Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Blaðsíða 34
Aukinn hiti hlutar lýsir sér inn á við í aukinni hreyf-
ingu móiekúlanna og frú Curie gerði þá uppgötvun,
að segulmagn eyðist að fullu við tiltekið hitastig.
t seguljárni er markið (svokallað Curie-mark) við
575° C og í brúnjárnsteini C75° C, en nokkuð breýti-
legt eftir hreinleika efnanna. Ef seguijárn er hitað
upp fyrir þetta mark, verður það sem sagt ósegul-
magnað. Sé það nú kælt aftur raða mólekúlseglarnir
sér á ný inn í ákveðna stefnu, ef segulsvið verkar á
þá og raðar þeim, annars ekki. Af þessu er ljóst, að
hin segulmögnuðu efni, sem við finnum í náttúrunni,
liafa hlotið segulmagn sitt undir stýrandi áhrifum
sérstaks sviðs, þ. e. jarðsegulsviðsins. (Segulmögnun
af völdum eldinga kemur fyrir sem undantekning.)
Það á yfirleitt við um segulsteina og þar á meðal um
storknað hraun. Rennandi basalthraun eru 1000—
1200 stiga heit. Yið kælingu myndast i þeim dreifðir
krystallar af seguljárni. Við t. d. 6—700° C er hraunið
orðið hart og fast, en fyrst er hitinn fellur niður fyrir
Curie-markið við svo sem 500° C, fer segulmagnið að
myndast við niðurröðun smáseglanna undir stýrandi
áhrifum jarðsegulsviðsins. Þegar hraunið loks er kalt
er það segulmagnað í stefnu jarðsviðsins. Hver moli,
sem brotinn er úr þvi, er segull og með sérstökum
mælitækjum má finna stefnu segulássins og þar með
stefnu segulsviðsins á þeim stað og þeim tíma er
hraunið varð til. Rannsóknir siðari ára hafa sýnt
ljóslega að upprunalegt segulmagn hraunanna getur
haldizt í þeim litt eða ekki truflað frá þvi á fjar-
lægum jarðöldum og hér opnast þvi leið til að kanna
segulsviðið aftur i forneskju. Þvi má bæta við, að
veðraður sandsteinn, sem hraun hefur lagzt á og
hitað upp fyrir Curie-mark brúnjárnsteins, er oft
sterkt segulmagnaður og geymir segulmagnið stundum
betur en hraunið eða meginhluti þess.
(32)