Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1959, Blaðsíða 111
frumkvæði núverandi menntamálaráðherra, Gylfa Þ.
Gíslasonar, Menningarsjóði tryggðar auknar tekjur
og starfsgrundvöllur hans og Menntamálaráðs veru-
lega aukinn. Samkvæmt hinum nýju lögum er hlut-
verk Menntamálaráðs það, sem hér segir:
a. Að liafa með höndum yfirstjórn Menningarsjóðs
og ákvarða um árlega heildarskiptingu á tekjum
sjóðsins milli þeirra flokka menningarmála, er
sjóðnum ber að styðja.
b. Að annast yfirstjórn Bókaútgáfu Menningarsjóðs
og velja bækur þær, sem út eru gefnar.
c. Að hafa yfirumsjón með Listasafni ríkisins, þar
til lög verða sett um safnið, og standa fyrir sýn-
ingum innan lands og utan á islenzkri list, list-
iðnaði, hókum og handritum.
d. Að hafa yfirumsjón með listverkaskreytingum
opinberra bygginga.
e. Að láta gera íslenzkar menningar- og fræðslu-
kvikmyndir eða stuðla að gerð þeirra og styðja
á annan hátt innlenda kvikmyndagerð.
f. Að veita styrki til rannsókna á þjóðlegum fræð-
um, til athugana á náttúru landsins og til eflingar
islenzkri tónlist og myndlist.
g. Að úthluta námsstyrkjum þeim og námslánum,
sem og þeim styrkjum öðrum, sem fé er veitt til
í fjárlögum og Menntamálaráði er þar falið að
úthluta.
h. Að úthluta ókeypis fari milli íslands og annarra
landa til manna, sem fara til útlanda til náms-
dvalar o. fl.
i. Að hafa á hendi yfirstjórn sjóða, er stofnaðir
kunna að verða til eflingar listum og visindum á
íslandi, enda sé Menntamálaráði falið þetta vald
í stofnskrám sjóðanna.
j. Að efla á annan hátt islenzka menningarviðleitni,
eftir því sem tök eru á og hagur Menningarsjóðs
á hverjum tima leyfir.
(109)