Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Blaðsíða 29
menn snemma þekktu í stórum sniðum, er verið að
bæta hægt og hægt fíngerðari dráttum, eða það kem-
ur í ljós, að hægfara snúningur nálarinnar er i ár jafn
og hann var i fyrra. Til stórviðburða telst, ef þessi
snúningur hægir eða herðir á sér á áratug. Það
hlýtur að þurfa mikla þolinmæði og nægjusemi að gera
sér slikar mælingar að ævistarfi. En undir niðri hefur
vísindamönnunum þó vafalaust þótt þetta markvert
starf. Vonin um að skilja betur leyndardóma segul-
magnsins hefur alltaf verið vakandi, og þótt vonirnar
rættust ekki á einni mannsævi, þá felur vel unnið
verk launin i sjálfu sér. Svo mikið er víst, að nútiminn
má vera þakklátur fyrir verk liðinna alda og óskar
þess eins, að mælingar hefðu hafizt fyrr, svo að lengra
yfirlit um breytingar segulmagnsins lægi nú fyrir.
En hvað sem þvi liður, hvort saga segulmagnsrann-
sókna sé viðburðasnauð eða ei, þá er þó vafalaust,
að nú á allra siðustu árum hefur hér orðið mikill
fjörkippur. Gátan um orsakir jarðsegulmagnsins virð-
ist vera að leysast og um leið opnast óvænt útsýni yfir
segulmagn i heiminum almennt. Sól og stjörnur eru
segulmagnaðar og þessi kraftur virðist geta skýrt
ýmis torræð fyrirbæri. Jafnframt tekst að rekja jarð-
segulmagnið hundrnð milljóna ára aftur í timann og
tengja það öðrum viðburðum i sögu jarðar og nota
það til að bregða Ijósi yfir sumar torráðnar gátur
jarðsögunnar. Segultruflanir hafa verið raktar til
fyrirbrigða á sólunni. Segulmagnið er einn tengiliður
milli jarðar og sólar og eftir þessari leið berast til
vor ýmis merkileg áhrif.
I. Segulmagn í föstum efnum og rafsegulmagn.
Seguljárn (magnetit) er visst samband járns og súr-
efnis (FegCh), sem kemur fyrir frítt í náttúrunni
og getur verið bæði svo til hreint, eins og i einstaka
járnnámum (Kiruna i Svíþjóð), eða það er hluti vissra
(27)