn heyrum við og sjáum marga ógeð- fellda hluti af hálfu áhorfenda. En á vellinum ríkja aðrar reglur og ef þú ædar að vaða upp í áhorfenda- stúku, eins og gerðist á föstudag- inn, þá þarf ástæðan að vera stærri en þetta," sagði Brown. Brown sagði atvikið sýna hina réttu hlið margra leikmanna í körfubolta nútímans. „Mörgum finnst þeir geta gert hvað sem er, hvenær sem, hvar sem er, hvernig sem er og hlusta ekki á neinn sem reynir að leiðrétta þá,“ sagði Brown. „Kannski ætti ég bara að sætta mig við það að ég lifi í heimi þar sem er afit of margt þannig fólk, og ég er ekki bara að tala um íþróttamenn, sem finnst það eigi rétt á að segja og gera hvað sem því dettur til hugar." sXe@dv.is Derrick Coleman 1 leikur Chauncy Billups 1 leikur Elden Campbell 1 leikur Idinni í bann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.